Afmælisgrill

Hittumst í Austurbrún á afmælisdegi tengdapabba og Sæma.. Helgi & Þóra, Anna & Palli, Sylvía og við mættum öll. Grilluðum kjúkling, pylsur og svínahnakka.

Vel heppnað grill og flottur matur – og gaman að fá Ásu & Sæma þegar leið á kvöldið.

En ekki eins gaman að kvöldið endaði samsöng af í endalausum fylliríssöng af evróvisjón, útilegusöngvum og öðrum skelfilegum tónsmíðum.. úff!

Upptökur, grill og Laugarnespartý

Smá garðvinna.. og gluggamálning.

En fórum til Rikka að taka upp bakraddir, Assi, Iðunn & Steini – og Egill í „oi, oi, oi“. Náðum nokkuð mörgum lögum en eitthvað er nú eftir.

Þaðan inn í Austurbrún þar sem við Iðunn, Viktor og Sylvía grilluðum lambafillet.

Og þar á eftir til Hrafns í árlegt fyrir-verslunarmannahelgar-partý.. alltaf skemmtillegt að hitta fólk úr öllum áttum.

Hrafn partý 1

Afmæli

28. júlí var lengi tvöfaldur afmælisdagur.

Pabbi átti afmæli þennan dag, hefði orðið 95 ára.

Og Þóra, konan hans Helga á líka afmæli þennan dag. Þóra bauð í eðal-fiskisúpu að hætti þeirra hjón, að ógleymdum tveimur kökum í eftirrétt.

Pallur

Fyrsti raunverulegi frídagurinn, „hjóluðum“ í að mála pallinn.. Addi og Viktor fluttu allt draslið af pallinum, ég bar á hann og Iðunn bar á þann hluta veggjanna sem þurfti til. (Og Addi sagði þrisvar sinnum brandarann um „áberandi“ 🙂

En gott að vera búin að þessu.. eitt af örfáum hreinum „skylduverkum“ í sumarfríinu.

Matur og drusluganga

Við Viktor kíktum á Austurvöll á enda druslugöngunnar..

Auður & Axel og Friðjón & Sæunn kíktu svo í mat um kvöldið.. graskerssúpa og marokkóskur kjúklingur á matseðlinum… tókst eiginlega ágætlega til.. held ég / vona ég.

Í öllu falli mjög gaman að fá þau í heimsókn, höfum ekki séð Auði og Axel síðan þau buðu okkur í mat í Barcelona 2003, heldur betur kominn tími á að bjóða þeim.

Spil

Tókum aukaspilakvöld í Kaldaselinu.. Brynja & Óskar, Alli og Hrafnkell Máni kíktu í hamborgara fyrir grill, en Alli „Boga“ misskildi boðið og mætti beint í spil. Hrafnkell Máni spilaði svo sem ekki póker en Viktor tók fyrra spilið.. við Iðunn unnum sitt hvort mótið.

Blikatap

Kíkti á Kópavogsvöll og sá Blikana tapa fyrir Fylki.. 0-1, ósanngjarnt, fúlt og ekki fótboltanum til framdráttar.

Jú, Fylkisliðið barðist vel, varnarleikurinn var vel skipulagður og þeir eru með mann sem getur skorað. En leikurinn gekk eiginlega þannig að Blikar spiluðu megnið af tímanum milli miðju og vítateigs Fylkis, en ekkert gekk þegar þangað var komið.. einhvers konar ráðleysi, of flókið og of margir háir boltar á sterka skallamenn í vörn Fylkis. Þess á milli lúðruðu Fylkismenn boltanum eitthvað, stundum í áttina að marki Blika, en alveg eins eitthvað annað, bara eitthvað. Ótrúlegt að horfa á fullorðna karlmenn spila eins og börn að mæta á sína fyrstu æfingu. Þeir fengu auðvitað nokkur dauðafæri úr spark-og-spretta tilburðunum.

En Fylkismenn komust líka upp með grófan leik, dómarinn missti þetta úr höndunum með því að grípa ekki strax í taumana og spjalda fyrstu hugsunarlausu árásina í upphafi leiks.

Afmælisgrill

Kiddi bauð í afmælisgrill eins og flest sumur.. þó hálf lasinn væri.

Gaman að hitta fjölskylduna yfir grilluðum hamborgurum að hætti Nonna og afmælisbarnsins, nokkrum bjórum og rauðvíni.. alltaf vel heppnuð kvöld.

Kiddi - afmæli - 5

Upptökur og jarðarför

Héldum áfram að vinna í upptökunum frá Sýrlandi, hljóma enn eins vel og í gær.. og eftirvinnsla gengur ansi hratt fyrir sig.

Tók samt hlé og kíkti í jarðarför Sivu, mömmu Helgu – og tengdamömmu Tomma, þar af leiðandi. Falleg athöfn í Kópavogskirkju.

Gaman að hitta gamlan æskuvin, Gylfa, á förnum vegin fyrir utan Salinn..

En héldum áfram – eða réttara sagt, Rikki hélt áfram og ég var að trufla hann – í öllu falli ættu trommur, bassi og gítarar að vera að mestu komin.