Alvöru nudd á Seltjarnarnesinu

Frekar rólegur dagur, byrjaði í nuddi hjá Öggu Hrönn í Sundlauginni á Seltjarnarnesi.. og það var sko ekkert hálfkák heldur hressilega tekið á því – alvöru nudd, eitt það albesta og hef ég þó farið víða. Kíkti aðeins á frekar leiðinkega seinni hluta leikjanna í ensku deildinni á English Pub, ætlaði að líta við á Hamraborgarhátíðinni, en annað hvort stóð hún stutt, eða var frekar fámenn.

PS. Birti fyrir smá mistök á hinu blogginu mínu í upphafi

Postula upphitun

Fyrirhuguð upphitun postulanna fyrir komandi tímabil gekk ekki alveg eftir áætlun.. golfið féll niður vegna veðurs og slakrar þáttöku, grillið var slegið af vegna hvasviðris, nokkrir mættu í pizzu og „röfl“ og svo var ekki annað í boði en að klára póker mót tímabilsins. Maggi var með fína forystu, en mér tókst að jafna stigin í síðasta mótinu og vantaði lítið upp á að stela sigrinum.. en í sjálfu sér gaman að fá bráðabana en aðalatriðið að ná góðu kvöldi með þessum eðal hóp.

Fimmtánda árið að hefjast og þetta er ómissandi byrjun á vikunni, og framlengir helgina… fótbolti og bjór á mánudagskvöldum með postulunum – [og nei, við erum ekki svona trúaðir , vð erum tólf, stundum þrettán – og þá fæ ég að vera messías]

Breiðablik – Stjarnan

Kíkti á leik Breiðabliks við Stjörnuna í gær… missti af fyrsta markinu, sem aðrir Blikar fullyrtu að hafi verið í meira lagi vafasamt.

En sá tvö dauðafæri fara til spillis og tvö fín mörk. Ég hafði svo sem ekki mikla trú á að Stjarnan næði að jafna undir lokin þó þeir pressuðu aðeins, en það hefði verið blóðugt að missa leikinn niður í jafntefli eftir mikla yfirburði.

Ég er auðvitað ekki hlutlaus, og auðvitað ekki sanngjarnt að dæma af einum leiki, en mér fannst Blikaliði einfaldlega spila talsvert betri fótbolta… kom kannski aðeins á óvart því ég hef heyrt vel af Stjörnunni látið í sumar.

En góður sigur – og um leið blóðugt að tapa fjórum stigum á vesturlandi í síðustu leikjum.

Menningarnótt

Þetta var nú eiginlega með slappari menningarnóttum hjá okkur, kannski einhver þreyta eftir gærkvöldið.

En, við Fræbbblar spiluðum á Dillon seinni partinn. Þetta tók ansi mikla snúninga, mikinn burð langar leiðir.. Þetta er, held ég, tíunda árið sem við spilum á Menningarnótt og aldrei hefur verið vandamál að koma græjum á staðinn, en núna voru allar götur lokaðar.. öryggisástæður voru gefnar upp. Gott og vel, en það má alveg vera einhver skynsemi. Og það þarf þá að vera valkostur að nota strætó. Og það hefði verið óvitlaust að kynna þessar breytingar almennilega. Urrrr…

En spilamennskan gekk að mestu slysalaust þrátt fyrir að Assi væri fjarverandi og þrátt fyrir að talsvert ólag væri á græjum og hljóðkerfi.. við höfum sennilega spilað þetta af gömlum vana, við heyrðum til þess að gera lítið í okkur á sviðinu en þetta virðist hafa hljómað þokkalega.

En, Dillon á hrós skilið fyrir að standa að tónleikum á Menningarnótt.

Það tók svo talsverðan tíma að koma dótinu til skila, var ekki kominn aftur í bæinn fyrr en rúmlega sex. Við Iðunn fórum að finna okkur mat, Forréttabarinn varð fyrir valinu, frábær matur eins og venjulega og þjónustufólkið lipurt.

Iðunn - forréttabar - Menningarnótt - minni

Þetta tók hins vegar allt sinn tíma, enda Menningarnótt og við ákváðum að þiggja far heim hjá Andrési, í stað þess að treysta á leigubíla eða strætó. Vorum komin heim um hálfellefu… flugeldasýningin virkaði ágætlega í fjarska.

Afmælisveisla

Ein af þessum einstaklega vel heppnuðu samkomum í Kaldaselinu í tilefni af þrjátíu ára afmæli Adda.. einhverjir skáluðu líka við Iðunni í tilefni af fjörutíu og sjö ára afmælinu.

Nýja „markisan“ kom sér heldur betur vel og ásamt hitaranum framlengdi partýsvæðið vel.

Iðunn einu árinu eldri

Iðunn átti afmæli í gær, reyndar svo ómerkilegt að það liggur við að það sé stórmerkilegt – fjörutíu og sjö ára.

Við kíktum á Vox í tilefni kvöldins, áttum tilboð þar sem við þurftum að nýta.. fórum í árstíðamatseðil og í stuttu máli sagt, alveg frábær matur og þjónustan fyrsta flokks. Skemmtilegt að fá kampavín sem er sérinnflutt fyrir þau og var sérstaklega gott.. Annars maturinn mjög góður og hvítvín mjög sérstök, bjór með ærkjötinu var líka fín tilbreyting. Hrossalundin var líka fyrsta flokks, þó hún hafi ekki náð heimsklassanum hjá Gumma um síðustu helgi, ótrúlegt hvað þetta eru góðar steikur. Rauðvínið, Cotes du Rhone sem ég hef ekki séð áður, var kannski minnst spennandi vínið, en svo sem ekkert að…

Fræbbblar á Einifelli

Við Fræbbblar fórum á Einifell um helgina, Auður, Kristín og með en aðrir misstu af – og Gummi þurfti að fara snemma í bæinn í fertugsafmæli mágs síns.

En við settum upp mini græjur í skemmunni og tókum nokkrar „æfingar“ – Auður og Iðunn á heimatilbúinni trommu á þeirri síðustu.Fræbblahelgi

Svo var aðeins hugsað um mat, grilluð hrossalund í forrétt að hætti Gumma var ein besta steik sem við höfum fengið – og erum við ýmsu vön. Hnetusteikin okkar Iðunnar átti eiginlega ekki möguleika sem aðalréttur á eftir þessu, fyrir utan að hún var ekki alveg á pari. Laxasalat Assa & Stínu á laugardag og frábær kjúklingaréttur Auðar & Steina um kvöldið.. og tveir eftirréttir. Svo slatti af víni, bjór, smá Whisky, jafnvel Gin & Toník.. Og alls kyns samantekt á sunnudeginum, alvöru bacon, omeletta..

Jú og Steini vann Petanque mótið.