Afmæli

Signý vinkona Iðunnar bauð okkur í afmæli á Hotel Borealis (var einu sinni Efri – brú).

Við mættum tímanlega og drifum okkur í heitan pott og upphitun..

signy-afmaeli-6

En þetta var heldur betur alvöru afmælisveisla, freyðivín, bjór, hvítvín, meiri bjór, rauðvín, gin og tónik og enn meiri bjór… ég meira segja hafði rænu á að halda mér í vatni um tíma.

Já og maturinn var ekki af verri endanum, ég myndi segja að þetta hafi verið svona „fullorðins“ en ég nota aldrei þann frasa.

En gaman að hitta fjölskylduna og ekki spillti að hitta á fullt af fólki sem við höfum ekki séð lengi – og fullt af skemmtilegu fólki sem við höfum aldrei hitt áður.

Ég var svo orðinn þreyttur full snemma en Iðunn dansaði fyrir okkur bæði fram eftir nóttu.

Fínn morgunmatur á hótelinu, og í rauninni mjög skemmtilegt hótel og aðstaða, ákváðum að mæta þarna fljótlega aftur.. sem segir sitt.

Oqko & Ríkharður á Myrkum músíkdögum

Kíkti á Rikka á Myrkum músíkdögum í Norðurljósum Hörpu.. var nú ekki betur undirbúinn en svo að ég hélt að Oqko og hann væri að spila verkið saman, en það kom á daginn að þetta var sitt hvort verkið.

Þetta er svo sem ekki alveg mín tegund af tónlist, en virkilega gaman að taka smá tíma og ná einhverju allt öðru vísi.

Oqko var mjög sérstakt, gaman að heyra, en ekki viss um að ég myndi sækja svona oft.. Rikki notaði svo ótal (tuttugu og níu minnir mig) hátalara til að búa til verk sem er ekki líkt neinu sem ég hef heyrt áður, kannski er hans tónlist eitthvað nær því sem heillar mig, mögulega bakgrunnurinn, veit ekki.. en klárlega einn framsæknasti tónlistar maður landsins.

Þorramatarboð

Ekki kannski beint Þorrablót, en systkini mín, Maggi mágur og frænkurnar Agga og Elín kíktu til okkar í þorramat, snafsa, bjór, hvítvín, rauðvín og Whisky – og aðallega skemmtilegan félagsskap.

Ég er svo sem ekki mikið fyrir þorramat en finnst gaman að narta í þetta með öðru svona einu sinni á ári.. sennilega voru heimagerðu réttirnir hennar Öggu hvað bestir.

thorramatur-1

Sylvía sjötíu og fimm ára

Tengdamamma, Sylvía Briem, orðin sjötíu og fimm ára.. mætti ég vera eins unglegur og hún þegar þar að kemur.

En hún bauð okkur, börnum og tengdabörnum, út að borða.. fórum á Hereford og fengum humarsúpu, nautalund og súkkulaðiköku+ís. Maturinn frábær og þjónustan til fyrirmyndar. Ekki spillti að þetta var á mjög svo sanngjörnu verði. Við fórum nokkrum sinnum með Magnúsi & Sylvíu á sameiginlegu brúðkaupsafmæli á Hereford fyrir nokkrum árum, en munum einhvern veginn aldrei eftir staðnum.

En mættum þarna örugglega fljótlega aftur.

sylvia-afmaeli-2c

Spil- og bjór

Fín mæting á fysta pókerkvöld ársins í Kaldaseli, eiginlega of góð ef eitthvað var! En Iðunn átti gott kvöld og komst á toppinn með Óskari. Fjögur mót og það fyrsta ansi dramatískt, Óskar henti okkur Alla (Þ.) út í fyrsta spili og Alla (F.) rétt á eftir.. en Iðunn náði samt að klára mótið.

En þetta eru ekki síður bjórdrykkjukvöld – og ansi margir skemmtilegir bjórar opnaðir.

poker-januar-3

Postulauppskera

Eitt skemmtilegasta kvöld ársins – já, ég veit að ég nota þetta mikið, en það eru bara svo mörg skemmtileg kvöld á hverju ári – er þegar við Postular [fótboltahópur, ekki trúarhópur] höldum upp á úrslit síðasta tímabils.

Dagurinn byrjaði snemma, í Reykjavík Escape, þar sem okkar hópur fór langleiðina og leysti svo sem þrautina með einni vísbendingu 2-3 mínútum eftir að klukkutímanum lauk. Verst fannst okkur samt að heyra þegar stúlkurnar sem voru í tveimur öðrum herbergjum töluðu um „gömlu kallana“ 🙂

En þaðan í stuttan bjór í boði Tomma, til Matta í heitan pott, Preston-Arsenal, bjór, rauðvín, fljúgandi hreindýr, cogniac, kalkún, Sous Vide nautalund að hætta Kalla – þó Alli og Matti hafi nú eitthvað aðstoðað.

Arnar lagði spurningar fyrir hópinn, í þetta sinn að hluta til byggt á sögu hópsins, Sævar mætti með videó af síðasta tíma, hefðbundinn hringur var tekinn og skálað vel og vandlega fyrir hverju afreki – aðallega sigri Péturs.

Bæjarferðin endaði svo á Magma í skemmtilegu spili, en allt, allt of lengi fram undir morgun.postular-petur-1

Nýársdagur

Tókum nýársdag rólega að venju.. við systkinin (og Maggi) kíktum reyndar upp í kirkjugarð, nokkuð sem við náðum ekki fyrir jól.

Svo heim að horfa á fótbolta, ógleymanlegt mark Giroud, elda svínabóg að venju, þar sem mér tókst að brenna 14 pörubita!

En Dóra var með okkur og Sylvía mætti til okkar.

nyarsdagur-2-b