Maastricht

Lentum í Brussel um hádegi, tók hálftíma að afþakka öll kostaboðin á bílaleigunni, bara ‘aðeins dýrara’.

Þaðan til Hoegaarden í fyrsta bjórinn, hvítbjór, mikið ávaxtabragð, jaðraði við að minna á hvítvín.

Svo til Maastricht, alvöru hótel

Derby tap, myndlist, meistaradeild og Gaukur

Byrjuðum daginn á að horfa á Derby-QPR spila umspilsleik um að komast í úrvalsldeildina. Skondinn leikur þar sem Derby var miklu betra, án þess að skapa sér verulega góð færi og gáfu QPR mark í bláendann, alveg upp úr þurru. Alli, Stína og Krissi & Rúna horfuð á leikinn með okkur..

Þaðan á opnun á Myndlistarsafni Reykjavíkur, 50 (eða 51) besti / merkasti listamaður síðustu ár.. verð að játa að ég var mishrifinn og saknaði nokkurra. Svanhildur bættist í hópinn en entist ekki lengi.

Listasafn Reykjavíkur - 2 - lítil

Svo yfir á Dubliner í Guinness og Brio, en bara ein dartpíla og við máttu ekki spila „pool“.

Næst var Hressó þar sem við sáum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í alvöru gæðum yfir allt-í-lagi hamborgara og meiri bjór. Brynja bættist þarna í hópinn en Alli og Svanhildur voru horfin.

Svo kíktum við á Gaukinn, þar sem búið var að gjörbreyta uppsetningunni, til mikilla bóta… áður en Andrés sótti okkur og bjargaði okkur heim..

Útskrift hjá Ægi Mána

Ægir Máni orðinn stúdent, fór í gegnum þetta með vinnu og án þess að vera beinlínis „hneigður til bóknáms“ eins og það var kallað. En kláraði þetta glæsilega og bauð, með foreldrunum, til útskriftarveislu í Austurbrúninni.

Það þarf ekki að spyrja að veitingunum þegar Helgi & Þóra (& væntanlega Ægir Máni) eru annars vegar.

Þá mætir gjarnan skemmtilegasta fólk í þessi samkvæmi þeirra – gaman að hitta Hauk og Hólmbert – og við gerðum okkar besta fram eftir nóttu.Ægir Máni - útskrift - 3 -lítil

Sýning hjá Rúnu og Reykjavík Fish

Kíktum á opnun á myndlistarsýningu hjá Rúnu (Benný fyrir þá sem því eru vanir) á Forréttabarnum. Alltaf flottar myndirnar hjá henni og skemmtileg nýja línan.. verst að allir veggir eru troðfullir hjá okkur.

Þaðan lá leiðin á nýja veitingastaðinn þeirra félaga sem stofnuðu Forréttabarinn, Reykjavík Fish, svona íslensk eðal útgáfa af Fish ‘n chips.. þrír fjórðu af matarklúbbnum með aukagestum og allir vel sáttir. Skemmtilegur staður, umhverfið og framsetningin óvenjuleg.. og meira að segja ekkert að þjónustunni.

Rúna - opnun - Forréttabarinn
Rúna – opnun – Forréttabarinn

Arsenal og Kex

Hitti Jón Einars og Viktor og Hafstein á Hamborgarasmiðjunni yfir úrslitaleiknum í enska bikarnum – og reyndar með einn fjórða af auga á Barcelona – Atletico Madrid.

En dramatískur og spennandi úrslitaleikur og ánægjulegt að sjá Arsenal ná titli. Ég veit ekki hvort þetta verður til að þagga niður í þeim svokölluðu stuðningsmönnum Arsenal sem hafa allt á hornum sér og vilja Wenger burt, en vonandi fækkar þeim eitthvað.

Þaðan svo á Kex þar sem við Fræbbblar spiluðum með Helga og hljóðfæraleikurunum. Við spiluðum svo sem ekki en gekk að ég held, alveg þokkalega. Það er reyndar nokkuð (allt of) langt síðan ég sá Helga og hljóðfæraleikarana síðast en ég held að þeir hafi aldrei verið betri..

Karatelokahóf

Kíktum á lokahóf karate deildar Breiðabliks í Smáranum.. grill að hætti Ögmundar klikkaði ekki frekar en venjulega og þegar húsinu var lokað um miðnætti kíktum við heim í Kaldasel þar sem dansað var uppi á borðum fram eftir nóttu og einhver bjór drukkinn til að koma í veg fyrir ofþornun.

Karatekvöld