Spil

Alli og Alli kíktu í spil í kvöld, Andrés spilaði seinna mótið með okkur.. gekk reyndar nokkuð vel, vann bæði mótin. Eitthvað brottfall á síðustu metrunum og eins dæmi um að búið væri að staðfesta mætingu.

Ölstofuhljómleikar og jólamatur

Við Fræbbblar spiluðum á Ölstofunni í Hafnarfirði í kvöld. Verð að játa að ég hef ekki komið þarna áður, missti af hátíðinni þeirra í fyrra, en þetta er mjög skemmtilegur staður.. er Hafnarfjörður að verða miðpunktur rokksins? Rokkbarinn búinn að halda úti „lifandi“ tónlistarstað í nokkur ár og Ölstofan hefur verið með rokkhátíð. Fín aðstaða og fínar græjur og Máni sá til að hljóðið var fyrsta flokks.

Reyndar hófu Átrúnaðargoðin „leik“, einhver skemmtilegasta rapp hljómsveit landsins (OK; ég er ekki alveg hlutlaus) og við spiluðum svo blöndu af nýju og gömlu efni.

Mætingin hefði auðvitað mátt vera betri, en kannski er seint á föstudagskvöldi í jólahlaðborðavertíðinni ekki besti tíminn fyrir okkur.. En þeir sem mættu skemmtu sér nokkuð vel að okkur heyrðist, og gaman að sjá að nokkrir gestir frá Rokkbarnum frá síðustu viku voru mættir aftur núna.

En talandi um jólahlaðborð, fyrir spilamennskuna mættum við í jólahlaðborð Staka á Skrúð á Hótel Sögu.. við Iðunn þurftum að fara frekar snemma, en fannst við ekki vera að missa af miklu, þjónusta fyrsta flokks, en maturinn einhvern veginn ekki mjög spennandi, kannski ekki við Hótel Sögu að sakast, kannski er þetta bara orðið frekar þreytt fyrirbæri..

Full dagskrá á föstudegi

(OK, kannski bara hálf dagskrá, vann fram að hádegi, en „full “ stuðlar…) Fór um hádegið til Assa að sækja græjur fyrir Fræbbblaspilamennsku á Rás 2 í beinni í Popplandi. Vorum aðeins að vandræðast með hvaða lög við ættum að spila en á endum voru það „Í hnotskurn“, „Bugging Leo“, Þúsund ár“ og „A Fork In The Future“.. svo tókum við „Ótrúleg jól“ upp til hugsanlega seinni tíma notkunar.

Þaðan aftur í Staka á starfsmannafund og bjórsmökkun, sem ég þurfti að taka varlega, en við Iðunn skiptum einum á milli okkar hér heima áður en við héldum áfram.

Næst var „julefrokost“ Sambindisins hjá Helgu & Tomma.. þau nýflutt í stórskemmtilega og frábærlega staðsetta íbúð á Kársnesinu. Júlía & Orri voru fjarverandi í Kaupmannahöfn, annars góð mæting og gaman að hitta Eddu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um matinn þegar þessi hópur hittist, laxatartar, pörusteik, eggaldin og ís með franskri súkkulaðitertu.

Þá yfir á Rokkbarinn í Hafnarfirði þar sem við stilltum upp, hlustuðum á stórskemmtilegan og kraftmikinn Hemúl og spiluðum svo nokkur lög.. „nokkur“ í merkingunni 27 lög. Gekk bara nokkuð vel held ég, amk. lítið um kvartanir frá tónleikagestum, fínasta keyrsla hjá okkur og hljóðið fínt að hætti Sindra Thunderbird.

Rokkbarinn er skemmtilegur staður, óneitanlega svolítið útúr fyrir okkur Breiðholtsbúa, en alltaf gaman að mæta…

Akureyri – Reykjavík

Við Fræbbblar vöknuðum á Akureyri eftir stórskemmtilega hljómleika á eðal hljómleikastað, Græna hattinum.

Við gistum á Hrafninum, sem er fyrsta flokks gististaður í miðbænum.

Assi & Stína fóru í bakaríi og mættu með morgunmat, Helgi var farinn að æfa og Gummi á eitthvert rölt þegar við Iðunn risum á fætur.

En upphaflega hugmynd um að taka laugardaginn með „trompi“ var ekki að ganga upp. Gummi sárlasinn (þó hann liti mun betur út en í gær), Helgi orðinn veikur í staðinn, hvorki Sigga né Þóra höfðu komið með – og Assi og Stína að fara í veiði á morgun.

Við ákváðum að drífa okkur í bæinn, enda Helgi boðinn í útskriftarveislu.. og vorum komin heim rétt um átta.

Götubarinn - 3

Akureyri, Græni hatturinn

Frí í dag, stutt viðtal í Virkum morgnum á Rás 2 þar sem ég þurfti að velja „föstudagslummuna“.. lag sem allir þekkja og kemur mér í „stuð“. Ósamrýmanlegar kröfur en á endanum datt Housemartins lagið „Happy hour“ inn.

Bíllinn tæpur þannig að við leigðum bíl hjá Óskari í ProCar sem reyndist vel. Gummi var lasinn og gat notað flugmiða, Assi & Stína voru farin norður á rjúpu. Iðunn var með löngu ákveðinn fyrirlestur eftir hádegið og við Helgi keyrðum norður.

Mættum á gistiheimilið Hrafninn, mjög flott aðstaða… og þaðan á Græna hattinn í „sándtékK“. Mjög fínar græjur og fyrsta flokks hljóðmaður – sem skilaði sér í alvöru sviðs“sándi“.

Fórum og fengum okkur smáréttii á Strikinu og svo í smá slökun áður en við röltum upp á Græna hatt.

Helgi og hljóðfæraleikararanir byrjuðu, virklega gaman að spila með þeim einu sinni enn, sennilega aldrei verið betri… og ekki spillti „eðal“ hljómur í salnum.

Við tókum nokkuð langt prógram, Gummi var sárlasinn, en þoldi ekki að við værum að vorkenna honum og bað okkur „pent“ að vera ekki með þetta dómsdags röfl. Hann spilaði hátt í tvo tíma án þess að missa út takt, ótrúlegur.

Annars gekk spilamennskan nokkuð vel, einhverjir smá hnökrar í einstaka lagi, en ég held að það hafi verið aukaatriði og fyrir utan eitt lagið ekki margir tekið eftir – flest lögin voru að minnsta kosti í góðum gír og við skemmtum okkur „konunglega“ – og gott ef einhverjir áhorfendur voru ekki bara þokkalega sáttir.

Eftir hljómleikana voru flestir þreyttir, Gummi lasinn, Helgi að byrja að verða lasinn, Assi búinn að vera á rjúpu síðan snemma um morguninn.

Við Iðunn enduðum á pöbbarölti (eða pöbbrölti) með Díönu (sem tók fullt af myndum) og Sigrúnu. Sátum góða stund á Götubarnum í frábærri aðstöðu fyrir þá sem vilja sitja út með bjórinn sinn að kvöldi til. En, svo kom reyndar að því að það slökknaði alveg á mér, enda búin að vera góð keyrsla.

Hótel Örk

Iðunn og frændsystkinin ákváðu að hittast á Hótel Örk og taka stefnuna á stórfjölskylduhitting næsta sumar.

Við héldum að það væri stemming fyrir að mæta á föstudeginum, og einhverjir voru frekar jákvæðir, en á endanum mættum við Iðunn ein á Örkina. Gufa, heitur pottur, „happy-hour“ og svo yfir á Hofland setrið þar sem ég fékk alveg ágæta pizzu og Iðunn fínar, en full mikið eldaðar kótilettur. Svo aftur yfir á Hótel Örk þar sem við hittum Bjarna og Hildi í kaffi, þau voru mætt en gistu nálægt NLFÍ.

Fórum svo á Hofland setrið að horfa á fótbolta eitthvað fram eftir degi, frændfólk og makar fóru smám saman að detta í bæinn. Pottur og gufa seinni partinn, smá upphitun uppi á herbergi hjá okkur og svo matur. Fínn matur, nauta Carpaccio með jarðsveppaolíu, hægeldað lamb og Cremé Bruleé í eftirrétt.

Eftir matinn var settur fundur og ákveðið að lokum að stefna á næst síðustu helgina í júlí á næsta ári… er ekki með staðinn á hreinu en einhvers staðar á Snæfellsnesi..

Eitthvað var úthaldið lélegt og flestir farnir að sofa upp úr ellefu, amk. vorum við Iðunn ein eftir klukkan hálf tólf… við þrjóskuðumst aðeins við en ekki lengi.

Hótel Örk - föstudagur Hótel Örk - matur - 1 Hótel Örk - upphitun - 1 Hótel Örk - upphitun - 2