Xið

Mætti í viðtal á X-inu hjá Smutty Smiff, sem greinilega hefur átt (ja, eða á) ansi athyglisverðan feril.. tilefnið var símaviðtal við Glen Matlock sem aftur var í tilefni af heimsókn hans í næstu viku.

Svo karate, auðvitað, seinni partinn..

Postulalokakvöld

Guðjón Heiðar tuttugu og níu ára í dag. Tuttugu og níu ára!

En Fræbbblaæfing seinni partinn, annað augað á Arsenal-Newcastle og svo lokatíminn í fótbolta, hjá svokölluðum Postulum (nei, ekki er trúartengt).

Sennilega mest spennandi lokakvöld frá upphafi Postulanna, eða að minnsta kosti síðustu 10 árin, þegar ég missti titilinn í síðasta leik.

Bragi sem hafði verið með forystu megnið af tímabilinu átti rétt rúmlega þriggja stiga forskot á Arnar, sem var hálf meiddur – en mætti samt.

En Bragi hélt forystu þar til þrjátíu sekúndur, eða svo, voru eftir.. Arnar var á toppnum í 30 sekúndur af fjögurra mánaða tímabili.. en einu sekúndurnar sem skipta máli.

Spjall

Iðunn í sumarbústaðaferð með Sérsveitinni… var aðeins að undirbúa Punk 2014 og fékk smá hugmynd sem ég þurfti að bera undir Steina. Þá vildi svo skemmtilega til að Auðar var í Kaupmannahöfn og hann einn heima, þannig að hann kíkti í heimsókn í alls konar bjóra, eina tegund af Whisky, vodka með gulli og heilmikið röfl… tónlist, peningar, tónlist, vinna, tónlist.

Sátum talsvert fram eftir og leystum full af vandmálum… svo er bara spurning að muna svörin.

Páskadagur í Fögrubrekku

Minn hluti ættarinnar hittist hjá Kidda í Fögrubrekkunni.. heimabakað brauð og freyðivín í forrétt í boði Öggu, þrjár tegundir lambalæra í aðalrétt, ég er ekki frá því að lítið eldað rósmarín-, hvítlauks- parmaskinku lærið okkar með sítrónu hafi komið nokkuð vel út.. Og svo súkkulaðikökubombur frá Góu og Kötu í eftirrétt.

Annars setið að sumbli og jafnvel söng fram eftir kvöldi.

Páskadagur - Helgi Maggi Kata Góa - lítil

 

 

 

Matur hjá Helga & Þóru

Kíktum í kalkún til Helga & Þóru… það er aldrei komið að tómum kofunum á þeim bæ þegar matargerð er annars vegar. Palli og Tryggvi og Kristín kíktu líka, Ægir Máni var heima en Kári er í New York. Fyrsta skipti sem við mætum í Sólheimana, mjög skemmtileg íbúð og ekki verra að hafa gott skjól á svölunum. Kannski hefðum við mátt smakka minna Whisky.

Iðunn - Helgi - lítil

Sambindi

Hittum Sambindið í Sléttuhlíð í boði Hákonar… misstum af göngutúrnum, sem ég hafði nú reyndar hugsað mér að missa af hvort sem var. Misstum líka af Vantrúarbingóinu sem var á sama tíma. En skemmtileg hefð að hittast og ekki verra að vera í Sléttuhlíðinni.

Sléttuhlíð
Sléttuhlíð

Tapas og Kaldasel

Gömlu vinnufélagar Iðunnar frá Þjónustumiðstöð Breiðholts bitu í sig að mæta á einhvers konar Abba hljómleika. Hittast fyrst á Tapas barnum og svo var boðið í partý í Kaldaseli.

ÞB - Tapas - apríl 2014 - 2 - lítil

Ég hef aldrei haft gaman af Abba þannig að ég mætti á Tapas barinn, svo fórum við Guðni beint upp í Kaldasel, að smakka nokkra bjóra og smá Whisky á meðan hinum leiddist (geri ég ráð fyrir) á Abba hljómleikunum.

En skemmtilegt partý, þó í þetta sinn væri full lítið dansað uppi á borðum..

ÞB - Kaldaseli - apríl 2014 - 2 - lítil

 

Vantrú, Elín Helena og Gaukurinn

Við ákváðum að taka því rólega þetta föstudagskvöldið.. enda nóg á gera á morgun.

Ég fékk mér reyndar bjór eftir vinnu, yfir „pool“.. og Iðunn mætti í ekki-lengur-rauða-sófann í bjór með sínum vinnufélögum.

Það lá leiðin svo á Hornið þar sem Vantrúarfólk hittist í mat.. alltaf skemmtilegar umræður þegar þessi hópur hittist.

Vantrú - Hornið - apríl 2014 - lítil

Við fórum reyndar áður en samkvæminu lauk til að ná í útgáfuhóf Elínar Helenu á Dillon. Náðum nokkrum lögum með Morgan Kane, flott eins og alltaf.. og sáum Elín Helenu, einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins í dag. Nýju vinnufélagarnir mættir þangað, enginn friður…

ElínHelena-Dillon - apríl 2014 - lítil

 

En þar hittum við Jón Örn og fleiri og létum tilleiðast að reyna að ná Bootlegs á Gauknum, enda einhvers konar stuðnings hljómleikar fyrir Gaukinn – og sjálfsagt að styrkja þann frábæra stað.

Við náðum þó ekki að bíða eftir Bootlegs, tvær hljómsveitir eftir áður en kom að þeim.

Og þetta átti jú að vera rólegt föstudagskvöld.

Karate, Austurvöllur, Geysir, Micro bar

Annar dagur í æfingabúðum Richard Amos í Kársnesskóla í morgun.

Kíkti á Austurvöll með Viktori – og aðeins á English Pub að horfa á fótbolta og drekka einn bjór.

Austurvöllur - 5. apríl 2014 - lítil

 

 

 

 

 

Kvöldmaturinn á Geysi Bistro, sem kom bara þægilega á óvart, Iðunn fékk frábæran saltfisk og andalærið mitt var í góðu lagi. En þetta var sem sagt hópur frá Karatedeild Breiðabliks, svona að einhverju leyti í tilefni af æfingabúðum helgarinnar, Richard Amos, kom til landsins að kenna. En gaman að hitta hópinn utan æfinga, þó fæstir entust lengi.. enda æfing á morgun.

Við Iðunn fórum á Micro bar og fengum okkur átta bjóra smakk – kannski fjórir hefðu mátt nægja. En skemmtilegur bar og eitthvað fyrir okkur að fá svona marga ólíka bjóra. Vorum samt ekki lengi, fórum til þess að gera snemma heim..