London, Faulty Towers

Við Iðunn lögðum af stað til London rétt fyrir hádegi og vorum komin inn á hótel um fjögur.

Mættum í fordrykk á Gordon’s Wine Bar, hittum Jón og Jóhönnu þar, áður en við fórum í matarleikhús.

Matarleikhúsið var matur á Charing Cross Hotel þar sem við sátum til borð á Faulty Towers, sem byggði á persónum úr Fawlty Towers. Nokkuð vel gert, brandararnir byggðu á þáttunum að mestu leyti, en leikararnir gerðu vel úr ýmsum uppákomum. Maturinn var svo hins vegar ekkert sérstakur. Alls ekki.

Kíktum á Victoria Casino um kvöldið, mér gekk þokkalega, Iðunn óheppin og kvöldið nokkurn veginn á núlli. Hittum íslenska feðga sem voru að spila á móti, voru með aukamiða á Tottenham-Cardiff á sunnudag – sem ég ætlaði að þiggja.

London - 2014 - Faulty Towers - 178 - lítil

Leikhús, Óskasteinar

Karate æfing hjá Breiðablik klukkan sex svo í Borgarleikhúsið að sjá Óskasteininn klukkan átta.

Ágætlega skrifað leikrit, þokkalega fyndið á köflum (þó mér fyndist það ekki alveg eins óstjórnlega fyndið og ókunnugum sessunaut mínum) og meira að segja sérstaklega vel leikið, óvenju lítið um þennan hefðbundna uppskrúfaða leikhústalanda. Var samt kannski ekki alveg að kveikja á þessum „persónum“…

Og eftir leikhús í smá eftir-leikhús-með-bjór hjá Assa og Stínu.

Flutningar

Tókum að okkur smá burðardýramennsku fyrir Helga & Þóru – og Kára Emil & Ægi Mána.. Íbúðin kom mér nú aðeins á óvart og útsýnið frábært.

Nenntum ekki að elda og fórum á Kínahofið… vanmetinn og ódýr starður.

Smá Whisky smakk í kojufylliríi hér heima fram eftir kvöldi.

Þorrablót og árshátíð

Frænkurnar Agga og Elín (með Gumma) mættu í þorrablót hjá okkur systkinum og Gunnu, Iðunni & Magga – að þessu sinni hjá Gunnu & Kidda í Fögrubrekkunni. Nóg að gera að skála í hinum ýmsu snöfsum, eitthvað af rauðvíni og fullt af bjór. Er svo sem ekki mikið fyrir þorramat, en allt í lagi að láta sig hafa þetta einu sinni á ári, stemmingin er alveg vel þess virði.

Þorramatur - lítil

Kíktum svo á árshátíð Vantrúar, hjá Gyðu og Matta, á heimleiðinni.. nokkuð seint, en náðum að smakka eitthvað af japönsku Whisky.

Afmæli

Ég hef nú alveg átt afmælisdaga sem hafa byrjað betur.. ætlaði svo að kíkja svo á einhvern barinn að sjá Liverpool-Arsenal, fyrst ekkert gekk að kaupa áskrift hjá Stöð2. En lét það liggja á milli hluta þegar ég sá hvert stefndi.

En sá restina af nokkrum leikjum áður en við Viktor fórum í gufu og pott í Vesturbæjarlauginni, Viktor synti líka, auðvitað…

Þaðan heim og til Bryndísar sem bauð okkur í fordrykk fyrir matinn. Prófuðum nokkra snafsa og gin & tónik áður en við fórum á Humarhúsið.

Það er ekki að spyrja að matnum þar, og ekki að ástæðulausu að ég valdi að fara þangað.. Nauta Carpaccio í forrétt, reyndar skötuselskinnar í aukaforrétt og svo hvítlauksristaðir humarhalar í aðalrétt. Muga rauðvín með og macchiato kaffi á eftir.

Fórum svo á Micro bar að smakka bjóra og Ölsmiðjuna á meðan við biðum eftir Adda… hefðum betur sleppt þessu barrápi.

Stærðfræðikeppni, bjór, póker og pool

Þorrabjórinn smakkaður í Staka eftir vinnu. Get nú ekki sagt að nokkur þeirra hafi heillað mig, Einiberjabock í lagi, en ekki til að drekka mikið af..

Byrjuðum annars á tveggja manna pool móti sem gekk að venju illa.

Síðan stærðfræðikeppni þar sem við klikkuðum illa á einni talnarunu en vorum samt jafnir í efsta sæti.

Vann svo pókerinn – og það annað skiptið í röð.