Borðtennis og bjór

Borðtenniskeppni í Staka Deloitte eftir vinnu með nokkrum bjórum.. hafði nú ekki hugsað mér að taka þátt, enda ekki spilað borðtennis í yfir 40 ár. En einhver forfallaðist og ég datt í að vera með, og gekk reyndar þokkalega, tapaði einum örugglega, vann tvo og tapaði svo tveimur í framlengingu. Og tapaði svo örugglega í 8 manna útslætti. En svo sem aldrei leiðinlegt að sulla í bjór, vorum samt ekki lengi, kannski fínt að fara einu sinni snemma að sofa.

Hollvinafagnaður Geira

Við systkinin kíktum á Kaffi Loka, þar sem Atli Rúnar hafði (ásamt fleirum, að ég held) boðað til „Hollvinafagnaðar Geira frá Kengúrulandi“.. Geiri er sem sagt sonur Steina, bróður pabba, og hefur búið í Ástralíu í einhverja áratugi og þetta er (ég nokkuð) viss um aðeins í annað skiptið sem við hittumst – það fyrra fyrir tæpum 10 árum á Fiskideginum á Dalvík. Frænkurnar Agga og Ella mættu líka og fullt af skemmtilegu fólki sem hafði kynnst Geira gegnum tíðina.

Gaman að hitta Geira og rifja upp sögur af ættingjunum og heyra nýjar..

 

Secret Solstice – sunnudagur

Þá var komið að okkur að spila á Secret Solstice, drifum okkur um hádegi með magnarana og kíktum á fyrsta atriðið. Beggi Smári (og hljómsveit) hófu leik og mikið rosalega eru þeir góðir, blúsinn er kannski ekki alveg mín tónlist, en get heldur betur notið þess að hlusta á þá.

Við kíktum svo heim til að skipta um strengi í nýja gítarnum mínum, Assi sá um það, en þetta er auðvitað ekkert flókið. Aftur í Laugardalinn, misstum af Paunkholm, en gripum Bootlegs að mestu, þéttari en [vantar góða samlíkingu].

Okkur gekk svo eiginlega mjög vel að spila og heyrðum ekki betur an að þeir sem voru mættir hafi verið mjög sáttir. Reyndar var frekar fámennt á svæðinu, en góður hluti þeirra sem voru mættir virðast hafa ákveðið að kíkja á okkur. Ekki veit ég, eða skil, þessa tímasetningu og staðsetningu… en það er ekki okkar að ákveða.

Við Assi fórum með græjurnar og rétt misstum bæði af Teit og Ragnheiði Gröndal, sem mér skilst að hafi verið frábær. Fórum á smá rölt og náðum næst Amabadama, sem voru alveg frábær, mjög skemmtileg, fín stemming og frábær lög. Þaðan að kíkja á Tappann, Gummi kominn aftur að tromma, en ákváðum að segja þetta gott, enda vel þreytt… ég orðinn kvefaður og hálf lasinn.

Secret Solstice - sunnudagur - 2

Dill

Komumst ekki af stað á Secret Solstice, eitthvert sambland af leti, þreytu, rigningu, verkefnum sem þurfti að klára… og svo fann ég notaðan gítar sem ég stökk á að kaupa, en tók óratíma að klára. Í öllu falli þá var klukkan orðin komin-tími-til að-fara-á-Dill áður en við komumst á Secret Solstice.

En talandi um Dill.. við fórum með Bryndísi og Mikael… við fórum á Kadeau í Kaupmannahöfn fyrr á árinu og nú var kominn tími til að Mikael prófaði Michelin stjörnu stað á Íslandi.

Ég ætla ekkert að reyna að lýsa matnum, hver rétturinn öðrum frumlegri og skemmtilegri – auðvitað mis góðir, eins og gengur, en alltaf spennandi. Stundum vissi ég meira að segja ekki almennilega hvort rétturinn væri frábær eða vondur.

En… frábær þjónusta og skemmtileg upplifun.

Við kíktum upp á Mikkeller en það vantar eiginlega „venjulega“ bjóra til að þeir sem ekki eru spenntir fyrir sérstöku bjórunum þeirra geti verið með.

Kvöldinu lauk á Dillon, náðum hálfu lagi með hljómsveitinni áður en hún hætti, en það vantar eitthvað þegar Andrea er ekki.

Dill og Dillon.. greinilega ágæt blanda.

Secret Solstice – föstudagskvöld

Secret Solstice - föstudagur - IM - 1-1Annað kvöldið á Secret Solstice.. (löng saga en) við náðum ekki að mæta fyrr en upp úr átta og misstum af ansi mörgum atriðum sem við hefðum viljað sjá. Fórum með Assa og hittum Rikka í biðröðinni og röltum um svæðið með þeim.

Ótrúlega skemmtileg stemming og flott umgjörð á hátíðinni og hlökkum til að spila.. spurning reyndar hvernig mæting verður á sunnudegi.. fullt af spennandi atriðum en hætt við að einhverjir verði orðnir lúnir.

Og ekki spillir að detta um fullt af skemmtilegu fólki..

En sáum Richard Ashcroft, Roots Manuva og Foo Fighters.. rétt gægðumst inn á Birni í Fenri. Ashcroft fínn, en bætti kannski ekki miklu við… Foo Fighters nokkuð góðir, var svona á báðum áttum til að byrja með, sum „atriðin“ ekki alveg fyrir mig og þeir hefðu alveg mátt sleppa sólóunum (óendanlega leiðinleg).. en þrátt fyrir að daðra aðeins við allt sem mér finnst hallærislegt í rokktónlistinni (sérstaklega þeirri Bandarísku) þá komast þeir samt upp með það og blanda af fínum lögum og góðri keyrslu skilaði nú á endanum fínustu hljómleikum og ég neitaði að fara heim fyrr en þeir voru búnir (þrátt fyrir óskir samferðamanna um að segja þetta gott).

Secret Solstice - föstudagskvöld - 1-1

Secret Solstice - föstudagskvöld - 2-1

Secret Solstice - föstudagskvöld - 3-1

Amsterdam áfram

Við dunduðum okkur svo við að rápa á milli bara, búða og fara svo á veitingahús á kvöldin frá mánudegi til miðvikudags, meðal annars á In De Wildeman og Café Belgique.

Amsterdam - kvöld

Ekki hægt að segja að okkur hafi leiðst mikið í Amsterdam, þó dagskráin hafi ekki verið flóknari en þetta. Iðunn hætti við að láta laga Fræbbbla-tattóið, en fann skó tegund sem hún var búin að leita að lengi.

Við fundum tvo nýja og spennandi bjórbari,  Proeflokaal Arendsnest sem er með 52 hollenska bari á krana.

Beer Temple var svo að mestu með bandaríska bjóra og nokkra belgíska.. þar með talið Westvleteren, en átti ekki þegar á reyndi.. en benti mér á búð sem seldi. Ekki beinlínis gefins, en ég keypti fjóra!

Konungsríkið Ísland

Eitthvert Íslands-þema var í gangi á þessum börum. „Vertinn“ á Aendsnest sýndi okkur mynd af skjaldarmerki sem hann hafði fundið þar sem hann bjó, Konungsríkið Ísland. Á Beer Temple var hópur að ræða um Ísland og þegar við færðum okkur út var annar hópur að tala um ferðir til Íslands og einn úr hópnum að lýsa því þegar hann hafði unnið á Íslandi við að keyra fatlaða.

Við fórum á Teppanyaki Sazanka á Okura hótelinu á mánudagskvöldinu, ógleymanleg upplifun en kannski ekki alveg eins og 2015, kannski hitti þannig á, kannski er endurtekningin aldrei eins mikil upplifun.

Á þriðjudagskvöldinu fórum við svo á Silveren Spiegel, fínn matur og margir skemmtilegir réttir, kostuðu nú samt sitt og Iðunni fannst aðalrétturinn ekki spennandi.

Og fyrir flugið á miðvikudagskvöldið fórum við á indverska Indrapura, frábær matur og öðru vísi, en sennilega hentar staðurinn betur í hóp og fjölda rétta.

Amsterdam, sunnudagur

Við tókum því rólega fram eftir degi, full heitt hvort sem er, aðeins í búðir en aðallega smá bjór þar til kom að kvöldmat.

Við fórum með Rúnari og Huldu á Pasta e Basta, skemmtilegur ítalskur staður þar sem þjónarnir skiptast á að syngja öðru hverju, úr óperum og popplög.. ekki kannski mín tónlist, en stemmingin stórskemmtileg.

Forréttirnir voru frábærir og síðan völdum við þrjá aðalrétti, einn frábær, annar vel góður en sá þriðji minna spennandi.. svona eins og gengur.

Þaðan á Satellite Sportbarinn þar sem við vorum búin að fá staðfest að þeir myndu sýna Ísland-Króatíu.. Hittum þar Gulla og horfðum á leikinn með honum. Iðunn gengdi auðvitað lykilhlutverki í því að íslenska liðið skoraði, hún stalst út að reykja þegar lítið var eftir og sleppti því að horfa.. og það stemmdi, íslenska liðið skoraði sigurmarkið.

Smá bjórrölt og svo á Whiskybarinn L&B, en vorum svo sem ekki lengi.

 

Amsterdam, fótbolti

Amsterdam - fótbolti - 4Sem staðfestur áhangandi mætti ég á fótboltamótið, ég hafði ákveðið að vera ekki með, þar sem ég þóttist vita að bæði lið væru skipuð fólk sem væri mun betra í fótbolta en ég… En blandaða liðið var nú meira í skemmtiferð og ég hefði svo sem átt fullt erindi þangað, þó aðalliðið hefði nú samt varla batnað mikið þó ég hefði verið með.

En eftir nokkra leiki datt ég niður í bæ og hitti Huldu og Iðunni á De Bekeerde Suster þar sem við sátum fram eftir degi og drukkum nokkra eðalbjóra… Rúnar kom svo þegar mótinu var lokið.

Amsterdam - laugardagskvöld - 3Svo var einhvers konar hátíðakvöldverður hjá Deloitte á Koepelkerk, fínasti matur og nóg af veitingum, þó nautasteikin mín hafi gleymst á grillinu. Við slepptum bátsferðinni ásamt nokkrum öðrum og kíktum á bar áður en ballið byrjaði.

Við kíktum svo á bjórbarinn Café Gollem en entumst ekki lengi.

Amsterdam, einu sinni enn

Mér telst svo til að þetta hafi verið sautjánda heimsóknin mín til Amsterdam. Það fer reyndar aðeins eftir því hvernig er talið, í einni ferðinni byrjuðum við langa helgi í Amsterdam, fórum svo til Berlínar og enduðum aftur á langri helgi í Amsterdam… ég tel það sem tvær heimsóknir.

Í þetta skiptið var Norður Evrópu mót Deloitte í fótbolta og ég mætti lítið sofinn í flug klukkan 6:00. Frekar þröngt í vélinni og ég náði lítið að sofna.. en var kominn á hótelið, Caransa við Rembrandtplein um hádegi og náði aðeins að hvílast.. það var móttaka við hliðina á hótelinu og svo einhvers konar partý seinna um kvöldið. Iðunn komst eftir smáhremmingar um hálf tíu og við fórum að borða.

Amsterdam - Rembrantdplein - 2