Guðjónsafmæli

Guðjón hélt upp á þrítugsafmælið sitt á Ríó.. ætluðum fyrst að halda þetta heima í Kaldaseli en þegar hann gat ekki haldið boðsgestum undir 200 sáum við ekki annað í stöðunni en að finna einhvern stað. Það staðfestu svo sem ekki nema rétt rúmlega 50 að þeir myndu mæta – og enn færri komu. Skal játa að ég skil ekki hvernig hlutirnir virka…

Gaukurinn, næstum því Clash

Fórum á Gaukinn í gær, ætluðum að sjá hljómleika tileinkaða The Clash..

Við mættum í góðum gír og tímanlega að við héldum (rétt fyrir tólf) en þá voru hljómleikanir búnir.. við náðum hálfu lagi. Þetta hálfa lagið hljómaði reyndar mjög vel og þeir vinir okkar sem mættu tímanlega voru mjög ánægðir.

Og þrátt fyrir allt var mjög gaman að hitta fullt af skemmtilegu fólki.

Kannski er þetta ósiður að mæta svona seint, en við höfum einfaldlega allt of oft mætt á tilsettum tíma og þurft að bíða klukkutímum saman eftir að dagskráin byrjaði.

Og kannski var verðlagningin þannig að við gerðum ráð fyrir nokkuð lengri dagskrá.. en aftur, þá er þetta kannski bara dæmi um hvað við erum mikið dottin úr tengslum.

Árshátíð Staka (og Símans)

Sameiginlega árshátíð Staka, Símans, Sensa og fleiri í Laugardalshöllinni.. smá upphitun í vinnunni. En mjög flott árshátíð og vel að verki staðið, fín stemming strax með Amabadama í anddyrinu yfir fordrykk.. eitthvað fór val á einhverju lagi fram hjá mér, og kannski minnir á hversu tónlistarsmekkur minn rímar lítið við annarra. Svo sem vel flutt lög, en ansi litlaust.

Maturinn fínn, mín steik reyndar allt of mikið steikt en Iðunnar (og að mér heyrist flestra annarra) eins og hún átti að vera.

Tilraunauppistand á Rokkbar

Kíkti á Tilraunauppistand á Rokkbarnum í Hafnarfirði, kom satt að segja skemmtilega á óvart.. fullt af atriðum, troðfullt hús og fín stemming.

Uppistandararnir voru auðvitað misjafnir, eins og gengur, en ekkert síðri en það sem ég hef séð “í útlandinu” á sambærilegum kvöldum – flutningurinn oftast fyrsta flokks, en efnið kannski mis-gott, kynnirinn (York?) sennilega samt bestur..