Laufey Rós, Austurbrún og matur

Iðunn og Andrés fóru með fjölskyldu Iðunnar í Austurbrún að byrja tiltekt og undirbúning á flutningi. Ég var að vinna, með annað augað á enska og íslenska boltanum.. reyndar bæði þegar leið á leikina.

Við Andrés fórum svo í afmælið til Laufeyju Rósar í Fögrubrekkunni, þar sem veitingarnar voru heldur betur að hætti hússins. Lilja saknaði Iðunnar þannig að hún kíkti aðeins við..

En svo í mat til Helga & Þóru, skemmtilegur forréttur og fullkomlega eldaður lax, smá Whisky eftir matinn, en entumst ekki lengi, enda ekki á dagskrá – þriðji dagur í röð hjá mér og Iðunn á öðrum degi.

Bjórgarðurinn

Tróð mér með Iðunni og vinnufélögum í heimsókn í Bjórgarðinn, ekki langt frá Fosshóteli..

Mjög skemmtilegur staður og frábær viðbót við bjórstaði bæjarins. Eiginlega alveg frábært að sjá hvern alvöru bjórbarinn af öðrum spretta upp út um allan bæ, Micro, Skúli, Mikkeler..

Þeir mættu reyndar (allir) stilla álagningunni örlítið í hóf, sérstaklega á litlu glösunum. Og það er eiginlega hálf fáránlegt að „happy hour“ virki þannig að stór drykkur sé orðinn ódýrari en lítill af sömu tegund, það væri örlítið rökréttara að hafa afslátt (hlutfallslegan eða krónutölu) á öllum bjórum.

En eins og ég segi, mjög skemmtilegur bar, 22 bjórar af krana og mjög skemmtileg samsetning. Við höfum smakkað flesta áður, en nokkrir voru nýir og komu skemmtilega á óvart.

Maturinn fær hins vegar fall einkunn.. ég pantaði eitthvað sem var kallað pylsa og hélt að ég væri að fá disk með pylsum að spænskum hætti. Ok, minn misskilingur og tók við réttinum með jákvæðu hugarfari. En þetta var bragðlaus íslensk pylsu með bragðlausu meðlæti (átti að vera döðlur, beikon og anda eitthvað muni ég rétt) og í þykku og þurru bragðlausu brauði. Tveir í hópnum pöntuðu ostasamloku og áttu ekki til orð yfir að hægt væri að klúðra ostasamloku. „Fish and chips“ fékk reyndar ágæt meðmæli hjá þeim sem pöntuðu.

Bjórgarðurinn - 3

Haustráðstefna Staka

fór fram í dag.. náði ekki öllum fyrirlesurum, en það sem ég sá og hef séð var greinilega vel þess virði. Fórum svo á Apótekið á eftir í mjög góðan fyrirfram ákveðinn matseðil. Þaðan á Skúla Craft Bar, alltaf jafn gaman að skoða skemmtilega bjóra þar.. og svo í smá póker, sem gekk svo sem allt í lagi.

Pool mót Staka

Árlegt Pool mót Staka í kvöld, smáréttir og bjór og freyðivín og rauðvín og hvítín heima hjá Jóni (og Jóhönnu) fyrir mót.

Ég átti titil að verja í mótinu, gerði mér ekki miklar vonir, hef verið aumur í öxl og nánast ekkert spilað þetta ár. En þetta gekk vel og mér tókst að hanga á titlinum, Guðjón Hrafn í öðru sæti og Hákon í því þriðja.

Fórum á Skúla Craft Bar eftir mót í eðalbjór og þaðan á Húrra í dúndrandi forritaðan hávaða.. þar sem okkur tókst að týna hvert öðru. Ég endaði reyndar í smá póker þegar leið á og gekk nokkuð vel.

Staki - Pool - Verðlaun - 2

Lokadagur IBC

Tók rölta-stefnulaust-um-IBC og sá svo sem margt spennandi, Kikira stóð upp úr.

Greip frekar ómerkilegan hamborgara áður en ég mætti á Leidseplein að hitta Jón, Jóhönnu og Iðunni. Við ákváðum að sleppa Adam og fara á „venjulegri“ stað, enda ágætur skammtur af framandi stöðum kominn í ferðinni.

Við völdum Vasso sem hefur oftast verið frábær, stundum ekkert sérstakur og einu sinni alls ekki góður. Byrjuðum reyndar á rykkránni De Dokter sem ekki hefur verið þurrkað af í yfir fjörutíu ár.. fengum okkur Texler bjór, nema Jóhanna greip hvítínv. Vasso var svo bókstaflega frábær, nauta carpaccio, trufflusveppasteik fyrir mig og aðrir ekki síður sáttir.

Við Iðunn gripum svo Ryan, Mike og Lindsay á barnum þeirra fyrir svefninn og sátum aðeins að sumbli með Lindsay og töluðum aðallega um tónlist.. hann reyndist fínasti trommari.

IBC á mánudegi

Dagurinn fór í IBC, aðallega að skoða kerfi fyrir íþróttagrafík.. og reyndar kíkja við hjá gömlum kunningjum og samstarfsaðilum. Við Jón gripum smá sushi seinni partinn en fórum svo að hitta Iðunni og Jóhönnu á Rembrandtplein.

Amsterdam - IBC helgi - 7

Um kvöldið fórum við á nokkuð sérstakan stað, Senses, að mörgu leyti fínn staður, en þunglamaleg þjónusta og ruglingur á pöntunum voru ekki að hjálpa.. maturinn þokkalegur, en ekki mikið meira, þannig að fínn staður, en kannski ekki alveg að standa undir væntingum eða samanburði við bestu staðina sem við höfðum dottið inn á.

En ég svef lítið um nóttina, vaknaði við að vera bitinn af einhverjum pöddum, sennileg moskító.. í annað skiptið í ferðinni á hóteli í Amsterdam. Ofnæmisviðbrögðin auðvitað þau sömu og var nokkra daga að hverfa, með tilheyrandi Histasin áti og Hydrocortison.

 

Aftur til Amsterdam

Þá var komið að IBC í Amsterdam, tékkuðum út af Best Western í Gouda, tékkuðum inn á  A Train Hotel, rétt hjá aðal lestarstöðinni í Amsterdam. Skemmtilega innrétt hótel sem er allt skreytt eins og lest.. en frekar lítið og allt of dýrt.

Kíkti aðeins á IBC, hitti Jón, en vorum ekki lengi.

Jón hafði bókað mat á Guts & Glory um kvöldið og sá stóð undir væntingum, fengum tilbúinn sex rétta matseðil þar sem hver réttur var bæði skemmtilega samsettur og spennandi. Þeir voru eingöngu með fiskrétti og höfðu verið með síðustu þrjá mánuði. Á miðvikudag tekur svo við þriggja mánaða törn, eingöngu með kjötréttum.

Gripum bjór á EuroPub eftir matinn, hittum Jens, frænda Barða.. og Árna Finns..

Gouda

Ég var svo á leiðinni á IBC í Amsterdam, en hótelverðin voru þannig að við ákváðum að taka eina nótt í Gouda, sem við vorum nokkuð hrifin af í fyrra, Gouda er skemmtilegur bær, nokkurs konar dúkkuhúsabær. En við vorum frekar seint á ferð, enda nokkur akstur frá Cottbus og létum nægja að mæta á ítalskan stað og stoppa á tveimur börum eftir matinn.

Cottbus

Í einhverjum vitleysisgangi hafði ég pantað hótel, Radisson Blu, í Cottbus, fann tilboð og hafði heyrt vel af þessu látið. Það tók ekki langan tíma að keyra frá Berlín og við fórum niður í nokkuð skemmtilegan lítinn miðbæ þar sem við fengum frábæra smárétti með ágætis úrvali af bjór. Eitthvað riðluðust upphaflegar áætlanir þannig að við fórum í sauna á hótelinu og fengum okkur að borða á veitingastað hótelsins. Fínn matur, flott þjónusta og maturinn hefði verið enn betri ef kokkurinn hefði verið örlítið sparsamari á saltið.

Cottbus - 5 Cottbus - 10

Sátum svo að sumbli fram eftir kvöldi á hótelbarnum, enda mátti reyka inni..