Greinasafn fyrir merki: Amsterdam

Amsterdam, IBC+ 2019

Ég bókaði flug og tók frá hótel með góðum fyrirvara þegar ég átti von á að eiga eitthvert erindi á IBC. Það fór reyndar þannig að ég átti lítið erindi, en við ákváðum að Iðunn kæmi líka og að við myndum kíkja til Amsterdam

Föstudagur

Við flugum í sitt hvoru lagi til Amsterdam, Iðunn klukkutíma á eftir mér, þannig að hún drakk aukabjór í Keflavík og ég drakk aukabjór í Amterdam.

Amsterdam - 103-1

Það tók smá stund að finna leigubílinn sem fylgdi hótelinu, fínasta hótel..
Svo yfir á Brouwerij ‘t IJ bjórgjarðinn í smakk og meiri bjór.

Svo niður í bæ, smá stopp á Dam, svo á De Wildeman og þá matur á Il Vecchio Pacioccone. fengum okkur fína forrétti, svo eina nautasteik saman sem við náðum ekki að klára.
En Iðunn var orðin lúin og ég þurfti að skipta um skyrtu eftir rauðvíns yfirhellingu.

Iðunn fór að sofa um tíu, ég fór á smá flakk, De Bekeerde Suster, „skrifstofuna“ þar sem ég hitti slatta af liði… svo í smá póker á Holland Casino þar sem ég tapaði 50 evrum í restina, frekar ósanngjarnt að mér fannst.

Laugardagur

Við byrjuðum daginn með morgunmat á hótelinu, reyndar smá rugl á pöntuninni, en svo yfir á IBC, svo sem ekki mikið spennandi, en BBC var með áhugaverða tilraunastarfsemi, flottir risa 8K skjáir, hitti RtSoftware.. en annars ekkert sérstaklega spennandi.

Þannig að ég dreif mig niður í bæ, fann Iðunni í bjór á Dam horninu, svo yfir í bjór á einni brúnni og annar á Proeflokaal Arendsnest.

Amsterdam - 201-1.jpg

Kíktum upp á hótel áður en við fórum á Mr Porter, með smá viðkomu á Kiterion, en maturinn frábær á Mr Porter, ma. nautasteik með Foie Gras, þjónustan til fyrirmyndar og umhverfið flott, en óþolandi hávær „teknó“ tónlist. Voum kannski aðeins of dugleg í kokteilum og Whisky drykkju.

En yfir á „skrifstofuna“ (Eruopub) þar sem við hittum aftur eitthvað af fólki, svo á barinn sem Rt Software sátu á, og sátum að sumbli fram eftir.

Sunnudagur

Ég var aðeins lúinn, en Iðunn fór snemma af stað, rétt náði flugi eftir að hafa verið í vandræðum með að borga leigubílinn.

Ég tók smá rölt um bæinn, fann nýtt brugghús, Prael, á besta stað, finn bjór og ótrúlegt að hafa ekki fundið áður. Tók reyndar einn Heineken við síkið áður.

Amsterdam - 301-1

Einn Kwak Cafe Belgique áður en ég fór upp á flugvöll, frekar tæpur á tíma en þetta hafðist.

Þurfti svo að bíða talsvert í Keflavík eftir Iðunni, vissi það reyndar fyrir, en fluginu hennar seinkaði þannig að biðin varð eitthvað lengri. Horfði á restina á Breiðablik-Valur í kvennaboltanum, í símanum, þar sem Blikar jöfnuðu á síðustu sekúndu.

IBC 2018

Kíkti á IBC í Amsterdam enn eitt árið, ekki mörg verkefni, en eitt og annað kom upp og vonandi var ferðin „réttlætanleg“.

Ég nýtti mér Saga Lounge aðganginn í morgunmat, en var ekki lengi, enda Gummi á flugvellinum. Flugvélin þurfti að bíða í tvo tíma, fyrst var tilkynning um bilun í hreyfli, skipt um tölvubúnað og allt í lagi. Vélin fór þannig tæpum tveimur tímum seinna í loftið en til stóð, en lenti rúmlega klukkutíma seinna, eða 14:15, var samt kominn á In De Wildeman 15:00.

Ég var rétt að panta fyrsta bjórinn þegar Guðjón Hrafn hringdi og sagði mér fréttirnar af ISAL, þeas. að hætt hefði verið við söluna til Hydro.

Í öllu falli… upp á RHO hótel við Dam eftir tvo bjóra og smárétt á Wildeman og svo bjórflakk þar til kom að kvöldmat á Jansz. Lagði mig eftir matinn í nokkra klukkutíma og kíkti svo á EuroPub og Cafe Belgique og fleiri bari fyrir svefninn.

Á laugardeginum greip ég nýja lest beint upp á RAI og dagskráin hófst með fundi með Árna, Jóni Ívars og Kára frá Sýn með RtSoftware. Heimsótti fullt af fyrirtækjum, svona af gömlum vana, en lítið spennandi. Tveir bjórar „á ströndinni“ en búinn með dagskrána snemma og fór niður í bæ. Kíkti á Temple og De Bekeerde Suster á meðan ég horfði á fótbolta í símanum.

Svindlaði svoa aðeins á reglunni að fara bara á nýja veitingastaði og fór á Savini. Horfði svo á bikarúrslitaleik Breiðabliks og Stjörnunnar, svekkjandi tap í vítakeppni. Fór á Casino sem var ferð til 90 Evra fjár áður en datt aftur í bæinn í nokkra loka bjóra.

Sunnudagurinn fór svo aðallega í að reyna að sjá eitthvað nýtt og spennandi – en varð að mestu fyrir vonbrigðum. Hætti snemma og fór á bjórrölt áður en ég fór á Mr. Porter, verulega flottan veitingastað á 6. hæð (og glæsilegu útsýni) í miðbænum.

Amsterdam - IBC - 9-1

Einn bjór í miðbænum og svo upp á hótelið í Hoofdorp, ekki langt frá Schiphol. Einn bjór og einn gin & tónik fyrir svefninn… sem sagt frekar léleg frammistaða.

Heim á hádegi á mánudegi, kominn heim seinni partinn.

Sumarfrí 2018, Krít (og Amsterdam)

Við ákváðum að sleppa því að fara til Rússlands á HM og taka þess í stað gott „leti“ sumarfrí, þeas. gera nákvæmlega ekki neitt annað en að liggja í leti, lesa, drekka bjór, borða góðan mat og drekka eitthvað annað en bjór!

Stutta útgáfan er að þetta gekk fullkomlega eftir.

Megnið af tímanum var á Stalida (eða Stalis, hvort tveggja virðist vera rétt) ströndinni á Krít. Þar vorum við ótrúlega heppin með hótel, Talgo Beach. Við fengum tveggja hæða íbúð, með tvennum svölum, alveg við ströndina, frábær morgunmatur á hverjum degi og þjónustan eins og við værum með einkaþjón. Alveg sama hvað var, þau voru alltaf á tánum – eigendurnir, gríska Marianne og Peter hinn þýski voru alltaf klár – en mest mæddi samt á Aldo frá Albaníu. Hvað sem við þurftum og þurftum ekki, setti handklæðin á stólana á ströndinni, kom hlaupandi með bjór þegar okkur þóknaðist – og bætti oftar en ekki heimagerðu salati á brauði með.

20180817_123617-01

Tíminn þarna fór einfaldlega í að vakna í morgunmat, út á strönd, snarl og kaffi seinni partinn, fordrykkur á svölunum, út að borða um kvöldið, meiri bjór eða kokteilar og svo smástund úti á svölum fyrir svefninn.

Tíminn sem við sátum úti á svölum í fordrykk fyrir kvöldmat og svo síðasta drykk fyrir svefninn er kannski hvað eftirminnilegastur, stórkostlegt útsýni og skemmtilegur félagsskapur!

2018-08-03 20.03.02Almennt séð þá vorum við ekkert rosalega hrifin af veitingastöðunum, gríski maturinn einfaldlega ekkert sérstaklega spennandi og vín hússins, sem oft voru það eina sem var í boði, hálf döpur.

Hvítvínin voru þokkaleg, jafnvel ágæt, rósavínin sluppu en rauðvínin oftar en ekki ódrekkandi – þeas. þegar við fengum vín hússins. Á stöku stað mátti panta flösku og það munaði talsvert miklu. Við fundum svo barinn Street 38, en barþjónninn þar átti heldur ekki orð yfir hversu illa veitingastaðirnir stæðu sig í að bjóða upp á góð staðarvín.. og leyfði okkur að smakka ágætis rauðvín frá Krít. En jafnvel góðu rauðvínin eru frekar sæt og kannski ekkert rosalega spennandi, amk. ekkert sem við þurftum að taka með heim. Bjórúrvalið var takmarkað, gríski bjórinn svo sem fínn, en einhæfur til lengdar og nánast ekkert annað í boði, Amstel og Heineken fengust sums staðar en ekkert sérstaklega líkir nöfnum þeirra í Hollandi. Jú, Guinness og John Smith fengust í dósum, en…

Af veitingastöðunum var helst að við færum á ítölsku staðina, Amici, sem var frábær, Di Marino, sem var vel yfir meðallagi, og kínverska Jasmin, sem var fínn. Grísku Jannis, Maria’s og Maistrali voru kannski bestir af þeim grísku.

Við áttum nokkra uppáhaldsbari, Baya var fínn í lok kvölds fyrir kokteila og horfa á íslenska boltann í sjónvarpi Símans. Amudi var skemmtilegur, ágætur Mojito og hundur sem móðgaði Iðunni reglulega…

Og ekki má gleyma kaffibarnum, eða réttara sagt bakaríinu, Flavour, rétt fyrir ofan hótelið, sem við heimsóttum daglega til að fá frábært kaffi, Iðunn gjarnan með tvo Latte á meðan ég lét einn Cappuccino duga.

Við létum bæjarrölt að mestu leyti eiga sig, en almennt var frekar ódýrt að kaupa inn, föt, snyrtivörur ódýr – og stór bjór kannski á 1,50 Evrur á börunum.

Jú, við fórum í tælenskt nudd, ég var frekar illa haldinn eftir á en Iðunn mjög sátt.

Annars flugum við flugum til Oslóar miðvikudaginn 1. ágúst, gistum á flugvallarhóteli, Clarion, sem var ekkert sérstaklega nálægt flugvellinum, það bættust um 50% ofan á gistinguna í ferðir. Hótelið, þó það væri fjögurra stjörnu, var þar fyrir utan í endurnýjun og margt takmarkað, ekkert að fá að borða þegar við komum um eitt leytið, ekki einu sinni „room service“. Sem betur hafði ég gripið einhverja samloku á flugvellinum, og jú, það fylgdi lítil rauðvínsflaska. Þá var herbergið heitt og loftlaust, engin loftræsting og iðnaðarmennirnir sem voru að vinna að endurbótum höfðu gleymt að ryksuga.

Í öllu falli þá fórum við til Krítar seinni partinn næsta dag, lentum í Heraklion frekar seint og fórum beint inn á hótel þar sem við gistum áður en við fórum til Stalida. Náðum örstuttu bæjarrölti fyrir svefninn, gripum einn bjór á ströndinni og annan í hverfisbar hótelsins. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur af flugvellinum inn á Atrion hótelið í Heraklion hafði átt íslenskan æskuvin, Björn, var nokkuð ræðinn og skemmtilegur þannig að við sömdum við hann um að skutla okkur til Stalida daginn eftir, enda sagðist hann uppalinn þar. Hann ætlaði nú samt aldrei að finna hótelið okkar þegar þangað kom.

Við fórum einn daginn til Malia, fannst ekki spennandi og stoppuðum ekki lengi.

Svo var búið að segja okkur að það væri eiginlega skylda að heimsækja Santorini. Helga Jóna & Óskar voru líka á Krít, en um tvo og hálfan tíma frá okkur. Fyrst hljómaði rosalega spennandi að vera í fríi „á sama stað“ en svo kveiktum við á að þetta var kannski svolítið eins og að vera í London annars vegar og Manchester hins vegar. En þau höfðu ákveðið að fara til Santorini, þannig að við stilltum okkur á að fara sama dag reyna að hitta á þau. Skondin tilviljun að ég hafði einmitt geymt mér að lesa Blóðengil hans Óskars og tók líka Hilmu til endurlestrar, einu tvær bækurnar sem ég var með fyrir utan Kyndilinn.

Við þurftum að leggja af stað um sjö um morguninn, grípa rútu 7:25, ferjan lagði af stað 9:30 og var komin um 13:00. Þá tók við smá bið eftir rútu sem loksins skilaði okkur til Oia. Og þar smellpassaði að hitta Helgu Jónu & Óskar og „fjölskyldu“ í mat. Eftir það var eiginlega kominn tími til að fara í rútu (bíða og leita) og fara til Fira. Það tók sinn tíma að komast af stað, við náðum einum bjór og einum Hendricks Gin og Tónik áður en við þurfum að fara aftur að leita og bíða eftir rútu. Sú rúta fór með okkur aftur í ferjuna, þar tók við sigling og önnur rúta, þannig að við vorum ekki komin heim á hótel fyrr en eitthvað eftir miðnætti. Í ferjunni var ansi dapur morgunmatur og kvöldmatur, en dugði svo sem til að halda í okkur lífi.

Virkilega gaman að koma til Santorini og frábært að hitta Helgu Jónu & Óskar en mikið svakalega var þetta lítið hlutfall af Santorini – við náðum kannski þremur tímum á staðnum á móti fimmtán tímum í rútum og ferjum.

Á heimleiðinni stoppuðum í Amsterdam, komum seint á föstudeginum, Sheraton hótelið frábært, sérstaklega rúmið, en allt lokað þegar við komum. En þau vísuðu okkur á opna veitingastaði á flugvellinum sem björguðu okkur.

Hina tvo dagana gistum við á Krasnapolsky, sem er auðvitað alvöru hótel, þjónustan frábær, morgunmaturinn dugar sem hádegismatur og staðsetningin frábær, sparar talsverðan tíma (og pening) í ferðir.

Það kom í ljós að Stefán Freyr var á ferðinni í gegnum Amsterdam, frá Maastricht til Stokkhólms. Hann þekkti ekki vel til baranna í Amsterdam þannig að við höfðum verk að vinna, nokkrir eðal bjórbarir heimsóttir og svo lauk ferðinni á Whisky barnum. Um kvöldið stóð Vasso ekki alveg undir væntingum, ég fékk fína steik en Iðunn óheppin.

Sunnudagurinn fór í búða- og blómamarkaðsráp.. með tilheyrandi bjórstoppum.

20180819_193429-01

En Kobe nautasteik um kvöldið á Toro Dorado – ég var ekki að kunna að meta hana, en Iðunni fannst hún frábær, þannig að við skiptum og ég fékk fínustu nautasteik.

Mánudagurinn var svo hefðbundin skipulag á pökkun vegna yfirvigtar, út á flugvöll á síðustu stundu og svo að hanga lengi að bíða eftir að komast í vélina.

Hér er svo eitthvað af myndum.

Amsterdam áfram

Við dunduðum okkur svo við að rápa á milli bara, búða og fara svo á veitingahús á kvöldin frá mánudegi til miðvikudags, meðal annars á In De Wildeman og Café Belgique.

Amsterdam - kvöld

Ekki hægt að segja að okkur hafi leiðst mikið í Amsterdam, þó dagskráin hafi ekki verið flóknari en þetta. Iðunn hætti við að láta laga Fræbbbla-tattóið, en fann skó tegund sem hún var búin að leita að lengi.

Við fundum tvo nýja og spennandi bjórbari,  Proeflokaal Arendsnest sem er með 52 hollenska bari á krana.

Beer Temple var svo að mestu með bandaríska bjóra og nokkra belgíska.. þar með talið Westvleteren, en átti ekki þegar á reyndi.. en benti mér á búð sem seldi. Ekki beinlínis gefins, en ég keypti fjóra!

Konungsríkið Ísland

Eitthvert Íslands-þema var í gangi á þessum börum. „Vertinn“ á Aendsnest sýndi okkur mynd af skjaldarmerki sem hann hafði fundið þar sem hann bjó, Konungsríkið Ísland. Á Beer Temple var hópur að ræða um Ísland og þegar við færðum okkur út var annar hópur að tala um ferðir til Íslands og einn úr hópnum að lýsa því þegar hann hafði unnið á Íslandi við að keyra fatlaða.

Við fórum á Teppanyaki Sazanka á Okura hótelinu á mánudagskvöldinu, ógleymanleg upplifun en kannski ekki alveg eins og 2015, kannski hitti þannig á, kannski er endurtekningin aldrei eins mikil upplifun.

Á þriðjudagskvöldinu fórum við svo á Silveren Spiegel, fínn matur og margir skemmtilegir réttir, kostuðu nú samt sitt og Iðunni fannst aðalrétturinn ekki spennandi.

Og fyrir flugið á miðvikudagskvöldið fórum við á indverska Indrapura, frábær matur og öðru vísi, en sennilega hentar staðurinn betur í hóp og fjölda rétta.

Amsterdam, einu sinni enn

Mér telst svo til að þetta hafi verið sautjánda heimsóknin mín til Amsterdam. Það fer reyndar aðeins eftir því hvernig er talið, í einni ferðinni byrjuðum við langa helgi í Amsterdam, fórum svo til Berlínar og enduðum aftur á langri helgi í Amsterdam… ég tel það sem tvær heimsóknir.

Í þetta skiptið var Norður Evrópu mót Deloitte í fótbolta og ég mætti lítið sofinn í flug klukkan 6:00. Frekar þröngt í vélinni og ég náði lítið að sofna.. en var kominn á hótelið, Caransa við Rembrandtplein um hádegi og náði aðeins að hvílast.. það var móttaka við hliðina á hótelinu og svo einhvers konar partý seinna um kvöldið. Iðunn komst eftir smáhremmingar um hálf tíu og við fórum að borða.

Amsterdam - Rembrantdplein - 2

 

 

Amsterdam, sunnudagur

Ákvað að sleppa IBC, búinn að sinna því sem ég ætlaði að sinna og átti eftir að kíkja á nokkra staði.. til dæmis að drekka meiri bjór.

Meiri vindlar, eitthvað af fötum, líkjör á Wynand Fockink (sem ég veit ekki enn hvernig er borið fram) og eitthvert smádót.

Dundaði mér aðeins á  De Bekeerde Suster, kíkti á markað á torginu þar, allt í lagi kínverkst nudd og svo nautasteik á Gaucho, fín en eitthvað lítið spennandi.

Einn bjór í viðbót á Café Belgique og svo upp á hótel. Ég hafði hugsað mér að nýta nýja leigubílaþjónustu, Abel, enda átti ég afsláttarkóda – þeir eru hins vegar mjög dýrir ef maður vill vera kominn á réttum tíma, var orðinn of seinn í lest þannig að ég pantaði Uber.

Lítið að gera á Schiphol, innritun og leit gengu hratt fyrir sig, en það var bókstaflega allt lokað þegar ég var kominn inn. Flugið fínt og þjónustan bara vel yfir meðallagi, flaug með IcelandAir í þetta skiptið.

Amsterdam, laugardagur, IBC

Var rosalega þreyttur áður en ég fór að sofa, ákvað að slökkva á vekjaraklukkum og leyfa svefninum að hafa sinn gang. Enda svaf ég eins og steinn, svaf vel út en ekkert óheyrilega lengi. Morgunmatur á nálægum veitingastað og svo á IBC. Náði að heimsækja þokkalega mörg fyrirtæki, mikil þróun, betra streymi, meira gagnamagn, meiri upplausn, stærri skjáir og almennt svona frekar stöðugt framhald og fyrirtækin að ná hvert öðru.

360 gráðu myndavélar voru alls ráðandi í „Future Zone“ en eins flott og þetta er, hvort sem það eru hjálmar, hanskar eða kúlur.. þá sé ég ekki gagnið í framtíðinni.

Náði restinni af Arsenal-Southampton, fór á Paste e Basta og fékk frábæran mat, eðal þjónustu og alvöru stemmingu – þjónarnir skiptast á að syngja!

Svo upp á hótel í Sauna  og pott, datt inn á frekar undarlegan bar, fann engan frá RT Software en hitti Árna á EuroPub… Árni var hins vegar á leiðinni heim.  De Bekeerde Suster var lokuð þannig að þrátt fyrir að nenna ekki í Casino datt ég nú samt þangað, tapaði 50 Evrum í póker fyrir óþolandi heppnum náunga sem ætlaði að tudda mér út með tvær fimmur á móti mínum tveimur drottningum.. og gaurinn datt einmitt um þriðju fimmuna.

En, þarf svo sem ekki að kvarta, er í fínum plús á Casino heimsóknum.

Þaðan á LB Whisky barinn, þeir státa sig af hátt í þrettán hundruð tegundum af Whisky en áttu ekkert handa mér fyrr en í áttundu tilraun. Rölti svo upp á hótel í rigningunni, hafði hugsað mér að grípa einhvers konar rusl fæði en borgin var búin að loka.

Amsterdam, föstudagur

Tíunda ferðin á IBC í Amsterdam..

Alltaf gaman að koma til Amsterdam og alltaf sérstakt að mæta á IBC.

Hótelið, Grand Hotel Amrath, var fimm stjörnu, gamaldags og eðal hótel út í gegn, frábær þjónusta, flott þjónust og allt til alls, frítt á mini-bar, sauna, heitur pottur, sloppar og inniskór.

Ég þurfti aðeins að sinna annarri vinnu og það tók því ekki að fara á sýninguna.

Byrjaði á De Bekeerde Suster, þaðan að kaupa vindla hjá Hajenius, yfir á Pilsener Club þar sem ég hitti Árna Finns á rölti – við fengum okkur að sjálfsögðu bjór.

Hugmyndin var að prófa nú nýja veitingastaði í þessari ferð, en þeim á franska staðnum Bord’Eau var skemmt þegar ég kom og hélt að ég gæti fengið borð fyrirvaralaust. Þannig að ég rölti á Vasso, sem var ekki langt undan, og fékk frábæran mat. Kíkti við á EuroPub en fann engan sem ég þekkti (skilst reyndar að Árni hafi verið þarna) en datt svo á Café Belgique í bjór, þaðan á In De Wildeman í bjór og svo í meiri bjór á nálægan bar með Jason og Lindsay frá RT Software. Við sátum eitthvað fram eftir kvöldi en heilsan var ekkert rosalega þannig að við hættum til þess að gera snemma. Samt, einn bjór á  De Bekeerde Suster fyrir svefninn.

Heim frá Amsterdam

Við tókum Krasnapolsky morgunmatinn aftur alvarlega áður en við „tékkuðum“ okkur út. Við kíktum í vindlabúðina Hajenius við Rokin, ómissandi að koma þar við þegar Amsterdam er heimsótt, þaðan í lítinn bjór á óþekktum bar og svo ákváðum við að stefna á túlípanasafnið og prófa hollenskar pönnukökur, sem afgreiðslumaður í Desigual hafði sagt Iðunni að væru bestu pönnukökur í bænum. Pönnukökurnar voru ekki að heilla okkur en við keyptum nokkra túlípanalauka og fundum nýjan bar, Café Belgique opnaði ekki fyrr en þrjú og allt í lagi að prófa eitthvað nýtt. Í þetta sinn barinn De Drie Fleschjes sem sérhæfir sig í Genever en okkur fannst full snemmt að byrja á sterkum drykkjum fyrir þrjú, sögðumst kannski koma seinna, en þjónninn sagði að þeir lokuðu hálf-sjö. Eitthvað þótti mér þetta takmarkaður opnunartími, en hann útskýrði að þetta hefði virkað vel í 360 ár og það væri engin ástæða til að breyta til. En fundum enn einn skemmtilegan bar í bænum..

Ég uppgötvaði hins vegar að vindlapakkinn var horfinn, brunaði á pönnukökustaðinn og þau höfðu fundið og geymt.

Næsta mál var svo bar við hliðina á Krasnapolsky sem sérhæfir sig í líkjörum, Wynand Fockink… ég eiginlega þorði ekki að spyrja hvernig á að bera nafnið á barnum fram. En það er í rauninni stór undarlegt að ég hef aldrei haft hugmynd um þennan bar þrátt fyrir margar heimsóknir til Amsterdam og þrátt fyrir að hafa oft gist þarna í nágrenninu. En TripAdvisor benti á staðinn sem var mjög skemmtilegur – og sá sem afgreiddi okkur var svo enn skemmtilegri. Við fengum alls kyns smakk og mér var falið að kaupa einhvers konar jólalíkjör þegar ég verð næst á ferðinni.

Síðasti bjórinn var svo með góðum vindli á De Bekeerde Suster áður en við fórum í alvöru nautasteika á Gaucho við Spuistraat. Og svei mér þá ef það toppaði ekki ferðamatinn.. frábær steik, rétt elduð, fín sósa og ágætis meðlæti. Við skiptum Parma skinku og geitaosti á milli okkar og ég fékk mér (óvart) einhvern pönnuköku eftirrétt, sem var eiginlega bara nokkuð góður og pönnukakan talsvert betri en á pönnukökuhúsinu. Það eina sem klikkaði var kaffið, „espresso macchiato“ var heit mjólk sem hafði kannski verið við hliðina á kaffibaununum.

En svo upp á Schiphol. Ég kemst enn ekki yfir ruglingslegar upplýsingar um lestarferðirnar, en þetta hafðist og við komumst um borð, en vélin var víst yfirbókuð og ekki alveg ljóst hvað það þýddi að vera á „standby“.. og veit ekki enn, en eftir nokkra seinkun komumst við um borð.

Flugið heim var svo til þess að gera áfallalaust og töskurnar komu fljótt þrátt fyrir viðvaranir um að við gætum þurft að bíða.

Amsterdam - Gravenstraat.jpg

 

Amsterdam

Við sváfum þokkalega lengi og fórum í alvöru morgunmat á hótelinu, þetta er, held ég eina hótelið sem býður upp á freyðivín í morgunmat. Við tókum morgunmatinn alvarlega og gerðum honum góð skil. Þá tók við smá búðaráp með góðum stoppum í bjór.. The Pilsener Club og In De Wildeman.

Við höfðum svo frétt að Helga & Steinar væru í stuttu stoppi og mæltum okkur mót á Rembrandtplein. Eftir nokkra bjóra með þeim og ferðafélögum þeirra, þeim Dísu & Pétri fórum við í mat á Indrapura, indónesískan stað við Rembrandt torgið. Maturinn frábær og talsvert skemmtilegar fram borinn en svipaður matur á Kantjil & De Tijger, kannski ekki ósvipuð eldamennska. En ótrúlega margir frábærir réttir – og fyrir mig, sem hafði verið til þess að gera óheppinn með mat – besti matur ferðarinnar. Þá var frábært að hitta Helgu & Steinar og gaman að kynnast Dísu & Pétri. En þau voru á leiðinni í flug og við Iðunn fórum á meira rölt, fyrst á lítinn bar (á meðan regnskúr gekk yfir), svo yfir á Leidseplein þar sem við fengum okkur meiri bjór á írska barnum Hoopman, þaðan á L&B Whisky barinn í tvo stutta drykki en ákváðum svo að þetta væri að verða gott. Tókum reyndar einn bjór á Zwart, barinn á horninu á Dam sem er ekki með merkilegan bjór, frekar dýran.. en er auðvitað rosalega skemmtilega staðsettur. Við lukum drykkjuferðinni á hótelbarnum í Gin og Tonic og vindlum.Amsterdam - Whisky LB