Laufey Rós, Austurbrún og matur

Iðunn og Andrés fóru með fjölskyldu Iðunnar í Austurbrún að byrja tiltekt og undirbúning á flutningi. Ég var að vinna, með annað augað á enska og íslenska boltanum.. reyndar bæði þegar leið á leikina.

Við Andrés fórum svo í afmælið til Laufeyju Rósar í Fögrubrekkunni, þar sem veitingarnar voru heldur betur að hætti hússins. Lilja saknaði Iðunnar þannig að hún kíkti aðeins við..

En svo í mat til Helga & Þóru, skemmtilegur forréttur og fullkomlega eldaður lax, smá Whisky eftir matinn, en entumst ekki lengi, enda ekki á dagskrá – þriðji dagur í röð hjá mér og Iðunn á öðrum degi.