Lokadagur IBC

Tók rölta-stefnulaust-um-IBC og sá svo sem margt spennandi, Kikira stóð upp úr.

Greip frekar ómerkilegan hamborgara áður en ég mætti á Leidseplein að hitta Jón, Jóhönnu og Iðunni. Við ákváðum að sleppa Adam og fara á „venjulegri“ stað, enda ágætur skammtur af framandi stöðum kominn í ferðinni.

Við völdum Vasso sem hefur oftast verið frábær, stundum ekkert sérstakur og einu sinni alls ekki góður. Byrjuðum reyndar á rykkránni De Dokter sem ekki hefur verið þurrkað af í yfir fjörutíu ár.. fengum okkur Texler bjór, nema Jóhanna greip hvítínv. Vasso var svo bókstaflega frábær, nauta carpaccio, trufflusveppasteik fyrir mig og aðrir ekki síður sáttir.

Við Iðunn gripum svo Ryan, Mike og Lindsay á barnum þeirra fyrir svefninn og sátum aðeins að sumbli með Lindsay og töluðum aðallega um tónlist.. hann reyndist fínasti trommari.