Greinasafn fyrir merki: IBC

Amsterdam, IBC+ 2019

Ég bókaði flug og tók frá hótel með góðum fyrirvara þegar ég átti von á að eiga eitthvert erindi á IBC. Það fór reyndar þannig að ég átti lítið erindi, en við ákváðum að Iðunn kæmi líka og að við myndum kíkja til Amsterdam

Föstudagur

Við flugum í sitt hvoru lagi til Amsterdam, Iðunn klukkutíma á eftir mér, þannig að hún drakk aukabjór í Keflavík og ég drakk aukabjór í Amterdam.

Amsterdam - 103-1

Það tók smá stund að finna leigubílinn sem fylgdi hótelinu, fínasta hótel..
Svo yfir á Brouwerij ‘t IJ bjórgjarðinn í smakk og meiri bjór.

Svo niður í bæ, smá stopp á Dam, svo á De Wildeman og þá matur á Il Vecchio Pacioccone. fengum okkur fína forrétti, svo eina nautasteik saman sem við náðum ekki að klára.
En Iðunn var orðin lúin og ég þurfti að skipta um skyrtu eftir rauðvíns yfirhellingu.

Iðunn fór að sofa um tíu, ég fór á smá flakk, De Bekeerde Suster, „skrifstofuna“ þar sem ég hitti slatta af liði… svo í smá póker á Holland Casino þar sem ég tapaði 50 evrum í restina, frekar ósanngjarnt að mér fannst.

Laugardagur

Við byrjuðum daginn með morgunmat á hótelinu, reyndar smá rugl á pöntuninni, en svo yfir á IBC, svo sem ekki mikið spennandi, en BBC var með áhugaverða tilraunastarfsemi, flottir risa 8K skjáir, hitti RtSoftware.. en annars ekkert sérstaklega spennandi.

Þannig að ég dreif mig niður í bæ, fann Iðunni í bjór á Dam horninu, svo yfir í bjór á einni brúnni og annar á Proeflokaal Arendsnest.

Amsterdam - 201-1.jpg

Kíktum upp á hótel áður en við fórum á Mr Porter, með smá viðkomu á Kiterion, en maturinn frábær á Mr Porter, ma. nautasteik með Foie Gras, þjónustan til fyrirmyndar og umhverfið flott, en óþolandi hávær „teknó“ tónlist. Voum kannski aðeins of dugleg í kokteilum og Whisky drykkju.

En yfir á „skrifstofuna“ (Eruopub) þar sem við hittum aftur eitthvað af fólki, svo á barinn sem Rt Software sátu á, og sátum að sumbli fram eftir.

Sunnudagur

Ég var aðeins lúinn, en Iðunn fór snemma af stað, rétt náði flugi eftir að hafa verið í vandræðum með að borga leigubílinn.

Ég tók smá rölt um bæinn, fann nýtt brugghús, Prael, á besta stað, finn bjór og ótrúlegt að hafa ekki fundið áður. Tók reyndar einn Heineken við síkið áður.

Amsterdam - 301-1

Einn Kwak Cafe Belgique áður en ég fór upp á flugvöll, frekar tæpur á tíma en þetta hafðist.

Þurfti svo að bíða talsvert í Keflavík eftir Iðunni, vissi það reyndar fyrir, en fluginu hennar seinkaði þannig að biðin varð eitthvað lengri. Horfði á restina á Breiðablik-Valur í kvennaboltanum, í símanum, þar sem Blikar jöfnuðu á síðustu sekúndu.

IBC 2018

Kíkti á IBC í Amsterdam enn eitt árið, ekki mörg verkefni, en eitt og annað kom upp og vonandi var ferðin „réttlætanleg“.

Ég nýtti mér Saga Lounge aðganginn í morgunmat, en var ekki lengi, enda Gummi á flugvellinum. Flugvélin þurfti að bíða í tvo tíma, fyrst var tilkynning um bilun í hreyfli, skipt um tölvubúnað og allt í lagi. Vélin fór þannig tæpum tveimur tímum seinna í loftið en til stóð, en lenti rúmlega klukkutíma seinna, eða 14:15, var samt kominn á In De Wildeman 15:00.

Ég var rétt að panta fyrsta bjórinn þegar Guðjón Hrafn hringdi og sagði mér fréttirnar af ISAL, þeas. að hætt hefði verið við söluna til Hydro.

Í öllu falli… upp á RHO hótel við Dam eftir tvo bjóra og smárétt á Wildeman og svo bjórflakk þar til kom að kvöldmat á Jansz. Lagði mig eftir matinn í nokkra klukkutíma og kíkti svo á EuroPub og Cafe Belgique og fleiri bari fyrir svefninn.

Á laugardeginum greip ég nýja lest beint upp á RAI og dagskráin hófst með fundi með Árna, Jóni Ívars og Kára frá Sýn með RtSoftware. Heimsótti fullt af fyrirtækjum, svona af gömlum vana, en lítið spennandi. Tveir bjórar „á ströndinni“ en búinn með dagskrána snemma og fór niður í bæ. Kíkti á Temple og De Bekeerde Suster á meðan ég horfði á fótbolta í símanum.

Svindlaði svoa aðeins á reglunni að fara bara á nýja veitingastaði og fór á Savini. Horfði svo á bikarúrslitaleik Breiðabliks og Stjörnunnar, svekkjandi tap í vítakeppni. Fór á Casino sem var ferð til 90 Evra fjár áður en datt aftur í bæinn í nokkra loka bjóra.

Sunnudagurinn fór svo aðallega í að reyna að sjá eitthvað nýtt og spennandi – en varð að mestu fyrir vonbrigðum. Hætti snemma og fór á bjórrölt áður en ég fór á Mr. Porter, verulega flottan veitingastað á 6. hæð (og glæsilegu útsýni) í miðbænum.

Amsterdam - IBC - 9-1

Einn bjór í miðbænum og svo upp á hótelið í Hoofdorp, ekki langt frá Schiphol. Einn bjór og einn gin & tónik fyrir svefninn… sem sagt frekar léleg frammistaða.

Heim á hádegi á mánudegi, kominn heim seinni partinn.

Amsterdam, laugardagur, IBC

Var rosalega þreyttur áður en ég fór að sofa, ákvað að slökkva á vekjaraklukkum og leyfa svefninum að hafa sinn gang. Enda svaf ég eins og steinn, svaf vel út en ekkert óheyrilega lengi. Morgunmatur á nálægum veitingastað og svo á IBC. Náði að heimsækja þokkalega mörg fyrirtæki, mikil þróun, betra streymi, meira gagnamagn, meiri upplausn, stærri skjáir og almennt svona frekar stöðugt framhald og fyrirtækin að ná hvert öðru.

360 gráðu myndavélar voru alls ráðandi í „Future Zone“ en eins flott og þetta er, hvort sem það eru hjálmar, hanskar eða kúlur.. þá sé ég ekki gagnið í framtíðinni.

Náði restinni af Arsenal-Southampton, fór á Paste e Basta og fékk frábæran mat, eðal þjónustu og alvöru stemmingu – þjónarnir skiptast á að syngja!

Svo upp á hótel í Sauna  og pott, datt inn á frekar undarlegan bar, fann engan frá RT Software en hitti Árna á EuroPub… Árni var hins vegar á leiðinni heim.  De Bekeerde Suster var lokuð þannig að þrátt fyrir að nenna ekki í Casino datt ég nú samt þangað, tapaði 50 Evrum í póker fyrir óþolandi heppnum náunga sem ætlaði að tudda mér út með tvær fimmur á móti mínum tveimur drottningum.. og gaurinn datt einmitt um þriðju fimmuna.

En, þarf svo sem ekki að kvarta, er í fínum plús á Casino heimsóknum.

Þaðan á LB Whisky barinn, þeir státa sig af hátt í þrettán hundruð tegundum af Whisky en áttu ekkert handa mér fyrr en í áttundu tilraun. Rölti svo upp á hótel í rigningunni, hafði hugsað mér að grípa einhvers konar rusl fæði en borgin var búin að loka.

Lokadagur IBC

Tók rölta-stefnulaust-um-IBC og sá svo sem margt spennandi, Kikira stóð upp úr.

Greip frekar ómerkilegan hamborgara áður en ég mætti á Leidseplein að hitta Jón, Jóhönnu og Iðunni. Við ákváðum að sleppa Adam og fara á „venjulegri“ stað, enda ágætur skammtur af framandi stöðum kominn í ferðinni.

Við völdum Vasso sem hefur oftast verið frábær, stundum ekkert sérstakur og einu sinni alls ekki góður. Byrjuðum reyndar á rykkránni De Dokter sem ekki hefur verið þurrkað af í yfir fjörutíu ár.. fengum okkur Texler bjór, nema Jóhanna greip hvítínv. Vasso var svo bókstaflega frábær, nauta carpaccio, trufflusveppasteik fyrir mig og aðrir ekki síður sáttir.

Við Iðunn gripum svo Ryan, Mike og Lindsay á barnum þeirra fyrir svefninn og sátum aðeins að sumbli með Lindsay og töluðum aðallega um tónlist.. hann reyndist fínasti trommari.

IBC á mánudegi

Dagurinn fór í IBC, aðallega að skoða kerfi fyrir íþróttagrafík.. og reyndar kíkja við hjá gömlum kunningjum og samstarfsaðilum. Við Jón gripum smá sushi seinni partinn en fórum svo að hitta Iðunni og Jóhönnu á Rembrandtplein.

Amsterdam - IBC helgi - 7

Um kvöldið fórum við á nokkuð sérstakan stað, Senses, að mörgu leyti fínn staður, en þunglamaleg þjónusta og ruglingur á pöntunum voru ekki að hjálpa.. maturinn þokkalegur, en ekki mikið meira, þannig að fínn staður, en kannski ekki alveg að standa undir væntingum eða samanburði við bestu staðina sem við höfðum dottið inn á.

En ég svef lítið um nóttina, vaknaði við að vera bitinn af einhverjum pöddum, sennileg moskító.. í annað skiptið í ferðinni á hóteli í Amsterdam. Ofnæmisviðbrögðin auðvitað þau sömu og var nokkra daga að hverfa, með tilheyrandi Histasin áti og Hydrocortison.

 

Meira IBC

Kláraði heimsóknir á IBC og náði að klára til þess að gera snemma. Ekki svo sem mikið spennandi og sumir einfaldlega farnir.

En sama og á mánudeginum, lítil matur, einhver bjór, thai-snarl og svo inn í miðbæinn.. fyrst á In De Wildeman sem er einn uppáhalds bjórbarinn minn. Þaðan að kaupa vindla og svo á næsta uppáhalds bjórbar, Pilsener Club.

Aðeins of mikið af bjór og matur næst á dagskrá. Van de Kaart hefur lengi verið í uppáhaldi en ég kom að hálf tómum kofum hjá þeim, vour reyndar á staðnum en sögðust vera búin að loka veitingastaðnum og væru að sjá um veitingar í bátum. Í öllu falli bentu þau mér á annan franskan stað, Thijs.. sem var mjög góður, en kannski ekki frábær.

Síðan á Satelite barinn að horfa á Arsenal eiga skelfilegt kvöld og tapa fyrir Dortmund..

Næsta heimsókn var á L&B Whisky barinn en lét tvo drykki nægja, Macallan 21 árs og Caol Ila 27 ára – hvort tveggja afbragðsdrykkir.

Aftur á Holland Casino og náði að koma út með 200 Evrur í plús í þetta sinn..

Amsterdam - Whisky bar - 1

IBC

Mætti snemma á IBC sýninguna / ráðstefnuna.. náði einum fyrirlestri og náði að heimsækja talsvert mikið af fyrirtækjum. Afraksturinn var svo sem ekkert sérstakur, en alltaf eitthvað. „Cloud“ var tískuorðið og sumir virtust hafa hengt það í kynninguna bara til að vera með.. jafnvel myndavélaframleiðandi sem bauð ekki upp á neinn hugbúnað kynnti „cloud“.. Aðrir voru með „cloud-ready“ lausnir… hvað svo sem það er.

En kíkti á RT Software og hitti nokkur vænleg fyrirtæki.

En ég var óneitanlega heldur þreyttur í lok dags, nokkrir bjórar, lítill matur yfir daginn, thai-snarl og beint að borða eftir sýningu. Byrjaði reyndar á Café Belgique sem er alltaf jafn skemmtilegur en ákvað svo að gefa ítalska Vasso veitingastaðnum annað tækifæri. Við Iðunn fundum hann fyrir tilviljun 2006 og hann hefur yfirleitt staðist væntingar.. síðast fékk ég vondan mat og hef ekki farið síðan. En.. það var ekkert að matnum í þetta sinn, kannski ekki alveg í fyrri klassa samt.

Hitti svo nokkra íslendinganna „hjá Varða“ og átti ágætt spjall við suma. Þaðan í Holland Casino en náði hvorki að vinna né tapa.