Einifell..

Komum frá Einifelli eftir hádegi eftir enn eina gæðahelgina..

Mættum frekar snemma á föstudeginum, grilluðum lax og átum með spaghetti (sem mér tókst að kæla of mikið). Svo gufa í nýja gufuhúsinu eitthvað fram eftir.

Auður og Iðunn gróðursettu þrettán tré sem Iðunn hafði mætt með, Steini var aftur á fullu að hanna og þróa stærri heysafnara fyrir sláttuvélina. Og tókst eiginlega nokkuð vel til. Steini vann svo Petanque mótið eftir síðbúinn miðdegisverð.

Tókum svo blindtest á Budvar, annars vegar úr dós og hins vegar úr flösku.. og fundum engan mun. Þar fór sú kenning.

Tókum gufuna snemma og grilluðum svo hrossalund, sem var bókstaflega fullkomin, með einföldu meðlæti.

Iðunn var í fríi í dag – og ég þurfti ekki að mæta fyrr en eftir hádegi – þannig að við tókum allan sunnudaginn með.. Steini náði að kveikja upp í heita pottinum seinni partinn, eftir melónusalat, og létum svo afganga og grillaðar kjötpólspylsur nægja sem kvöldmat.. sem var reyndar ekkert „að nægja“. Og svo meiri gufa fyrir svefninn,

Einifell - ský - 3

Útskriftir

Fullt af útskriftum í gær, vinir, kunningjar, börn vina og kunningja.. til hamingju öll!

Við Iðunn kíktum til Halla Reynis þar sem boðið var upp á kaffi og kræsingar.. Hörður Torfa tók nokkur lög og samkennarar Halla fluttu eigin útgáfu af lagi Halla.

Halli - útskrift - 1

Um kvöldið röltum við svo yfir til Matta og eftir smá bjór tók við Whisky smökkun þar sem úrvalið var betra en á flestum börum bæjarins… fundum þrjár nýjar tegundir, ma. eitt nýtt Nikka, sem var fjári gott.

Vínsmökkun og póker lok

Hafliði, sem stofnaði forvera Staka, varð sextugur um daginn.. hann mætti með nokkrar eðal vínflöskur í vinnuna til smökkunar.

Staki - vínsmökkun

Og brauð. Og osta. Og skinku. Og ólífur. Og sultur.

Reyndar frekar fámennt, en Iðunn mætti til að bæta upp á..

Svo heim í Kaldasel í lokaumferðirnar í póker mótaröðinni.

Alli, Alli, Brynja, Óskar og við Iðunn.

Æsispennandi keppni frá á síðasta spil, Iðunn stóð uppi sem verðugur sigurvegari á endanum… með 122 stig, ég með 120 og Alli með 116.

Breiðablik – Víkingur

Ég hef ekki náð neinum Blikaleik í sumar, þannig að það var kominn tími til að nýta ársmiðann.

Bauð Gavin með og við sáum Blikana vinna Víkinga 4-1, Kristinn skoraði tvö fín mörk í fyrri hálfleik. En um tíma, þegar staðan var 2-1, leist mér ekkert á. En fráært mark hjá Höskuldi gerði eiginlega út um leikinn.

Fullt af færum á báða bóga, fín markvarsla og leikurinn hefði getað endað 7-3.

Samt átti ég von á betri spilamennsku frá Blikum, það sem ég hef þó séð, í sjónvarpi, hefur verið talsvert betra. En kannski er ákveðinn gæðastimipill að vinna slöku leikina af öryggi.

Fræbbblar á Gauknum, með TV Smith og Gímaldin

Við Fræbbblar spiluðum á Gauknum með Gímaldin og TV Smith. Óneitanlega frekar fámennt, en aðalatriðið samt að þetta voru flottir hljómleikar.

Gímaldin hóf dagskrá kvöldins, verulega flottur gítarleikari og sérstakt efni.

Gaukurinn - Gimaldin

Okkur gekk svo sem mjög vel, Gummi trommari reyndar lasinn, en lét engan bilbug á sér finna.. Helgi mætti og spilaði á bassa – þrátt fyrir að hafa gert ráð fyrir að taka frí. Held að þetta hafi verið með okkar betri kvöldum, reyndar er ég ekki frá því að við séum kannski loksins komin á annað .. það gerist orðið varla lengur að við eigum slæman dag. Gummi trommari á stóran þátt í því, hann einfaldlega klikkar ekki, „rock solid“ ef svo má segja.. og eins munar miklu að hafa Rikka á gítar, ég get leyft mér að sleppa því að spila þegar mér sýnist.

TV Smith lauk svo dagskránni.. ekki ósvipað og í gær, mikill kraftur, mjög gott efni og úthaldið ótrúlegt. Við buðum honum að kíkja með okkur á Forréttabarinn milli „sándtékks“ og hljómleika.. en hann vildi frekar slaka á og fá sér eitthvað lítið snarl á gistiheimilinu. Ég spurði hvort hann þyrfti ekki að borða til að halda út svona langa dagskrá, en nei, hann sagðist bara verða slappur ef hann borðaði mikið..

Forréttabarinn já, ekki má gleyma að við fórum þangað, þeas. við Iðunn, Viktor, Gummi, Assi, Stína og Gavin. Gavin er vinur Júlla og kom gagngert til landsins til að mæta í afmælið hans, hefur komið tvisvar áður, með hljómsveitinni Validators / Activators.

Júlíus fimmtugur

Kíkti á stutta kynningu TV Smith á Lucky Records.. gaman að hitta hann og heyra nokkur lög. Fyrrum trommari Adverts mætti á staðinn, sá býr á Íslandi.

Mætti svo í fimmtugsafmæli Júlíusar (Ólafssonar) á Dillon. Júlli hélt auðvitað upp á afmælið að hætti hússins (eða heimilisins) og bauð TV Smith að koma til landsins. Á Dillon spiluðu Caterpillar Men á undan TV Smith.. Caterpillarmen eru flott hljómsveit og engu upp á þá logið, þeas. að þeir gætu hæglega orðið næsta stóra nafnið.

Dillon - Caterpillarmen

TV Smith var flottur, ótrúlegur kraftur, spilaði einn á kassagítar hátt í tvo tíma.. ekki spillir að hann er með mikið af mjög góðum lögum.

Dillon - TV Smith 1

GoutonsVoir á Einifelli

Mættum upp á Einifell eftir hádegi og smásnúninga.. rétt náðum reisugillinu fyrir nýja gufubaðið.

Svo sett upp í morðgátu og eðal ansjósukryddað lambalæri snætt með. Gestirnir voru reyndar hálf lúnir og dottuðu til skiptis þar til morðinginn játaði ótilneyddur…

En náðum að rífa okkur upp og halda áfram bjórdrykku með Petanque eitthvað fram eftir…

Jarðarför

Tengdapabbi var jarðarður frá Áskirkju í dag. Athöfnin einstaklega vel heppnuð og einsöngur Gissurar Páls ógleymanlegur. Mikið fjölmenni, á fimmta hundrað skilst mér.. og gott að sjá alla vinina, kunningjana og fjölskylduna.

Tony og Richard komu frá Englandi og mættu með okkur í Austurbrún í léttan mat.