Vínsmökkun og póker lok

Hafliði, sem stofnaði forvera Staka, varð sextugur um daginn.. hann mætti með nokkrar eðal vínflöskur í vinnuna til smökkunar.

Staki - vínsmökkun

Og brauð. Og osta. Og skinku. Og ólífur. Og sultur.

Reyndar frekar fámennt, en Iðunn mætti til að bæta upp á..

Svo heim í Kaldasel í lokaumferðirnar í póker mótaröðinni.

Alli, Alli, Brynja, Óskar og við Iðunn.

Æsispennandi keppni frá á síðasta spil, Iðunn stóð uppi sem verðugur sigurvegari á endanum… með 122 stig, ég með 120 og Alli með 116.