Útskriftir

Fullt af útskriftum í gær, vinir, kunningjar, börn vina og kunningja.. til hamingju öll!

Við Iðunn kíktum til Halla Reynis þar sem boðið var upp á kaffi og kræsingar.. Hörður Torfa tók nokkur lög og samkennarar Halla fluttu eigin útgáfu af lagi Halla.

Halli - útskrift - 1

Um kvöldið röltum við svo yfir til Matta og eftir smá bjór tók við Whisky smökkun þar sem úrvalið var betra en á flestum börum bæjarins… fundum þrjár nýjar tegundir, ma. eitt nýtt Nikka, sem var fjári gott.