Einifell..

Komum frá Einifelli eftir hádegi eftir enn eina gæðahelgina..

Mættum frekar snemma á föstudeginum, grilluðum lax og átum með spaghetti (sem mér tókst að kæla of mikið). Svo gufa í nýja gufuhúsinu eitthvað fram eftir.

Auður og Iðunn gróðursettu þrettán tré sem Iðunn hafði mætt með, Steini var aftur á fullu að hanna og þróa stærri heysafnara fyrir sláttuvélina. Og tókst eiginlega nokkuð vel til. Steini vann svo Petanque mótið eftir síðbúinn miðdegisverð.

Tókum svo blindtest á Budvar, annars vegar úr dós og hins vegar úr flösku.. og fundum engan mun. Þar fór sú kenning.

Tókum gufuna snemma og grilluðum svo hrossalund, sem var bókstaflega fullkomin, með einföldu meðlæti.

Iðunn var í fríi í dag – og ég þurfti ekki að mæta fyrr en eftir hádegi – þannig að við tókum allan sunnudaginn með.. Steini náði að kveikja upp í heita pottinum seinni partinn, eftir melónusalat, og létum svo afganga og grillaðar kjötpólspylsur nægja sem kvöldmat.. sem var reyndar ekkert „að nægja“. Og svo meiri gufa fyrir svefninn,

Einifell - ský - 3