Breiðablik – Víkingur

Ég hef ekki náð neinum Blikaleik í sumar, þannig að það var kominn tími til að nýta ársmiðann.

Bauð Gavin með og við sáum Blikana vinna Víkinga 4-1, Kristinn skoraði tvö fín mörk í fyrri hálfleik. En um tíma, þegar staðan var 2-1, leist mér ekkert á. En fráært mark hjá Höskuldi gerði eiginlega út um leikinn.

Fullt af færum á báða bóga, fín markvarsla og leikurinn hefði getað endað 7-3.

Samt átti ég von á betri spilamennsku frá Blikum, það sem ég hef þó séð, í sjónvarpi, hefur verið talsvert betra. En kannski er ákveðinn gæðastimipill að vinna slöku leikina af öryggi.