Kaupmannahöfn, stutt helgi

Það fór þannig að ég dreif mig í örstutta Kaupmannahafnarferð.. aðdragandinn kannski full löng saga til að tíunda hér, enda til þess að gera ómerkilegur, vinnuferð sem ekkert varð í rauninni úr – en var búinn að bóka flug og hótel og var kominn með hugann við að stinga nefinu inn í Kaupmannahöfn og ná loksins að heilsa upp á Barða. Þannig að eftir að finna ódýrt flug og (til þess að gera) ódýra gistingu [bætti reyndar við 4.000 til að gista á Radisson Sas, sem hýsir Casino] þá var ekki aftur snúið.

Ég flaug út snemma á laugardagsmorgni, var lentur fyrir hádegi og þurfti aðeins að eyða tímanum áður en ég komst inn á hótel. Þá niður á Nýhöfn þar sem Barði, Dúna og Tina biðu.. Tinu fannst reyndar ekkert spennandi að hanga í túristahverfinu þannig við fórum og fengum okkur kaffi og röltum svo yfir á enskan bar (muni ég rétt) með alvöru úrvali af bjórum. Tina og Dúna kvöddu eftir tvær umferðir og við Barði fundum írskan bar (Globe?) og sátum að bjórdrykkju með „Everton – Manchester United“ í bakgrunni.

Við létum nægja ágætan skyndibita, einhvers konar kebab og drifum okkur inn á hótel til að drekka bjóra sem Barði mætti með.. eitt bjór stopp þó undir brúnni til Amager.

En sem sagt, inn á hótel, meiri bjór, smá Whisky og að mig minnir gin og tónik. Eitthvað liðið á kvöld og Barði dreif sig heim – en ég gat ekki stillt mig um að heimsækja Casinoið í næsta inngangi. Beið rólegur eftir góðu spili og náði að vinna fyrir flugfarinu. Stillti mig um að halda áfram, en fór að leita að bar í nágrenninu sem reyndist svo lokaður.

Sunnudagurinn fór svo í rölt um borgina, kaffi, meira kaffi, bjór, „Sunderland – Arsenal“ á írska barnum, alvöru matur á Olive Bar & Kitchen, uppgötvaði enn einn barinn með frábærum „microbrewery“ bjór, barinn heitir Bröl, en ekki man ég nafnið á bjórnum.

Rétt hjá var Metro stöð með lest beint upp á flugvöll.. eina miðasöluvélin var biluð og ég fór að leita eftir aðstoð. Það var enginn sjáanlegur fyrr en ég sá starfsmann í lestinni, sagði honum að ég hefði ekki getað keypt miða en hann var fúll og sagðist sekta mig fyrir að vera miðalaus í lestinni. Eiginlega frekar fúll, vélin biluð, ég lét strax vita.. Arrrgh..

En kom heim um ellefu, Addi sótti mig og á leiðinni heim sáum við ansi heiftarlegan árekstur. Bíll ók upp Breiðholtsbrautina á vitlausum vegarhelmingi, gaf svo hressilega í og keyrði beint framan á annan, mjög harður árekstur og ótrúlegt að enginn skyldi slasast alvarlega.. einn farþeginn virtist handarbrotinn og átti erfitt með að anda en fékk fljótlega aðeins.

Spilakvöld

Sjötta kvöldið í pókermótaröðinni í Kaldaseli..

Við gestgjafarnir náðum að sækja okkur eitthvað af stigum og sitjum amk. enn á toppnum.

En svo eru þetta kannski ekki síður orðin bjórkvöld, að minnsta kosti gæti hvaða bjórsmökkunarklúbbur sem er verið stoltur af úrvalinu.

Spilakvöld - apríl

Sálfræðingapartý

Iðunn var á ársþingi sálfræðinga og að venju var hittingur um kvöldið.. í þetta sinn í Ægisgarði… fínt úrval af bjór á góðu verði.

En aðallega skemmtilegt fólk, sem er alltaf jafn gaman að hitta.. Sigga var reyndar ein um að dansa uppi á borði, Iðunn ákvað að það vær meira virði að styðja við borðið.

Sálfræðingar - 1

Húsið lokaði klukkan tvö þannig við þau hörðustu enduðu á Dillon, en sem betur fer þáði fólk ekki boð okkar um að koma í eftirpartý í Kaldasel.

Austurvöllur

Við Iðunn og Andrés mættum að sjálfsögðu á Austurvöll.. svo sem ekki mikið meira um málið að segja, ótrúlega sterkt hversu margir mættu… kannski, mögulega, hugsanlega hlustar einhver.

Austurvöllur - 4

Og fyrsta fótboltakvöld í nokkurn tíma um kvöldið, tókst að togna aftur…

Kvöldmatur í Mánatúni

Eftir aldeilis sérstakan Kastljóssþátt, þar sem aulahrollurinn var nánast líkamlega sársaukafullur.

Við kíktum svo til Sylvíu í nýju íbúðina í Mánatúni með mat frá Thai Style, fínasti matur, smá rauðvín og einhver bjór.

Sátum þar til vinkona Jonna sagðist ætla að bjóða ömmu hans frían bjór – var að gera grín að spurningu Jonna, en Addi og Jonni og Sylvía ákváðu að taka hana á orðinu og mæta á barinn.Mánatún - 1

Matur hjá Bryndísi

Bryndís bauð ónefnda matarklúbbnum okkar í mat.. ekki nema hálft ár á milli boða í þetta skipti.

En alltaf vel heppnuð kvöld og alvöru matur.. eftir skál í freyðivíni og hnetulíkkjör var komið að alls kyns smá pylsum úr Kjötpól og bjór með. Gulli & Kristín komum með grafið lamb með wasabi skotinni sósu, verulega skemmtileg blanda. Bryndís bauð upp á þorsk með pistasíu salsa og sætum kartöflum. frábær réttur og ekki spillti hvítvínið sem Hafliði mælti með, Roussanne, í stað þess sem einhver vínþjónn hafði stungið upp á með uppskriftinni.

Við mættum svo með Creme Brulee í eftirrétt og svei mér þá ef það tekur ekki við af Panna Cotta sem jóla eftirréttur.

Við sátum svo sem fastast að drykkju og spjalli fram eftir nóttu, Gulli & Kristín gáfust reyndar upp eitthvað á undan okkur Iðunni.Matarklúbbur - apríl - 2