Sunny Afternoon að byrja í Harold Pinter leikhúsinu, söngleikur byggður á lögum Kinks… eitthvað fyrir mig!
Mánaðarskipt greinasafn: 2015 maí
Kvöldmatur í Austurbrún, skáluðum fyrir minningu Magnúsar
Svona á bjór auðvitað að vera!
Postulauppskeruhelgi
Heldur betur frábær helgi með fótboltahópnum, Postulunum.
Vorum ekki langt frá Þrastarlundi í tveimur bústöðum og nokkrum herbergjum.
Föstudagskvöldið hófst á hamborgurum að hætti Tomma sem hann og Þorvaldur elduðu.. heitur pottur, pool, snóker, borðtennis og póker fram eftir nóttu.
Laugardagurinn byrjaði á alvöru morgunmat, svo sex eða níu holu Texas Scramble golf mót, smá snarl í boði Tomma og “pool”, snóker, borðtennis, spurningar, reglugerðarbreytingar, “hringur”, skálað fyrir afrekum vetrarins.
Fljúgandi hreindýr í fordrykk og síðan þessi líka frábæra nautalaund að hætti Tomma, sem þeir Þorvaldur elduðu, vín í boði Sævars og matarveislan fékk punktinn yfir “i”ið með jarðarberjum og súkkulaði í eftirrétt. Meiri póker svo eitthvað fram eftir.
Spil í Kaldaseli
Spilakvöld í Kaldaseli, enda frídagur á morgun..
Iðunn vann eitt mót, ég náði öðru sæti í síðasta mótinu eftir mikla “dramatík” þar sem Alli Finnboga vann mótið á sexupari þegar sexan kom síðast..
Kópavogsafmælishljómleikar
Við Fræbbblar spiluðum á sextíu ára afmælishljómleikum Kópavogsbæjar í dag.
Einstaklega skemmtileg samsetning af atriðum úr öllum áttum.
Og ekki spillti að allt skipulag, sem Felix Bergsson og Eiður Arnarsson sáu um, var fyrsta flokks og öll aðstaða, hljóðkerfi, græjur var til fyrirmyndar. Og þá er ég ekki byrjaður að tala um þá sem unnu við uppsetninguna, fagmenn á hverjum fersentimetra!
Ég held að okkur Fræbbblum hafi gengið ágætlega – og veit fyrir víst að öðrum gekk mjög vel… en eins og gengur náði ég mis mikið að fylgjast með öðrum atriðum.
Fyrstu áhorfendurnir mættir á afmælishljómleika Kópavogs í Kórnum