Fjölskylduhittingur í Austurbrún

Kíktum í Austurbrún til tengdaforeldranna… Páll Ásgeirs & Lára, Eggert Ásgeirs & Sirrý voru ásamt Degi og Vibekke og börnunum Jóhannesi, Sólveigu og Friede (vonandi rétt með farið) voru í heimsókn frá Osló. Systkini Iðunnar ásamt hinum helmingunum og góðum hluta barnanna mættu. Gaman að hitta þau, enda allt of langt á milli „hittinga“.

Við Iðunn (og Viktor) sátum svo aðeins lengur úti í garði með aðstoð hitara…

Austurbrún A

Einifell og Snorrabúð

Fórum á Einifell á föstudag til Auðar & Steina, hófum átið á laxatörtum og svo yfir í spínat spaghetti með beikoni, örfáir bjórar og slatti af víni, reyndum að spila póker um nóttina en vorum komin í helst til marga bjóra. Krissi & Rúna kíktu á laugardag í humar og T-Bone, með 3 eðal rauðvín, en þurftu að drífa sig snemma í málningarvinnu. Steini, Krissi og Auður unnu hvert sitt Petanque mót. Já og að ógleymdum eðal Dannemann vindlunum sem Krissi kom með frá Brasílíu. Mamma Steina og Stínu kíkti með Assa og Stínu og danska vinkonu í grillaðar pylsur af öllum gerðum á sunnudeginum… og við Iðunn sátum ein eftir á Einifell… í fyrsta skipti sem við erum þar ein, gaman að prófa það.

Kíktum svo til Assa & Stínu á mánudag í Snorrabúð við Hreðavatn… Bóbó og Ísleifur voru þar og drógu (alla nema mig) í sund í vatninu. Svo hádegismatur, steikur silungur, þá sveppaleit og þeir snæddir í kvöldmat.

Sumarfrísvika

Megnið af vikunni fór í að dóla okkur heima, aðallega í garðinum, Brynja kíkti tvisvar, Gauti einu sinni og það með hálfan mótorhjólaklúbb, hálft Sambindið hittist í hádegismat á Nauthól..

Svo var frábært að fylgjast með Blikum vinna í Austurríki og komast áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Sunnudagsmatur

Auður & Steini (á heimleið frá Einifelli) – og Lovísa – kíktu í grill… rauðvín, bjór og timburkassasamsetningu.. Elín kom og sótti „gamla“ fólkið.

Allir dagar eru helgardagar þegar við erum í fríi.. vorkenni þeim örlítið að þurfa að mæta í vinnu á morgun,