Tvöfalt afmæli

hjá Kidda í gær, annars vegar hans og hins vegar Magga, mági okkar…

Skemmtileg grillveisla að vanda, nokkrir dropar af rauðvíni og aðeins fleiri af bjór – allt of langt síðan við höfum hitt þennan hluta fjölskyldunnar.. og gaman að hitta á Öggu og Sævar.

Kiddi - grill og trampólín - lítil

Evrópuleikur hjá Blikum

Kíkti á heimaleik Breiðabliks í Evrópudeildinni á móti austurríska liðinu Sturm Graz. Erfiðir andstæðingar en Blikar vörðust vel og gáfu engin, eða fá, færi á sér. En kannski ekki mikil von til að skora þegar sótt er á fáum mönnum og aðallega reyndir háir boltar á móti sterkum miðvörðum. En fínn leikur hjá Blikum og nú er bara að stela marki á útivelli.

Sumarbústaður

Kíktum í sumarbústað til Brynju & Gauta, og Öglu og Sunnu við Flúðir.

Alvöru nautasteik með alvöru Bernaise sósu… póker langt fram eftir nóttu… og ágætis slökun með afgönum daginn eftir.

Misstum af fyrri hálfleik hjá Íslandi á EM, en vorum límd við útvarpið á heimleiðinni og sáum megnið af seinni hálfleik. Frábært… til hamingju!

Nýtt Fræbbblalag, My Perfect Seven

Þá er nýja Fræbbblalagið, My Perfect Seven, loksins komið út. Grunnurinn var tekinn upp hjá Friðriki Helgasyni 2011 og við höfum aðeins verið að velta þessu fyrir okkur… en Ríkharður H. Friðriksson sá um hljóðblöndun og upptökur á söng og viðbótargíturum.

Lagið er kannski ekki dæmigert Fræbbblalag, frekar hreinræktað popplag… en voru ekki öll lögin okkar hrein og klár popplög ef út í það er farið?

Lagið má finna hér MyPerfectSeven, ef einhver vill styrkja útgáfuna þá er það til sölu fyrir smáaura á GogoYook (www.gogoyoko.com) og vonandir mjög fljótlega á „tonlist.is“.

Annars má finna meira um okkur á www.fraebbblarnir.com.

 

Afmæli

hjá  Heklu og Kristínu í gærkvöldi… mjög vel heppnuð veisla, eins og var að búast. Ætluðum að láta plata okkur á skemmtistað um nóttina, en unga fólkið vildi ekki á Ölstofuna, stefndi á Harlem.. vorum búin að labba langleiðina þegar ákveðið var að taka leigubíl síðustu 10 metrana… við Iðunn ákváðum að láta gott heita.

HekluKristínarAfmæli 1

Arnar og Unnsteinn kíktu í kaffi fyrr um daginn…