Einifell og Snorrabúð

Fórum á Einifell á föstudag til Auðar & Steina, hófum átið á laxatörtum og svo yfir í spínat spaghetti með beikoni, örfáir bjórar og slatti af víni, reyndum að spila póker um nóttina en vorum komin í helst til marga bjóra. Krissi & Rúna kíktu á laugardag í humar og T-Bone, með 3 eðal rauðvín, en þurftu að drífa sig snemma í málningarvinnu. Steini, Krissi og Auður unnu hvert sitt Petanque mót. Já og að ógleymdum eðal Dannemann vindlunum sem Krissi kom með frá Brasílíu. Mamma Steina og Stínu kíkti með Assa og Stínu og danska vinkonu í grillaðar pylsur af öllum gerðum á sunnudeginum… og við Iðunn sátum ein eftir á Einifell… í fyrsta skipti sem við erum þar ein, gaman að prófa það.

Kíktum svo til Assa & Stínu á mánudag í Snorrabúð við Hreðavatn… Bóbó og Ísleifur voru þar og drógu (alla nema mig) í sund í vatninu. Svo hádegismatur, steikur silungur, þá sveppaleit og þeir snæddir í kvöldmat.