Skólafélagar Viktors

Hópur frá háskólanum í Southampton, voru á ferðinni á landinu, smanemendur, kennarar og aðrir sem Viktor þekkir til… hann var þeim auðvitað innan handar við að skipuleggja ferðina.

Og auðvitað buðum við þeim í mat, mjög vel heppnað lambalæri og svo kúrbítur og buff fyrir fjórar grænmetisætur.. en stórskemmtilegur hópur og frábærlega vel heppnað kvöld – hefði kannski betur tekið því örlítið rólegar.

Róleg helgi

Það var heldur betur kominn tími á rólega helgi, þeas. að mestu „koju-fyllirí“, við sátum heima og sötruðum bjór, rauðvín… það er svo sem ekkert leiðinlegt að sitja í góðum félagsskap með góðar veigar í frábæru umhverfi hér í Kaldaselinu.

Jarðarför Öldu var á föstudeginum, svo fengum við Jón Eyfjörð okkur bjór eftir að hafa náð samkomulagi (svona að mestu) um framhaldið.

Sylvía kíkti á laugardeginum og þær Iðunn fóru til Hveragerðis í mat á Heilsuhælinu.

Reyndar vonbrigði að sjá Arsenal spila skelfilega illa á móti Liverpool á sunnudeginum og tapa eftir því.

Sunnudagskvöldið var svo rólegt, Friðfinnur kom í heimsókn til að horfa á Game Of Thrones með börnunum, tylltum okkur út á pall á meðan við biðum.

Iðunn, afmæli

Iðunn - maí - 2017Þá er Iðunn komin á sextugsaldurinn… við verðum bæði á sextugsaldri í rúm tvö ár, svona að því gefnu að við tórum.

En fínasti afmælisdagur, Brynja og Sylvía kíktu upp úr hádegi og svo fórum við að borða á Caruso. Ágætur matur, frábærir forréttir, sniglar og carpaccio, Iðunn var heppin með humarpasta en sjávarrátta risottóið mitt var svona og svona. Eftirréttirnir og kaffið svo fínt.

Þá spillti ekki að Anna & Palli höfðu ákveðið að detta inn á sama stað á brúðkaupsafmælinu sínu og við náðum góðri stund með þeim fyrir utan með eftirréttina.

Menningarnótt

Við vorum eiginlega hálf lúin eftir afmælisveislu Alexöndru, en fengum okkur góðan morgunmat, sátum aðeins úti í sólinni og kíktum svo í bæinn.

Fyrsta stopp var stórskemmtileg ljótu-gjafa-sýning Helga & Þóru og Írisar & Sigga.

Þaðan ætluðum við að ná á Dillon með hljóðfærinu en þurftum að leggja á Ránargötu til að fá bílastæði og rölta þaðan… sem var svo sem ekki mikið mál.

En við þorðum ekki að skilja hljóðfærin eftir og sátum á Dillon, horfðum á svekkjandi tap Arsenal, drukkum eitthvað af bjór og fylgdumst með skemmtilegum hljómsveitum úr öllum áttum.

Við Fræbbblar spiluðum rétt rúmlega sjö og gekk bara nokkuð vel, garðurinn vel þéttur, móttökurnar fínar og mikið um jákvæðar undirtektir.

Við dóluðum okkur þarna aðeins en ákváðum að fara heim áður en flugeldasýningin byrjaði, bæði orðin ansi þreytt, amk. ég, og svo var fínt að losna við umferðina… eiginlega var valkosturinn að fara heim fyrir ellefu eða taka góða törn og vera fram eftir.

Menningarnótt - 1.jpg

Alexandra, afmælispartý

Alexandra hélt upp á þrjátíu og fjögurra ára afmælið – og það fyrsta með nýtt nafn.

Þetta var ein af þessum alvöru afmælisveislum í Kaldaselinu, klárlega partý ársins..

Bæði var fínasta mæting, örugglega hátt í hundrað manns þegar flest var og mjög skemmtileg blanda af fjölskyldu, gömlum vinum, pírötum og öðrum.

Það var bæði skemmtilegt að sjá hvernig Alexandra kynnti tilefnið og Viktor Orri hélt svo þessa afbragðs ræðu.

Ég lét nægja að vaka til tvö, en var svona næstum því farinn niður aftur… en Iðunn stóð sig betur og vakti til rúmlega fjögur.

Eitthvað af, ekkert sérstaklega tæknilegum góðum, en skemmtilegum myndum hér.. Flickr.

Alexandra - afmæli - 42

Meira Petanque

Fann loksins Petanque kúlur og við hófum lítið mót, þeas. ég, Iðunn og Viktor.

Arnar, Andri, Unnsteinn og Arnór kíktu til okkar seinni partinn í Petanque, málningarundirbúning og salat – salat sem aftur varð stórskemmtileg viðbót við Lasagna réttinn okkar Viktors um kvöldið.

Petanque - 11

Gleðiganga

Skutluðum Viktori í Gleðigöngu, sóttum Sylvíu og fórum niður í bæ… Alltaf jafn ánægjulegt að fylgjast með og í rauninni ótrúlegt að sjá þessa hugarfarsbreytingu á ekki lengri tíma.

En auðvitað þarf að gera betur og margt sem má laga.. kannski sérstaklega ánægjulegt að sjá kynlausa taka þátt í ár.

Gripum bjór á English Pub, hittum Dóru í fyrsta skipti í nokkra mánuði, kíktum aðeins til Sylvíu, en létum gott heita… enda búinn að vera góður dagur – og smá þreyta eftir gærdaginn.

Gleðiganga - 3.jpg

Brúðkaup Franks og Heklu

Frank og Hekla giftust hvort öðru á Hótel Borealis, tvíkrossmerkt með #frekla4ever.

En þetta var nú eitt skemmtilegasta brúðkaup sem við höfum lengi mætt í, enda nokkuð langt síðan við höfum mætt í brúðkaup yfirleitt… en sem sagt stórskemmtilegt og frábær veisla.

Við Iðunn mættum í fyrra fallinu og komum okkur fyrir með bjór úti á „verönd“. Athöfnin var utandyra, „Séra“ Bragi var frábær sem athafnastjóri og Gunnar Jónsson spilaði undir inngöngu brúðarinnar og síðan frábæra útgáfu af Don’t Worry Baby.

Maturinn var frábær og ekki vantaði vín eða bjór til að skola honum niður. Kleinuhringja brúðkaupstertan var frábær og eins og við höfum ekki verið búin að éta hressilega yfir okkur þá komu pylsur með öllu um miðnætti!

Veislustjórn var í öruggum höndum Gumma Felix, Viktor Orri flutti stórskemmtilega ræðu þar sem Alexandra lék með fyrir hönd Sigurjóns (gamla bangsa), Hekla leiklas gamalt viðtal með Viktori, ræða föður brúðarinnar, Alli, var einstaklega vel heppnuð og Alexandra kom með gott innlegg í lokin. (Ég held reyndar að ég hafi misst af einhverjum ræðum).

En hlaðan á Borealis er stórskemmtilegur staður fyrir svona viðburði, fín aðstaða fyrir utan, „varðeldur“ og svo var ljósmyndabásinn nokkuð vel heppnuð viðbót, mér sýnist (svona eftir á) að við höfum verið ansi dugleg.

En kannski var nú lykillinn að þessu ekki síst allt stórskemmtilega fólkið sem þau þekkja, bæði fjölskylda og vinir…

Við settumst aðeins að í hótel anddyrinu fyrir svefninn, entumst til svona þrjú hálf fjögur.

Brúðkaup - A

Laugarnespartý

Kíktum í (næstum því) árlegt fimmtudagskvöld-fyrir-Verslunarmannahelgi partý Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanganum.

Eitthvað vorum við með seinni skipunum því mér skilst að margir hafi verið farnir, en fullt af skemmtilegu fólki, kannski einmitt fólki sem við hittum sjaldan… Viktor var reyndar mættur með Garðari, Helgi Hrafn var á staðnum og (nú man ég ekki eftir öllum), en amk. Hilmar Örn, Megas, Lillý..

En mjög skemmtilegt kvöld þó umræðan snerist nú full mikið um Pírata, einhvern veginn alltaf aftur og aftur…