Róleg helgi

Það var heldur betur kominn tími á rólega helgi, þeas. að mestu „koju-fyllirí“, við sátum heima og sötruðum bjór, rauðvín… það er svo sem ekkert leiðinlegt að sitja í góðum félagsskap með góðar veigar í frábæru umhverfi hér í Kaldaselinu.

Jarðarför Öldu var á föstudeginum, svo fengum við Jón Eyfjörð okkur bjór eftir að hafa náð samkomulagi (svona að mestu) um framhaldið.

Sylvía kíkti á laugardeginum og þær Iðunn fóru til Hveragerðis í mat á Heilsuhælinu.

Reyndar vonbrigði að sjá Arsenal spila skelfilega illa á móti Liverpool á sunnudeginum og tapa eftir því.

Sunnudagskvöldið var svo rólegt, Friðfinnur kom í heimsókn til að horfa á Game Of Thrones með börnunum, tylltum okkur út á pall á meðan við biðum.