Skólafélagar Viktors

Hópur frá háskólanum í Southampton, voru á ferðinni á landinu, smanemendur, kennarar og aðrir sem Viktor þekkir til… hann var þeim auðvitað innan handar við að skipuleggja ferðina.

Og auðvitað buðum við þeim í mat, mjög vel heppnað lambalæri og svo kúrbítur og buff fyrir fjórar grænmetisætur.. en stórskemmtilegur hópur og frábærlega vel heppnað kvöld – hefði kannski betur tekið því örlítið rólegar.