Greinasafn fyrir merki: Gleðiganga

Gleðiganga

Skutluðum Viktori í Gleðigöngu, sóttum Sylvíu og fórum niður í bæ… Alltaf jafn ánægjulegt að fylgjast með og í rauninni ótrúlegt að sjá þessa hugarfarsbreytingu á ekki lengri tíma.

En auðvitað þarf að gera betur og margt sem má laga.. kannski sérstaklega ánægjulegt að sjá kynlausa taka þátt í ár.

Gripum bjór á English Pub, hittum Dóru í fyrsta skipti í nokkra mánuði, kíktum aðeins til Sylvíu, en létum gott heita… enda búinn að vera góður dagur – og smá þreyta eftir gærdaginn.

Gleðiganga - 3.jpg

Gleðiganga og lítill fiskidagur

Kíktum á gleðigönguna og hittum fullt af fólki, að venju…

Gleðiganga - 12Skúli í gleðigöngu með borgarstjórn

Gleðiganga - 3Viktor með ungliðahreyfingum.

Svo upp í Móa til Öggu á litla Fiskidaginn.. svona fiskveisla fyrir þá sem náðu ekki að fara norður. Sjósiginn fiskur frá Kidda frænda, einhverjar veigar með, fiskisúpa frá Öggu og fiskibrauð frá okkur. Iðunn og Maggi tóku svo að sér svokallaðan „drekkusöng“ – en voru reyndar bara tvö.
Fiskidagur - Iðunn MaggiIðunn og Maggi í „drekkusöng“
Fiskidagur - 2Fiskur