Gleðiganga

Skutluðum Viktori í Gleðigöngu, sóttum Sylvíu og fórum niður í bæ… Alltaf jafn ánægjulegt að fylgjast með og í rauninni ótrúlegt að sjá þessa hugarfarsbreytingu á ekki lengri tíma.

En auðvitað þarf að gera betur og margt sem má laga.. kannski sérstaklega ánægjulegt að sjá kynlausa taka þátt í ár.

Gripum bjór á English Pub, hittum Dóru í fyrsta skipti í nokkra mánuði, kíktum aðeins til Sylvíu, en létum gott heita… enda búinn að vera góður dagur – og smá þreyta eftir gærdaginn.

Gleðiganga - 3.jpg