Menningarnótt

Við vorum eiginlega hálf lúin eftir afmælisveislu Alexöndru, en fengum okkur góðan morgunmat, sátum aðeins úti í sólinni og kíktum svo í bæinn.

Fyrsta stopp var stórskemmtileg ljótu-gjafa-sýning Helga & Þóru og Írisar & Sigga.

Þaðan ætluðum við að ná á Dillon með hljóðfærinu en þurftum að leggja á Ránargötu til að fá bílastæði og rölta þaðan… sem var svo sem ekki mikið mál.

En við þorðum ekki að skilja hljóðfærin eftir og sátum á Dillon, horfðum á svekkjandi tap Arsenal, drukkum eitthvað af bjór og fylgdumst með skemmtilegum hljómsveitum úr öllum áttum.

Við Fræbbblar spiluðum rétt rúmlega sjö og gekk bara nokkuð vel, garðurinn vel þéttur, móttökurnar fínar og mikið um jákvæðar undirtektir.

Við dóluðum okkur þarna aðeins en ákváðum að fara heim áður en flugeldasýningin byrjaði, bæði orðin ansi þreytt, amk. ég, og svo var fínt að losna við umferðina… eiginlega var valkosturinn að fara heim fyrir ellefu eða taka góða törn og vera fram eftir.

Menningarnótt - 1.jpg