Iðunn, afmæli

Iðunn - maí - 2017Þá er Iðunn komin á sextugsaldurinn… við verðum bæði á sextugsaldri í rúm tvö ár, svona að því gefnu að við tórum.

En fínasti afmælisdagur, Brynja og Sylvía kíktu upp úr hádegi og svo fórum við að borða á Caruso. Ágætur matur, frábærir forréttir, sniglar og carpaccio, Iðunn var heppin með humarpasta en sjávarrátta risottóið mitt var svona og svona. Eftirréttirnir og kaffið svo fínt.

Þá spillti ekki að Anna & Palli höfðu ákveðið að detta inn á sama stað á brúðkaupsafmælinu sínu og við náðum góðri stund með þeim fyrir utan með eftirréttina.