Toscana, RImini, Budapest

11. júní – Hótel Örk, Mílanó

Morgunmatur og svo golf með Bergþóru, Viktori og Iðunni, Alexandra var aðeins með og Guðjón prófaði á síðustu holunum.
Svo gufa með Viktori áður en við fórum heim.
Það var svo (auðvitað) seinkun á fluginu en við fórum til Keflavíkur seinni partinn.
Lentum í Mílanó um tvö og fórum á fínasta hótel, en það var reyndar aðeins frá flugvellinum og lestarstöðinni.

12. júní – Til Toscana

Fínn morgunmatur á hótelinu, Malpensa, svo leigubíll niður á lestarstöð, lest milli stöðva í Mílanó, svo til Flórens og þaðan sú þriðja til Empoli.
Kristín og Þórður sóttu okkur þangað og við fórum upp í sveit, þeas. Toscana, þar sem Hekla, Rakel, Assa, Sesselja og Áslákur biðu,
Þórður bauð upp á þetta frábæra Lasagne um kvöldið.

13. júní – Rigning, Coq au vin

Það rigndi eitthvað þarna, en við Þórður skruppum í smá verslunarferð til Empoli og Iðunn eldaði CocAuVin um kvöldið – virkilega vel heppnað en aðeins öðru vísi en áður.
Við Iðunn tókum lítið pókermót með Kristínu og Þórði, sem ég vann!

14. júní – Rigning, út að borða

Meiri rigning, Dísa, vinkona Össu mætti.
Fór aftur með Þórði til Empoli.
Svo út að borða „upp í fjall“ um kvöldið – maturinn allt í lagi og umhverfið fínt – sérstakt að fá ansjósur úr ómerktri dós.

15. júní – Sól og nautasteik

Við Þórður fórum enn eina verslunarferðina til Empoli, keyptum nautasteik héraðsins og Þórður eldaði, ég græjaði einhvers konar útgáfu af Bernaise sósu, fínasta steik, en matarlystin ekki mikil.
Veðrið eitthvað betra, amk. talvert mikil sól
Rakel fór heim seinni partinn.

16. júní – Hjálmar mættur

Hjálmar mætti á staðinn, það fór aftur að rigna.
En minnir að Dísa hafi séð um matinn.
Við Iðunn kíktum á Leonardo Da Vinci safn og einn bjór í „bænum“, Vinci, aðalsafnið var reyndar lokað.

17. júní – Til Rimini

Næsti áfangastaður, Þórður skutlað okkur til Empoli, um hádegi, þurftum aðeins að bíða eftir lestinni, fjórar ferðir til Rimini, vorum komin sjö / hálf – átta. Fengum mjög fínan mat á hótelinu, Hotel Life, hlaðborð með mjög góðum forréttum og allt í lagi aðalréttum.

18. júní – Fyrsti dagur á Rimini

Fínn morgunmatur á hótelinu, tókum smá rölt um nágrennið, fengum okkur smárétti á Mozi um daginn og ágætan kvöldmat á Nave.

19. júní – Rólegt

Röltum aðeins um nágrennið, gripum kaffi og bjór og snarl á staðnum á móti hótelinu.
Fórum á ítalskan stað um kvöldið, þjónustan ansi hæg, en maturinn fínn.
Gripum bjór á Atlantic um kvöldið, en nú brá svo við að staðurinn tók ekki kort.

20. júní – Ísland – Portúgal

Kíktum á ströndina og gripum snarl á Mozi.
Fengum okkur kvöldmat á hótelinu og horfðum svo á ansi svekkjandi leik Íslands og Portúgals á Mozi barnum.

21. júní – Ströndin

Rólegt á ströndinni, borðuðum á Sitopia um kvöldið, staður aðeins nær miðbænum, mjög góður matur.
Gripum bjór fyrir svefninn.

22. júní – Riccione

Vinnufundur um morguninn, svo sundlaug við hótelið, pizza og krækling á Nave.
Tókum strætó og lest til Riccione.
Bjór, kokkteil, bjór og matur við ströndina.
Furðulegt að það fylgdi matur með á öllum börum.
Tókum strætó frekar seint heim, engir leigubílar í boði.
Sérstakt að það var talsvert um hermenn í fullum skrúða í jeppum á rúntinum í miðbænum.

23. júní – HK – Breiðablik

Rólegt við sundlaugina, fengum okkur snarl á hótelinu og mat þar um kvöldið.
Horfðum á HK – Breiðablik, heldur betur skelfilegur leikur,
Snemma að sofa.

24. júní – Til Budapest

Morgunmatur á hótelinu og leigubíll upp á flugvöll.
Stutt og þægilegt flug, upp á hótel og fínasta snitsel í kvöldmat á hótelinu.

25. júní – Spago og Halli

Rólegur sunnudagur í Búdapest, kíktum í Arena Mall og Iðunn stóð sig svo vel að þegar hún sagðist þurfa að finna klósett þá gerði ég ráð fyrir að hún vildi kaupa..
En kíktum á Spago í frábæran kvöldmat, hittum svo Halla Guðsteins á kokteilbar ekki langt kirkjunni, bar sem Iðunn mundi sérstaklega eftir.
Halli var í fínum gír, var líka í tannaðgerðum, átti að vera farinn heim, en hafði misst af fluginu..

26. júní – Fyrsti dagur í aðgerðum

Iðunn fór um hádegi, ég reyndi að finna út úr vinnuaðstöðu og kaupa græjur en gekk ekki vel, tók megnið af deginum, fann samt hleðslutæki fyrir tölvuna og lyklaborð.
Létum einfaldan mat á hótelinu nægja um kvöldið.

27. júní – Tannlæknir og græjukaup

Iðunn aftur í aðgerðum, ég fór á flakk að kaupa græjur, litlar búðir, lítil enskukunnátta og lítið um græjur.
Fékk Kebab í bænum áður en við fengum okkur gúllassúpu á hótelinu.

28. júní – Skrifstofa, skoða

Kíkti á skrifstofuna sem ég ætla að leigja, Iðunn í stuttri tannlæknaferð, vinnufundur um umhverfismælingar.
Æfing, svo niður í bæ að finna naglaaðgerðastofu, Craft Beer (Madhouse), vínbar, frábær matur á Fabbrica og svo heim, svolítið drukkin.

29. júní – Vinna á hótelinu

Vann aðeins á hótelinu, kíktum í verslunarmiðstöðina á hinum endanum – fengum okkur ekkert sérstakan mat á Terrace.

30. júní – Vinna, Breiðablik – Buducnost

Fór upp á „skrifstofu“ og vann til tvö, sendi reikninga og kláraði nokkur mánaðamótaverk, æfingar, gufa, matur á hótelinu og Breiðablik – Buducnost, 5-0 um kvöldið.

1. júlí – Bæjarflakk

Fórum á smá flakk seinni partinn, eftir nokkur verkefni í vinnunni.
Búðir, barir, allt of síðbúnir smáréttir á Divine?
Matur á Ottimo um kvöldið, Iðunn hafði enga lyst og ég ekki mikla, en greinilega hafði einhver unnið kökukastkeppnina.
Fengum ekki nema flöskubjór á hótelinu, þrátt fyrir 11 tilraunir við að græja úr krana, rukkaði samt eins og við hefðum fengið stóran.
En loftræstingin ekki komin í lag enn..

2. júlí – Annað hótel

Loftræstingin ekki í lagi, fengum að fara á annað Danubius hótel, Helia. Tókum því samt rólega og fórum á indverska staðinn Swaad, en einhvern veginn alveg búin á því og fórum snemma að sofa.

3. júlí – Alexandra mætt

Vinna eitthvað fram eftir degi á leiguskrifstofunni, fórum svo niður í bæ og hittum Alexöndru, sem var einmitt nýkomin í bæinn.
Ekki sátt við Craft bjór staðinn sem við byrjuðum á að prófa en Marriott hótel barinn var lokaður.
Svo að borða á Százéves, fín stemming, mikil lifandi tónlist, jafnvel full mikil, maturinn ekkert sérstakur og undarleg uppákoma í lokin þegar þau báðu um að við borguðum vínið í Evrum og gáfu okkur aðra í staðinn!

4. júlí – Sigling á Dóná

Talsvert að vinna fram eftir degi á leiguskrifstofunni, nýtti hádegið í smá búðarráp. En borðuðum á hótelinu og Alexandra fékk sér bita sjálf.
Fórum svo á siglingu á Dóná með Alexöndru, kannski aðeins of snemma til að skoða upplýstar byggingar í myrkrinu.
Budvar á torginu og horfðum á framlengingu og vítakeppni hjá KA – Breiðablik áður en við fórum að sofa.

5. júlí – Marriott barinn og Gundel

Aðeins að vinna, hittum svo Alexöndru á Marriott barnum, með þetta svakalega útsýni yfir ána, fína drykki, háværa tónlist og talsverðan hita.
Þaðan á Gundel sem bæði Þorsteinn Sæm. og Jóhanna höfðu mælt með. Rosalega skemmtilegur staður með frábærar veitingar og ekki spillti vel heppnuð vínpörunin fyrir. Það var reyndar líka veisla hjá pöddunum á staðnum og Iðunn illa bitin.

6. júlí – Vinna og rölt

Aðeins að vinna fram yfir hádegi, fórum svo á smá rölt frá hótelinu, fyrst meðfram ánni, svo inn að bæ, en fundum ekki mikið af stöðum, loksins þokkalegan bjór bar en svo fljótlega til baka.
Borðuðum á KHAN, asískum stað, frábær matur, en vorum ekki lengi.

7. júlí – Rólegur dagur og Breiðablik – Fylkir

Borðuðum á hótelinu um kvöldið, sem reyndist vera mjög svo óspennandi hlaðborð, horfðum á Breiðablik vinna Fylki 5-1, í frekar döprum útsendingar skilyrðum.

8. júlí – Westend og Nobu – og Póker

Fórum í verslunarmiðstöðina Westend, svo sem ekki mikil frægðarför en allt í lagi að dunda okkur þarna.
Svo á japanska Nobu á Kempinski hótelinu, frábær matur, sem stóð vel undir væntingum.
Loksins á Póker stað og spiluðum aðeins, ég byrjaði á að kaupa mig inn fyrir 10.000 HUF, tapaði öllu á fyrsta spili með tvær tíur á móti tveimur ásum, 5.000 í viðbót fóru fljótlega en síðasta 5.000 viðbótin skilaði rúmlega 40.000. Iðunn keypti sig inn fyrir sömu upphæðir og kom út með 23.000.

9. júlí – Margrétar eyja og Hoppá

Fórum yfir á eyjuna, Margit-Sziget, með geðvondum leigubílstjóra. En röltum um, eiginlega stór skemmtigarður með baðhúsi og strönd og vatnsorgeli. Bjór, skiptum djúpsteiktum Camembert með okkur og svo kaffi og Aperol Spits áður en við röltum upp á hótel, með einu bjórstoppi.
Fórum á Hoppá Bistro um kvöldið, fær meðmæli frá Michelin og stóð heldur betur undir væntingum, fékk alveg nýja sýn á Cordon Bleu.
En svo snemma að sofa, enda Iðunn að mæta eldsnemma á morgun.

10. júlí – Vinna, tannlækningar og Tapas

Tvær tannlæknaheimsóknir hjá Iðunni, ég vann á hótelinu.
Smá hreyfing í lok dags og svo á spænska Tapas veitingastaðinn Unomas, fínasti matur, en vorum ekki lengi.

11. júlí – Vinna, tannlækningar og Breiðablik

Iðunn aftur til tannlæknis, ég reyndi að nota skrifstofuaðstöðu við Lehe 14, var ekki að virka, ekki nothæfur skjár, óhreint, heitt og þungt loft.
Vann svo aðeins á hótelinu áður en við fórum í Arena Mall og kláruðum að mestu að kaupa það sem okkur „vantaði“.
Borðuðum á einföldum stað Firkasz, fínn matur og þjónusta en kannski ekkert merkilegt.
Horfðum á fyrri hálfleik Breiðabliks á útivelli á móti írskum meisturunum í Shamrock Rovers á staðnum, tókum strætó heim á hótel og kláruðum leikinn þar – og í strætó – frábær 1-0 sigur.

12. júlí – Aftur til Arena

Síðasta heimsókn Iðunnar í tannlækningar. Ég fór í klippingu og ekki vel heppnaðan rakstur.
En komið að því að fara aftur upp á Hótel Arena til að komast með leigubíl út á flugvöll.
Rammstein voru með hljómleika á íþróttavellinum um kvöldið, höfðu líka spilað í gærkvöldi, mikið um merkta áhangendur á hótelinu.
Fórum að klára innkaup, slepptum indversku búðunum, fundum litla ferðatösku eftir talsverða og ruglingslega leit – en svakalegur hiti var ekki að hjálpa. En fundum mjög álitlegt hverfi sem einhvern veginn hafði farið fram hjá okkur, gripum nokkra bjóra og kokteila í viðbót.
Fengum frábæran mat á Cyrano í hádeginu en létum súpu og snitsel nægja á hótelinu um kvöldið.

13. júlí – Heim og Jónatan

Loksins heim, fórum frekar snemma að sofa, en ég vaknaði um eitt og náði ekki að sofna áður en við fórum út á flugvöll.
Ágætt flug en náði ekki að sofna í vélinni.
Viktor sótti okkur og við sóttum Jónatan eftir að hafa skutlað Viktori heim.
Fengum okkur pylsur í hádegismat, skoðuðum kort af ferðalögum fjölskyldunnar og vorum aðeins að leika þar til Elina og Jonni sóttu hann á leiðinni til Keflavíkur, Elina og Jónatan að fara til Lettlands, Jurmala [ekki Riga, eins og Jónatan var með á hreinu].
En algjörlega búin á því og fórum að sofa upp úr níu.

clip_image008[23] 11.0°C