Afmæli og fyrir-verslunarmanna-helgi-partý

Afmæli hjá Magnúsi í Austurbrún… frábært veður (eins og nánast á hverju ári) og kíktum með Önnu & Palla og Friðjóni & Sæunni í fordrykk og veitingar.

Magnús - afmæli
Þaðan á Laugaás að borða.. allt-í-lagi matur en ekkert meira.

Aftur inn í Austurbrún í fleiri drykki.

Þaðan til Hrafns í enn eitt fyrir-verslunarmannahelgi partýi. Mjög skemmtilegt að koma og alltaf skemmtileg blanda af fólki sem við hittum sjaldan.
Laugarnes 2 - lítil

Afmælisgrill

Kiddi og Maggi héldu nokkurs konar afmælisveislu og grill í Fögrubrekkunni.. Fyrir utan stórfjöldskylduna kíktu Agga frænka og Sævar frændi. En alltaf vel heppnaðar veislur hjá þeim mágum – og fjölskyldum. Við sátum kannski full lengi fram eftir, en svo sem engin ástæða til að fara heim á meðan einhver stendur vakandi!
Fagrabrekka - Agga Iðunn - lítil

Einifellsferð

Fórum í frekar undarlega Einifells ferð frá miðvikudegi til mánudags – „undarlega“ vegna þess að Auður & Steini voru hvergi nærri. Jú, reyndar voru þau hluta tímans á Laxfossi og kíktu við.. en í þetta sinn vorum við án þeirra á Einifelli.

Við Iðunn fórum með Alla & Hrafnkeli Mána og Brynju & Öglu Margréti og Kristínu. Viktor og Hekla komu tvo fyrstu dagana, Rakel gisti eina nótt og Arnar, Unnur & Unnsteinn Magni mættu um helgina.

Að venju snerist ferðin um matargerð og ekki síður að borða árangurinn.. Petanque var spilað flesta dagana, krakkarnir nýttu sér trampólínið, úti-„eldhúsið“ eða fóru í ratleiki sem Alli setti saman. Timeline var eitthvað var spilað en flest kvöld (eða í rauninni nætur) fóru í póker. Já… og heita pottinn.

Brynja mætti með kjúklingabringur fyrsta kvöldið sem við Alli grilluðum. Annað kvöldið var hvítlauksgrillaður Hornafjarðarhumar í forrétt og grilluð hrossalund í aðalrétt með rauðrófum, ég grillaði hvort tveggja á kolagrilli á hæsta hita, notaði einhvers konar sívalning til að ná hámarkshita . Þá kom afrískur pottréttur sem Alli sá að mestu um og á laugardaginn fengum við okkur samsuðu… Brynja gerði sítrónu-chili-spaghetti, Iðunn og Unnur karamelluðu lauk og döðlur og apríkósur og ég smjörsteikti saltfisk í vorlauk og hvítlauk og setti yfir ristaðar möndlur – frábær samsetning. Og ekki sviku lambakótiletturnar á sunnudagskvöldið.

Kristín átti afmæli á fimmtudeginum sem varð tilefni til pönnukökuveislu.

Og svo úrslitum sé haldið til haga þá vann Arnar einstaklings Petanque mótið, rúllaði mér upp í úrslitaleiknum.. ég vann þrjú pókermót, Alli og Unnur eitt, Iðunn eitt og hálft og Brynja hálft!

Einifell - júlí - Petanque - 4 - lítil

Einifell - júlí 6 - lítil

Einifell - júlí - póker 2 - lítil