London, maí 2019

Sunnudagur út

Fórum til London hálftíu um morguninn, gekk svo sem allt í lagi, en rútan á leiðinni frá Luton lenti í árekstri – bílstjórinn var lítið að hafa fyrir því að láta vita hvað var í gangi og eftir tæplega hálftíma bið gáfumst við upp og tókum leigubíl.

Tókum svo smá rölt í nágrenni hótelsins, en kannski aðeins of langt niður að Thames, lögðum okkur aðeins, til að ná smá svefni.

Fórum svo niður í bæ að hitta Viktor á San Carlo á Regent Street, með stuttu stoppi á All Bar One í Gin og Tónik.

En frábært að hitta Viktor eftir nokkra mánuði, kvöldið leið hratt yfir frábærum mat á stór skemmtilegum stað með topp þjónustu. Og ódýrara en matur á einföldum veitingastað í Reykjavík. Tókum samt forrétti, aðalrétti, eftirrétti, tvær vínflöskur og skot!

Smá pöbbarölt, hittum trommara á Leicester Square, reyndum að finna bar sem mátti reykja inni eða í skjóli, en þeir sem við fundum voru ansi troðnir.

Vorum sem sagt frekar þreytt, langaði svo í eitthvað þegar við vorum komin inn á hótel, en allt lokað. Whisky úr smáflöskum úr fríhöfninni bjargaði því sem bjargað varð.

London - maí - 2-1

Mánudagur, heim

Reyndum að sofa út, fengum merkilega góðan skyndi morgunmat, frítt vegna þess að eldhúsið var lokað vegna framkvæmda.

Fórum svo niður í bæ til Viktors, setrum töskurnar í geymslu hjá honum.

Svo smá búðarráp, Desigual, SportsDirect, Marks og Spencer og svo yfir í Covent Garden að finna bar sem sýndi Aston Villa – Derby County. Það hafðist að lokum, hittum ma. harðan Derby aðdáanda.. leikurinn endaði ekki vel.

Viktor fór með félögunum á flakk og við fórum á Pix, spænskan tapas stað sem Maggi hafði mælt með… mjög fínn, ekki kannski sami klassi og Dehesa, en mjög góður matur og alls ekki dýr.

Smá verslunarráp, duttum svo inn á bar í Soho, The Yard, sátum þar lengi í úti/inni garði og reyktum og drukkum.

Þaðan í nudd, til að drepa smá tíma enda orðin lúin, en frekar skrýtið nudd, stúlkurnar hlógu og hlógu að okkur.

Þaðan yfir á Elysse, sem við fórum á með Jóhönnu & Jóni fyrir nokkrum árum, mjög skemmtilegur staður, svona hálfpartinn úti (þeirra útgáfa af reykingasvæðinu á Ölstofunni), fínasti matur, eiginlega frábær T-Bone steik.

Svo prófuðum við ávaxtapípur og bjór. Og eftir matinn komu Viktor og félagar.

Við sátum þarna allt of lengi, en fórum svo til Viktors um hálf tvö.

Tókum svo Uber til Luton en komumst að því að betri stofan opnaði ekki fyrr en fjögur.

Við náðum aðeins að slaka á, en lítið sofa og nánast ekkert í flugvélinni.

Iðunn beint á námskeið en ég fór og lagði mig aðeins.

London - maí - Elysse - 2-1