Greinasafn fyrir merki: London

London, maí 2019

Sunnudagur út

Fórum til London hálftíu um morguninn, gekk svo sem allt í lagi, en rútan á leiðinni frá Luton lenti í árekstri – bílstjórinn var lítið að hafa fyrir því að láta vita hvað var í gangi og eftir tæplega hálftíma bið gáfumst við upp og tókum leigubíl.

Tókum svo smá rölt í nágrenni hótelsins, en kannski aðeins of langt niður að Thames, lögðum okkur aðeins, til að ná smá svefni.

Fórum svo niður í bæ að hitta Viktor á San Carlo á Regent Street, með stuttu stoppi á All Bar One í Gin og Tónik.

En frábært að hitta Viktor eftir nokkra mánuði, kvöldið leið hratt yfir frábærum mat á stór skemmtilegum stað með topp þjónustu. Og ódýrara en matur á einföldum veitingastað í Reykjavík. Tókum samt forrétti, aðalrétti, eftirrétti, tvær vínflöskur og skot!

Smá pöbbarölt, hittum trommara á Leicester Square, reyndum að finna bar sem mátti reykja inni eða í skjóli, en þeir sem við fundum voru ansi troðnir.

Vorum sem sagt frekar þreytt, langaði svo í eitthvað þegar við vorum komin inn á hótel, en allt lokað. Whisky úr smáflöskum úr fríhöfninni bjargaði því sem bjargað varð.

London - maí - 2-1

Mánudagur, heim

Reyndum að sofa út, fengum merkilega góðan skyndi morgunmat, frítt vegna þess að eldhúsið var lokað vegna framkvæmda.

Fórum svo niður í bæ til Viktors, setrum töskurnar í geymslu hjá honum.

Svo smá búðarráp, Desigual, SportsDirect, Marks og Spencer og svo yfir í Covent Garden að finna bar sem sýndi Aston Villa – Derby County. Það hafðist að lokum, hittum ma. harðan Derby aðdáanda.. leikurinn endaði ekki vel.

Viktor fór með félögunum á flakk og við fórum á Pix, spænskan tapas stað sem Maggi hafði mælt með… mjög fínn, ekki kannski sami klassi og Dehesa, en mjög góður matur og alls ekki dýr.

Smá verslunarráp, duttum svo inn á bar í Soho, The Yard, sátum þar lengi í úti/inni garði og reyktum og drukkum.

Þaðan í nudd, til að drepa smá tíma enda orðin lúin, en frekar skrýtið nudd, stúlkurnar hlógu og hlógu að okkur.

Þaðan yfir á Elysse, sem við fórum á með Jóhönnu & Jóni fyrir nokkrum árum, mjög skemmtilegur staður, svona hálfpartinn úti (þeirra útgáfa af reykingasvæðinu á Ölstofunni), fínasti matur, eiginlega frábær T-Bone steik.

Svo prófuðum við ávaxtapípur og bjór. Og eftir matinn komu Viktor og félagar.

Við sátum þarna allt of lengi, en fórum svo til Viktors um hálf tvö.

Tókum svo Uber til Luton en komumst að því að betri stofan opnaði ekki fyrr en fjögur.

Við náðum aðeins að slaka á, en lítið sofa og nánast ekkert í flugvélinni.

Iðunn beint á námskeið en ég fór og lagði mig aðeins.

London - maí - Elysse - 2-1

London, sunnudagur

Við höfðum eitthvað verið að velta fyrir okkur að fylgja Viktori til Southampton og fara svo beint í flug, en reyndist full langt ferðalag og full lítill tími til að stoppa í Southampton.

Tókum morgunmatinn seint og fórum niður „í bæ“. Röltum um Soho, Chinatown, Neal’s Yard, Regent Street… drukkum kaffi, fórum í nudd, drukkum bjór, keyptum Whisky, drukkum bjór og borðuðum á spænska Dehesa. Frábærir smáréttir og viðeigandi endir á frábærri ferð.

London - mars - Chinatown

Vorum svo samferða á Victoria þaðan sem Viktor fór til Southampton og við tókum lestina til Gatwick.. og flug heim með IcelandAir.

London, laugardagur

Við Iðunn fórum frekar snemma á flakk niður að Strand og Covent Garden.. stoppuðum aðeins í kaffi og búðum og röltum um þar til Freemasons Arms opnaði á hádegi. Viktor hitti okkur þar og við horfðum á dramatískan leik Tottenham og Arsenal, með öllum sveiflum… bæði með Arsenal og Tottenham aðdáendum, verst að Tottenham fjölskyldan sem sat með okkur við borð var farin þegar Arsenal jafnaði!

London - mars - Freemasons Arms

En svo á Belgo, sem er alltaf skemmtilegur veitingastaður, en þau eru hætt með smakk-brettin. Þar á eftr rölt um Covent Garden, kaffi, vindlar, drasl, kökur, belti – og við Viktor keyptu sitt hvorn hattinn.

Smá pása fyrir kvöldmatinn en hann var við King Street í Hammersmith, ítalskur L’Amorosa, sem fær frábærar umsagnir á Hardens.

Og stóð undir frábærum umsögnum.. ekta ítalskur staður. Við fengum okkur öll truffluskotið Carpaccio og svo var Iðunn með trufflupasta („maltagliati“), ég fékk mér Saffran Ossobuco en man ekki hvað Viktor fékk sér.. ekki pizzu samt í þetta skiptið.

Vorum svo að velta fyrir okkur kvöldinu.. svo sem búin að standa okkur vel í skemmtanalífinu, nenntum ekki á Casino, nenntum ekki niður í miðbæ að leita að bar og fundum engan bar nálægt hótelunum (við Paddington).

Við fórum reyndar á The Swan, sem Viktor þekkti reyndar sem fyrsta barinn sem við duttum inn á fyrir níu árum, þegar hann fór með okkur til London í nokkra daga!

En barinn lokið á miðnætti og það var einfaldlega allt lokað, nema einhver kokteilabar nokkuð frá okkur. Þannig að við ákváðum að segja þetta gott.. en mikið rosalega er undarlegt að í svona stórum bæjarhluta skuli ekki vera einn einasti bar opinn eftir miðnætti á laugardegi. En, jæja, kannski fínt að skynsemin fái einu sinni að vera með.

London, Stiff Little Fingers

Við vissum ekki alveg hverju við ættum að búast við frá Stiff Little Fingers.. við sáum þá 2008 í London og það eru enn einhverjir bestu hljómleikar sem við höfum séð, þó þeir hafi sleppt Gotta Getaway. Viktor hafði eftir enskri vinkonu sinni að pabbi hennar hafi nýlega orðið fyrir miklum vonbrigðum [kom síðar í ljós að stúlkan átti við The Stranglers] og kannski vorum við bara að eyðileggja góða minningu.

En stemmingin var fín, við héldum okkur aðeins til hliðar í stað þess að vera í miðri mannþrönginni og í stuttu máli sagt, frábærir hljómleikar. Þeir eiga auðvitað fáránlega mikið af flottum lögum og spilamennskan frábær, þétt keyrsla, lögin alveg 100%.. en það er ekkert hægt að lýsa svona.

Gotta Getaway var svo fyrsta uppklappslagið þannig að nú erum við búin að sjá það.

London - mars - SLF - 1

Eitt fór reyndar í taugarnar á mér. Þegar þeir kynntu Gotta Getaway töluðu þeir um að þeir væru alltaf að fá send YouTube upptökur þar sem hinar og þessar hjómsveitir væru að spila lagið. Og eina ástæðan til að þeir væru að taka lagið væri „to show you how it’s done“.

London, föstudagur

Við Iðunn kíktum í örstutta helgarferð til London, tilefnið að hitta Lindsay frá RT Software, sem tókst ágætlega, en svo var ekki hægt að fara til London án þess að Iðunn kæmi með og Viktor kæmi frá Southampton.

London - mars - 3 - fokus

Við hittum Viktor nálægt Paddington og það tók smá tíma að koma okkur fyrir og drífa okkur á bjórhátíðina í Camden Center (sem er ekki í Camden).. vorum ekki mætt þangað fyrr en undir fimm seinni partinn.

Lindsay, sem þekkti ágætlega til ensku bjóranna og fór með okkur. Það var sér London veggur, nóg af bjórum frá hinum og þessum stöðum frá Bretlandi og svo sér salur með alþjóðlega bjóra. Darkside of the Moose var fínn og í sjálfu sér margir spennandi og ekki spennandi bjórar – eins og gengur.

London - mar - bjórhátíð - 4

En okkur var ekki til setunnar boðið, hljómleikar Stiff Little Fingers voru næstir á dagskrá.

Hljómleikarnir voru í Kentish Town og við vorum samferða Lindsay þangað, 1-2 bjórar áður en hann hélt heim. Við fundum ítalskan veitingastað, Delicious By Franco, þar sem Viktor fékk sér pizzu – sem jafnvel Iðunn kunni að meta – og hann var mjög sáttur við, ég fékk mér einhvern pylsurétt sem var sérstakur og vel þess virði að smakka, en Iðunn „vann“ með trufflusvepparavioli, alveg frábært.

Ég tók eftir að fólkið á næsta borði var með öryggiskort, ShowSec, og fór að spyrjast fyrir… og jú, það passaði, þau unnu við öryggisgæslu á hljómleikunum. Við fórum svo að spjalla, eitthvað kom Boston við sögu og þau vildu skipuleggja eitthvað með okkur þar, en ég hef ekki grun um hvað… Þau voru sem sagt frá Bandaríkjunum og Viktor fór að spjalla við þau um pólitík, einn sagðist styðja Trump og tók sérstaklega undir múslimahatrið frá honum – Viktor brást eðlilega mjög illa við. Og einhvern veginn finnst mér ekki líklegt að okkur langi til að hitta þetta fólk aftur – amk. ekki þennan gaur.

2014, það sem situr kannski frekar eftir

Einhverra hluta vegna eru það ekki alltaf „stóru“ stundirnar eða viðburðirnir sem sitja eftir á hverju ári… heldur einhverjar allt aðrar.

Ef ég lít til dæmis til baka yfir 2014…

 • Við Iðunn fórum út að borða með Bryndísi í skíðaferðinni í Flachau síðasta daginn, þegar færðin bauð ekki lengur upp á skíðaferð. Stórskemmtileg og viðburðarík ferð með skemmtilegu fólki og stórveislu að hætti Bryndísar.. en einhvern veginn er það þessi rólega stund sem situr helst eftir.
 • Við Iðunn fórum svo á flakk um Belgíu og Holland í byrjun sumars… vorum mjög heppin með staði, veitingastaði, bari, bjóra, rauðvín og hótel. En það sem situr eftir er þegar við vorum búin að keyra til Maastricht úr fluginu, komum okkur fljótlega fyrir uppi á hóteli og drifum okkur í bjór og snarl úti í garði.
 • Jú, reyndar var heimsóknin á TakeOne bjórbarinn í Maastricht minnistæð, áhugasamir barþjónar með mikið úrval af bjór.
 • Og ekki má gleyma garðinum á ítalska veitingastaðnum og heimsóknin á einn sérstakasta bar sem við höfum dottið inn á.
 • Í London komumst við óvænt að því að veitingastaðir vilja síður gesti á sunnudagskvöldum.. Jón & Jóhanna voru í London og við ætluðum á hinn frábæra japanska Roka, sem var (auðvitað) lokaður.. Það hófst hálfgerð neyðarleit að opnum veitingastað í grenjandi rigningu. Loks fundum við opinn stað, grískur staður, Elysée.. ekki bara til að bjarga okkur, heldur var maturinn frábær.
 • Við stóðum að Punk 2014 hátíð með Kópavogsbæ í vor þar sem Glen Matlock úr Sex Pistols kom í heimsókn. Hljómleikarnir voru stór skemmtilegir, en kvöldið fyrir var eiginlega enn eftirminnilegra… við Iðunn fórum með Glen á frábæran veitingastað.
 • Þá fórum við Iðunn mjög skemmtilega flakk-ferð í haust, en kvöldið á Benalmadena þegar við röltum heim í íbúð frá smábátahöfninni, með Magnúsi & Sylvíu, er svona eitt það eftirminnilegasta.
 • Við stoppuðum svo í Southampton og kíktum vil Viktors, var reyndar hálf lasinn.. en fínt kvöld á ítölskum stað.
 • Einifellsferðir eru alltaf með bestu ferðum ársins, en sú stund sem helst situr eftir er sunnudagskvöld með Auði & Steina, eftir annars stórvel heppnaða helgi með matarklúbbnum GoutonsVoir. Við elduðum afganga og annað lauslegt úr ísskápnum og settumst út í kvöldsólina um tíuleytið, í fínum hita og nutum vel heppnaðrar eldamennsku.

Svo eru ekki allar minningarnar endilega jákvæðar…

 • Stórskemmtileg ferð í Laugarnes til Arnars & Unnar & Unnsteins endaði með ansi slæmum veikindum. Nokkurra klukkutíma bið, þar sem ég var einn veikur í sumarbústað (skammt frá „höfuðstöðvunum“) með bilað klósett og beið eftir að ná heilsu til að keyra heim.
 • Magnús tengdapabbi hefur verið veikur og á Þorláksmessu vorum við vakin snemma morguns og sagt að þetta liti alls ekki vel út. Fljótlega kom þó í ljós að þetta var (væntanlega) ekki tengt sjálfum veikindum og það reyndist að ná tökum á þessu og eftir nokkra stund leit hann miklu betur út.
 • Þá vorum við Iðunn stöðugt að detta og sækja marbletti á árinu. Eða réttara sagt, ég datt einu sinni og Iðunn í öll hin skiptin. Eitt skiptið datt hún mjög illa á andlitið, marðist illa.. og ég var ekki fyrir nokkurn mun að kveikja á því hversu illa hún hafði dottið… ekki góð tilfinning þegar ég loksins kveikti á perunni.

Heimferð

Iðunn átti flug á hádegi, en eftir smá tösku tilfæringar sat vegabréfið hennar eftir í tösku hjá mér.. hún hringdi af flugvellinum og gat „tékkað inn“ til 11:50..

Ég tók leigubíl til Victoria og Gatwick Express – hvorugt var svo sem frítt – og náði tímanlega.. var kominn upp 11:45. En þá voru allir farnir og engin leið fyrir hana að fá að fara með. Tékk-inn liðið í pásu og nennti ekki að opna. Yfirmaðurinn fannst ekki. Og Wow kom þetta ekkert við og heimtaði fullt fargjald fyrir nýtt far.

Þannig að.. aftur til London og fundum nýtt hótel. Náðum aðeins að kíkja í uppáhalds Whisky búðina okkar og borða á Ethai Busaba.. sem var alveg ágætur, en ekkert meira.

Flugið mitt var svo klukkan níu en þegar til kom þurftum við að bíða í vélinni í tvo og hálfan tíma áður en flogið var heim. Ég var kominn heim eitthvað um þrjú leytið.