Amsterdam, IBC+ 2019

Ég bókaði flug og tók frá hótel með góðum fyrirvara þegar ég átti von á að eiga eitthvert erindi á IBC. Það fór reyndar þannig að ég átti lítið erindi, en við ákváðum að Iðunn kæmi líka og að við myndum kíkja til Amsterdam

Föstudagur

Við flugum í sitt hvoru lagi til Amsterdam, Iðunn klukkutíma á eftir mér, þannig að hún drakk aukabjór í Keflavík og ég drakk aukabjór í Amterdam.

Amsterdam - 103-1

Það tók smá stund að finna leigubílinn sem fylgdi hótelinu, fínasta hótel..
Svo yfir á Brouwerij ‘t IJ bjórgjarðinn í smakk og meiri bjór.

Svo niður í bæ, smá stopp á Dam, svo á De Wildeman og þá matur á Il Vecchio Pacioccone. fengum okkur fína forrétti, svo eina nautasteik saman sem við náðum ekki að klára.
En Iðunn var orðin lúin og ég þurfti að skipta um skyrtu eftir rauðvíns yfirhellingu.

Iðunn fór að sofa um tíu, ég fór á smá flakk, De Bekeerde Suster, „skrifstofuna“ þar sem ég hitti slatta af liði… svo í smá póker á Holland Casino þar sem ég tapaði 50 evrum í restina, frekar ósanngjarnt að mér fannst.

Laugardagur

Við byrjuðum daginn með morgunmat á hótelinu, reyndar smá rugl á pöntuninni, en svo yfir á IBC, svo sem ekki mikið spennandi, en BBC var með áhugaverða tilraunastarfsemi, flottir risa 8K skjáir, hitti RtSoftware.. en annars ekkert sérstaklega spennandi.

Þannig að ég dreif mig niður í bæ, fann Iðunni í bjór á Dam horninu, svo yfir í bjór á einni brúnni og annar á Proeflokaal Arendsnest.

Amsterdam - 201-1.jpg

Kíktum upp á hótel áður en við fórum á Mr Porter, með smá viðkomu á Kiterion, en maturinn frábær á Mr Porter, ma. nautasteik með Foie Gras, þjónustan til fyrirmyndar og umhverfið flott, en óþolandi hávær „teknó“ tónlist. Voum kannski aðeins of dugleg í kokteilum og Whisky drykkju.

En yfir á „skrifstofuna“ (Eruopub) þar sem við hittum aftur eitthvað af fólki, svo á barinn sem Rt Software sátu á, og sátum að sumbli fram eftir.

Sunnudagur

Ég var aðeins lúinn, en Iðunn fór snemma af stað, rétt náði flugi eftir að hafa verið í vandræðum með að borga leigubílinn.

Ég tók smá rölt um bæinn, fann nýtt brugghús, Prael, á besta stað, finn bjór og ótrúlegt að hafa ekki fundið áður. Tók reyndar einn Heineken við síkið áður.

Amsterdam - 301-1

Einn Kwak Cafe Belgique áður en ég fór upp á flugvöll, frekar tæpur á tíma en þetta hafðist.

Þurfti svo að bíða talsvert í Keflavík eftir Iðunni, vissi það reyndar fyrir, en fluginu hennar seinkaði þannig að biðin varð eitthvað lengri. Horfði á restina á Breiðablik-Valur í kvennaboltanum, í símanum, þar sem Blikar jöfnuðu á síðustu sekúndu.