Áramót

Að venju mættum við til Sylvíu á gamlárskvöld, í þetta sinn í Mánatúnið.

Ása & Sæmi mættu með okkur og kvöldið var einstaklega vel heppnað.

Humar í forrétt, að hætti Iðunnar, og Sylvía bauð upp á í aðalrétt. nautalund og bakaðar kartöflur og Iðunn þurfti svo auðvitað að bæta við grænum baunum.

Við buðum svo upp á Creme Brulee í eftirrétt, en náðist ekki að grípa fyrr en eftir áramót.

Svolítið sérstakt að vera í garðinum í Mánatúni, glæsileg flugeldasýning – en sáum í rauninni ekkert annað en næsta umhverfi.

Freyðivín og Whisky eftir miðnætti, þjóðsöngurinn, „það er gaman að vera..“ og aðallega ánægjulegt spjall um allt og ekki neitt.aramot-6aramot-8

 

Áramót Iðunnar

Við höfum haldið bridge mót undir nafninu „Áramót Iðunnar“ frá 1995 og náð að halda mót á hverju ári síðan. Þetta er alltaf eitt skemmtilegasta kvöld ársins, spilamennskan afslöppuð, enda fæstir sem spila reglulega.. Þá hefur myndast skemmtileg hefð við veitingar, flestir koma með eitthvað til að narta í, afganga frá jólum, eða eitthvað annað, þannig var hreindýrapaté, heima reyktur lax frá Einifelli, grafin gæsabringa, flatkökur með hangikjöti, síld, bananabrauð og mikið úrval af ostum.

Við Iðunn fórum reyndar í heita potta og gufu með Viktori í Kópavogslaugina seinni partinn.

Alli og Hallmundur unnu mótið í þetta sinn, við Iðunn náðum öðru sæti og besta árangri eftir venjulegum tvímenningsútreikningi.

Úrslit frá upphafi má finna á Áramót Iðunnar.

bridge-3

Annar í jólum

Að venju mætti stórfjölskyldan, „Iðunnarmegin“ til Sylvíu á annan í jólum. Helgi (og að ég held Þóra) elduðu svínabóg, eðal matur eins og alltaf á þeim bænum.

Eitthvað var fámennara en venjulega, aðrar fjölskyldur farnar að „toga“ í sum barnanna. En virkilega vel heppnað og gaman að hitta Brad & Kára, sem komu til landsins yfir hátíðirnar. Eitthvað hafði rauðvínsþörfin verið áætluð varlega, en Andrés sótti varabirgðir í Kaldaselið.

Jóladagur

Í þetta sinn var jóladagsboð hjá mínum hluta fjölskyldunnar hjá Kidda & Gunnu.

Dagurinn byrjaði reyndar rólega, jólabrauð frá Öggu, ostur, hvítöl, konfekt, kaffi og bók.

En í jólaboðinu voru þrjár tegundir af hangikjöti, mér fannst Einifellskjötið best, en það var svo sem ekki einhugur, enda „tvíbakað“ í þetta sinn. Við slepptum því að gera eplakökuna að hætti mömmu, enda svaf matreiðslumeistarinn yfir sig – og hvort sem er þarf hún að ná aðeins að draga andann áður en hún er borin á borð. En ís og aðrir eftirréttir voru svo sem ekkert slor.

Fjölskyldumynd, „actionary“, skák og kommentakerfi svona rétt fram yfir miðnætti – vel heppnað kvöld.
joladagur-13

Aðfangadagur

Skaust að bæta aðeins við jólagjafirnar og kaupa það sem hafði gleymst í matarinnkaupunum – og bjarga Jonna með síðbúna hugmynd að jólagjöfum fyrir starfsmenn.

Þá jólagrautur, klára að pakka inn og aðstoða við matseldina, Iðunn stýrir kalkúna eldamennskunni alla leið! En rólegt og fínt jólakvöld, sofnaði reyndar aftur frekar snemma.. en allt í lagi, það má. Skáluðum fyrir vinum og ættingjum og tókum góðan tíma við að minnast þeirra sem eru ekki lengur hjá okkur.

Þorláksmessa..

Ákváðum að láta skötuveisluna hjá Öggu vera rólegri þetta árið, þeas. engin skata, saltfiskur eða yfirleitt kvöldmatur. Við Iðunn komumst að því að Þóra og fjölskylda átti pantað borð á Sægreifanum og „hengdum okkur“ á þau. Iðunn þarf að fá sína skötu en ég læt saltfiskinn duga.

skata-5

En fínn matur, röltum svo upp Laugaveginn og enduðum hjá Öggu í pakkaskiptum, kæfu, laxi, líkjör.. Ég bakaði tvíreykt hangikjötið frá Einifelli ,skildi eftir til að kólna í ofninum, var svo allt í einu búinn og steinsofnaði. Iðunn vaknaði svo hálf sex til að baka jólagrautinn, kveikti á ofninum.. en hafði ekki grun um að þar væri enn hangikjöt.. þannig að tvíreykta hangikjötið var líka tvíbakað.

Einifell

Kíktum á Einifell um helgina í jólalaxareykingu. Þetta er orðin hálfgerð hefð hjá okkur fyrir jólin. Óvenju hlýtt og þægilegt að standa í þessu núna.. reykingar gengu vel, laxinn óvenju fallegur og afraksturinn ansi girnilegur.

Svo var eitthvað eldað af góðum mat, alls kyns aðkeyptu snarli gerð góð skil, jólabjór smakkaður og eðalvín opnuð. Steini eldaði önd á laugardagskvöldinu og Silverado rauðvínið frá Hafliða var frábært.

Iðunn náði reyndar að sulla fyrsta flokks víni yfir gestgjafana. Og kannski hefðum við mátt fara varlegar í Gin og Whisky þegar leið á laugardagskvöldið, þeas. fyrir utan Steina sem hafði rænu á að kasta inn „drykkju-handklæðinu“ tiltölulega snemma.

Karate gráðun

Þá var komið að gráðun fyrir fjólubláa beltið í karate.

Það hafðist, en rosalegur munur er á gráðuninni núna og fyrri árin, þá var kannski hátt í tveggja tíma bið eftir að komast að.. núna vorum við fjórir og þetta tók ekki nema um hálftíma.

Þetta hafðist.. en mig grunar að næsti áfangi verði talsvert þyngri.

Sambindisjólamatur

Sambindið kíktí í jólamorgunmat („julefrokost“) til okkar í Kaldaselið. Kengúra og dádýr og paté og gæsabringa og ostar og tvíreykt lamb og alvöru eftirréttur í boði Diljá. Að ógleymdum réttunum sem Haddi & Ellen mættu með.

Höskuldur & Sirrý náðu okkur ekki í þetta sinn og Edda var að koma frá Berlín og náði heldur ekki.

En Orri & Júlía mættu seinni partinn, Tommi fljótlega og Helga, Haddi & Ellen og Hákon & Diljá mættu svo þegar nær dró mat..

Tommi stýrði spurningaleik að venju og sveik ekki frekar en fyrri daginn, en entumst ekki lengi, aftur gildir frasinn „ekki frekar en fyrri daginn“. En mjög vel heppnað kvöld.