Matur

Berglind og Gummi buðu okkur og Bjössa og Siggu í mat. Lúðuhringur í forrétt, alvöru nautasteik í aðalrétt og bakað súkkulaði í eftirrétt. Að ógleymdu fordrykkjum. Og víni. Og bjór. Og einstaklega skemmtilegum hóp. En er eiginlega enn að vorkenna Gumma að hafa verið á lyfjum sem mátti ekki drekka með..

Lilja Karen

Mættum í hádegisafmæli til Lilju Karenar í Fögrubrekkunni, við Iðunn vorum einu fulltrúar fjölskyldunnar að þessu sinni – en mættum með síðbúinn pakka til Laufeyjar líka. Held að Iðunn hafi skorað fullt af stigum við að syngja fyrir Lilju..

Sambindishelgarferð

Fórum með Sambindinu í helgarferð í veiðihús í Kjós.. Góður matur, þó T-bone steikin hafi verið bæði frábær og ekki svo frábær. En félagsskapurinn klikkaði ekki frekar en fyrri daginn, hernámssetrarferð, handbolti, naglavinna, bjórdrykkja, eldamennska, víndrykkja, leikir, spjall.. og jóga hjá sumum. Við Iðunn vorum langduglegust á laugardagskvöldinu, enda slepptum við bæði jóganu.

Einifellsferð

Fyrsta Einifellsferð ársins var núna um helgina.. Alltaf jafn gaman að mæta á Einifell í slökun, bjór, rauðvín, eldmennsku, spil, át og einfaldlega slökun.

Iðunn og Auður bjuggu til náttúrulegan bjórkæli við útidyrnar.

Eftirminnilegast var þó þegar Steini dró okkur Iðunni hringferð um lóðina að skoða stjörnur um hánótt.

Og við náðum jú einum Petanque leik, eða réttara sagt hentum við Steini nokkrum kúlum á svell- snjólagðan völlinn.

Á föstudagskvöldinu vorum við með ungverska gúllassúpu, en hægeldaða lambanskanka á laugardagskvöldið.. Og svo óhollustu morgunmatur á sunnudeginum.

Postula uppskeru hátíð

Fyrsta stórskemmtun ársins var eins og oft áður uppskeruhátíð fótboltahópsins “Postulanna”.. Við hófum leik í Poolstofunni Lágmúla þar sem ég vann pool-mót dagsins eftir úrslitaleik við Venna – reyndar eftir smá reiknikúnstir. Þaðan í ágæta hamborgara á Hamborgarasmiðjunni við Grensásveg þar sem Tottenham tapaði fyrir Crystal Palace við lítinn fögnuð Magga og Venna.

Þaðan lá leiðin í Kaldasel þar sem skálað var vel og vandlega fyrir árangri síðasta tímabils eftir öllum mögulegum og ómögulegum mælikvörðum. Tommi og Þorvaldur unnu svo spurningakeppni sem Arnar setti upp. Og Sævar vann Arnar í framlengdum úrslitaleik í borðtenniskeppni kvöldsins.