Jólakort / Seasons greetings 2019

Jóla- og áramótakveðjur úr Kaldaseli 13

Seasons greetings from Kaldasel

Árið var nokkuð viðburðaríkt, bæði góðar og miður góðar minningar tengjast 2019.

Jónatan Edvard, fyrsta barnabarnið, fæddist í vor. Foreldrarnir, Elina og Guðjón Heiðar fóru með hann til Riga í sumar, þar sem fjölskylda Elinu býr. Skírnin var svo í byrjun ágúst og við fórum öll til að vera viðstödd og hitta fjölskyldu Jónatans Edvards þar, ógleymanleg ferð og veislan sérstaklega eftirminnileg.

Viktor Orri varði doktorsritgerðina sína í haust og við fórum með honum til Southampton þegar vörnin fór fram og notuðum tækifærið, tókum á okkur smá krók og heimsóttum ættingja Iðunnar í Wivenhoe á Englandi.

Alexandra blómstrar í borgarstarfinu, fleiri verkefni og meiri ábyrgð bættist á árinu.

Iðunn ákvað að hætta sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur í lok ársins og færir sig yfir til Þjónustumiðstöðvar Breiðholts á nýju ári.

Valli hélt upp á sextugsafmælið í byrjun ársins.

Eitthvað af ferðalögum settu svip á árið, fyrir utan ógleymanleg ferð til Riga, Tallinn og Stokkhólms, þá brá okkur fyrir í Kaupmannahöfn, Manchester, Durham, Southampton, Wivenhoe, Munchen, Marbella, Edinborg, London og Amsterdam.

Í desember lést Sylvía, mamma Iðunnar, eftir erfiðan heilahrörnunarsjúkdóm. Þá kvöddu nokkrir góðir vinir og ættingjar á árinu.

2019 was an eventful year, both good and sad memories.

Jónatan Edvard, our first grand child, was born in May, The parents, Elina & Guðjón Heiðar took him to Riga for the summer. He got his name in early August and the whole family went to Riga for christening and celebration. A great trip and so nice to meet Jóntan’s Edvard’s family in Riga.

Viktor Orri got his PhD. in Political Science at the University of Southampton this autumn. We went with him to Southampton, taking a detour to visit some of Iðunn’s English relatives in Wivenhoe.

Iðunn will start at at new job in our local support service in the new year.

Valli celebrated his sixtieth birthday in February.

Of course some travelling marked the year, Copenhagen, Manchester, London, Marbella, Riga, Tallinn, Stockholm, Amsterdam, Munich, Wivenhoe, Southampton, Durham and Edinburg all „benefitted“ from our presence.

Alexandra is taking on more responsibility each year for the Reykjavík city council.

In December, Sylvía, Iðunn’s mother died as a result of an unknown brain disease. The year was also marked by far too many deaths of good friends and family members.

Riga - 360-1.jpg

Takk fyrir liðin ár, hafið það sem best yfir hátíðirnar og á komandi árum!

Thank you all for lovely meories and all the best in coming years.

Iðunn & Valli

Durham, Edinborg

Ferð til Viktors í Durham og svo með honum til Edinborgar.

Til Durham

Til Keflavíkur og flug 11:20 til Manchester. Lestarferðin féll niður og næstu seinkaði þannig að við náðum ekki til Durham fyrr en hálf níu.

Biðum á Radison hótelinu í bjór á meðan og þurfti að vinna fyrir ISAL á meðan.

Tékkuðum inn á fínt hótel, Townhouse, og drifum okkur á ítalska Spaghettata.

Durham - 014-1

Frábært að hitta Viktor og ekki spillti að við fengum frábæran mat, þar sem forréttadiskurinn fór ansi langt með að „fylla“ okkur, þeas. af mat.

Svo á stúdentabar að fylgjast með niðurstöðum bresku kosninganna.

Durham

Heimsóttum Viktor eftir einfaldan morgunmat á ítölskum veitingastað, kastalinn verulega flottur og dómkirkjan all svakaleg.

Fórum 325 þrep upp í turninn, sem tók aðeins (heldur betur) í…

Durham - 023-1

Svo þurfti Viktor að kenna, ég þurfti að vinna og Iðunn fór í augnháralitun.

Vinna fyrir ISAL dróst og ég náði ekki kynnisferð um kastalann, en Iðunn fór og hafði gaman af.

Þá að hitta samkennara og samstarfsfólk Viktors á einum barnum, Viktor dró okkur meðfram ánni, átti að vera betri leið – en reyndist rosalega löng og í myrkri.

En gaman að hitta félaga Viktors.

Fórum svo að borða á Court Inn, fengum einhvers konar jólamatarhlaðborð sem var svo sem allt í lagi.

Kíktum svo á bar í nágrenninu og gripum einn bjór fyrir svefninn.

Til Edinborgar

Morgunmatur á hótelinu og svo til Viktors að pakka með honum og út á lestarstöð. Lítið af leigubílum, allir nemendur bæjarins á leið heim í jólafrí.

En við náðum tímanlega til að komast að því að lestinni hafði seinkað um korter.

Fín lestarferð og að mörgu leyti mun skemmtilegra að ferðast með lest en flugvél.

Mættum til Edinborgar um hálf fjögur, tókum leigubíl upp í íbúð, sem var nokkuð fín, en í hreinræktuðu íbúðahverfi, hvorki kaffihús né sjoppa.

Fórum á jólamarkaðinn en það var eiginlega skítakuldi og við entumst ekki lengi, samt jólaglögg („mulled wine“) og pylsur og slátur.

Edinborg - 003-1

Svo áttum við borð á La Piazza, fengum frábæran mat, gripum einn bjór á veitingastaðnum við hliðina, en létum gott heita.

Edinborg

Fórum í fínan morgun mat á The Brunch Company, svo að versla.

Það var búið loka dótabúðinni sem við höfum treyst á síðustu ár, en þeir höfðu bjargað einhverju dóti og við fundum eitthvað fyrir flesta.

Fengum þær fréttir að Ásgeir hans Sæma hefði dáið um morguninn.

Sendum Viktor upp í íbúð með árangurinn eftir einn bjór og héldum svo áfram. Fundum eitthvað af fötum, meiri bjór og svo í MS og þaðan yfir í „outlet“.

Hittum svo Viktor á barnum að horfa á Arsenal tapa illa fyrir Manchester City yfir barmat.

Röltum svo yfir í gamla bæinn en lítið opið og eftir einn bjór á White Hart Inn fórum við upp í íbúðina sem var orðin verulega mikið kynnt.

Svo á Rhubarb í Prestonfield.

Edinborg - Prestonfield - 014-1

Alltaf verulega sérstakt að koma þangað, ótrúlegt umhverfi, frábær matur og settumst upp í setustofu í drykk eftir matinn.

Heim

Það var kannski smá kúnst að pakka en þetta hafðist, einfaldur morgunmatur, við Viktor fengum okkur nudd og svo yfir í hádegismat á næsta bar.

Þá var kominn tími til að fara upp á flugvöll, tók smá tíma að skrá og skila töskum, náðum samt einum bjór fyrir flug, en náðum lítið sem ekkert að bæta við gjafakaupin.

Flugið heim fínt og ég náði í lokatímann í fótboltanum.