Aðalfundur Siðmenntar

Mætti á aðalfund Siðmenntar.. Hope að tilkynna að hún sé hætt sem formaður, eftirsjá eftir henni, en “starfið” er í góðum höndum hjá Jóhanni.

Lagabreytingar tóku talsvert langan tíma og ég saknaði óneitanlega aðferðar Vantrúar við lagabreytingar, þar sem hlutirnir eru ræddir í rólegheitunum í þaula á vefspjalli.

Eftir þokkalegar veitingar – nei, sumt var í lagi, annað var bókstaflega óætt – og svo mætti Saga Garðars með uppistand – gaman að sjá hvað við eigum orðið marga “frambærilega” (já, ég veit) uppistandara..

Árshátíð Vantrúar

Við Iðunn mættum á árshátíð Vantrúar – sem var reyndar ekkert sérstaklega fjölmenn – en það vantaði ekkert upp á skemmtilega gesti. Gaman að hitta Eyvind kennara úr MK, sem mætti sem gestur.. og svo alla hina.

Fórum á pöbbarölt á eftir en ég náði ekki að draga hópinn á ObLaDi á Homo & The Sapiens… Við fórum hins vegar á Dillon, þar sem Andrea stóð fyrir frábæru lagavali eins að venju.. mér finnst samt enn skrýtið að heyra “Í nótt” á skemmtistöðum þó lagið sé komið á fjórða áratuginn. 

Einn dyravörðurinn var eitthvað að fullyrða að Iðunn væri drukknari enn hún var, kannski virkaði hún eitthvað völt á fótunum eftir að hafa vaðið skafla á spariskónum.

Enn.. hin voru löngu farin á Ölstofuna – og þegar við komumst loksins þangað voru þau löngu farin af Ölstofunni.

GoutonsVoir hittingur

Enn einn matardagurinn hjá GoutonsVoir… byrjuðum í gufu á Mógilsá þar sem Krissi & Rúna buðu upp á andabringusalat með hvítíni og rauðvíni. Reyndar var helst til kalt fyrir rápið til og frá gufunni. En heitt súkkulaði með Stroh fylgdi eftir gufuna.

Þaðan í Kaldasel þar sem við byrjuðum á fljúgandi hreindýri og átið hélt áfram. Auður & Steini buðu upp á beikon döðlur og svo þetta frábæra reykta hrefnukjöt með sýrðum rjóma og meiru. Þá tóku við hreindýratartar frá Assa & Stínu – toppar alla nautakjötstarta langar leiðir. Eftir smá pásu buðum við Iðunn svo upp á Scaloppine alla Milanese með spaghettí, þeas. kálfasnitsel, sem var bara nokkuð vel heppnað. Stína var ekki sátt við að sleppa eftirrétti og mætti með ís með berjasósu.

Að venju var drukkið eitthvað af víni og bjór og Whisky.. en eitthvað var úthaldið lítið að þessu sinni og upp 

Póker í Kaldaseli

Ágætis mæting í pókermótaröðina okkar í Kaldaselinu í gær, við húsráðendur riðum ekki feitum hestum frá þátttökunni, enda þurftum við ekki að fara neitt, náðum þó að klára síðasta mótið þar sem Iðunn vann mig á lokasprettinum.

Afmæli

Til þess að gera frekar rólegur afmælisdagur, enda búið að vera nóg að gera.. En Iðunn vakti mig með frábærri afmælisgjöf, silfurhring, sem ég hefði ekki getað valið betur sjálfur.. Strákarnir gáfu mér fjóra La Trappe bjóra með glasi, Sylvía kíkti í kaffi með rauðvín í tilfeni dagsins. En við nenntum ekki út að borða og Andrés bjargaði mat frá Austurlandahraðlestinni. Sátum svo reyndar aðeins að vindlareyk og Whisky sulli fram yfir miðnætti.

Þorrablót

Það er að verða árlegur viðburður að fá frænkurnar Öggu og Elínu í þorramat.. hittumst hjá Öggu & Magga… get borðað þetta einu sinni á ári, en helst ekki mikið oftar, en aðalatriðið er skemmtilegt, kvöld og svo hjálpaði bjór, vín og snafsar til..

image

Bíó og afmæli Brynju

Kíktum á París norðursins og Borgríki 2 í Bíó Paradís.. eiginlega löglega afsakaður að sleppa karate vegna handleggsmeiðsla.

Tvær mjög fínar myndir, rosalegur munur á íslensku bíómyndum seinni ára, öll vinnsla og leikur hefur tekið ótrúlegum framförum.

Fyrir minn smekk var París norðursins á hinn bóginn frekar lítið áhugaverð, fann einhvern veginn engan áhuga á sögunni eða persónunum.

Borgríki var klassísk löggu- spennumynd og mjög vel gerð.. held jafnvel að hún hafi vinninginn þetta árið.. en á samt aðeins eftir að melta.

Þaðan að hitta Brynja og Óskar í drykk eftir matinn í tilefni af afmæli Brynju.

Fótboltinn…

Postulafótboltinn á mánudagskvöldum er ómissandi, jafnvel þó maður sé hálf slasaður og þurfi að standa í hljóðfæraflutningum.

Í þetta skiptið reyndar eitt eftirminnilegasta kvöldið – byrjaði hægt, en svo gekk allt eins og í sögu – það datt einhvern veginn allt réttu megin.