Áttatíu ár

Í dag voru liðin 80 ár frá fæðingu tvíburanna, Magnúsar og Sæmundar. Magnús pabbi Iðunnar (og þar af leiðandi tengdapabbi minn) lést í fyrra.

Sylvía, tengdamamma, bauð þeim fjölskyldumeðlimum sem voru í færi í osta, bjór og rauðvín. Við mættum öll, þó Andrés færi snemma, Anna & Palli kíktu en entust ekki lengi – og svo kom Ægir Máni. Við kíktum svo á tyrkneska veitingastaðinn Meze þar sem við fengum alveg eðalmat á fínu verði.. og hittum Semu Erlu.

Þá uppgötvaði Viktor að Gunnar Jónsson var að spila sem Collider á Dillon og við duttum þar inn.. fyrst alveg þokkalegasta rokk hljómsveit, en nafnið stolið úr mér. Gunnar var fínn, ekki kannski alveg minn tónlistartebolli, en mjög sérstakt og vel gert hjá honum.

Við ákváðum svo að láta þetta gott heita þrátt fyrir freistingarnar að hanga aðeins lengur í fínu veðri og góðri stemmingu – Guðjón ákvað reyndar að doka við. Það var engan leigubíl að finna á Laugaveginum þannig að við enduðum í kaffi hjá Ægi Mána, og Atla, sem var kominn heim, áður en við hringdum á bíl og létum gott heita.

Fjölskyldumynd - júlí - 4

Norðanpaunk og Stakaferðasögugrill

Gönguferðahópur Staka boðaði grill [með afgöngum úr ferðinni], myndir og ferðasögu eftir vinnu. Eitthvað var fyrirvarinn stuttur og/eða áhuginn lítill en við mættum þrír, ég, Alli og Hákon. Við drógum konur og eitthvað af börnum með og fengum fínasta mat og úrvals rauðvín. En gaman að sjá myndir og heyra ferðasöguna.

Við Iðunn fórum svo með Alla og Áslaugu á Gaukinn þar sem upphitun fyrir Norðanpaunk var í gangi.

Ég vil ekki vera leiðinlegur [jú, gott og vel, sennilega er ég leiðinlegur]

En, ég geri ekki lítið úr kraftinum og hraðanum og hversu vel spilandi hljómsveitirnar voru. En fyrir minn skrýtna smekk þá á þetta ósköp lítið skylt við „punk“, að minnsta kosti var tónlistin víðsfjarri því „punki“ sem ég féll fyrir í lok áttunda áratugar síðustu aldar [úff, næstum fjörutíu ár!], jú, jú það komu alveg fyrir skemmtilegir hljómagangar og jafnvel taktar, en.. það er bara ekki nóg.

Því ekkert af því sem ég heyrði á nokkuð skylt við þá tónlist sem ég hafði gaman af og kveikti minn áhuga á „punkinu“, frá hljómsveitum eins og Ramones, Clash, Jam, Sex Pistols, Stiff Little Fingers, Stranglers [og ég er að gleyma slatta].

Einhverra hluta vegna enduðum við heima hjá Áslaugu að hlusta á tónlist, byrjuðum á Strange Little Girl frá Stranglers, en drukkum svo meiri bjór, sem reyndist ekki góð hugmynd daginn eftir.. þeas. meiri bjórdrykkja, gaman að kíkja heim með Áslaugu.

Drusluganga

Við Viktor mættum í Druslugönguna… frábært framtak og vonandi fer þetta að skila sér. En eitthvað vorum við þreytt eftir gærkvöldið og létum nægja að taka daginn / kvöldið rólega – grilluðum grísahnakka og horfðum á Cloud Atlas.. sem var reyndar ansi mögnuð.

Drusluganga

Kristín fimmtug

Við mættum, öll fjölskyldan, í fimmtugsafmæli Kristínar í Rafveituheimilinu…

Verst hvað við vorum södd eftir síðbúin kvöldmat, veitingarnar voru ekki bara fyrsta flokks, heldur eitthvað miklu meira – andasalatið til dæmis sem ég er ekki enn að kveikja á hvernig var samsett, frábært.

Gaman að hitta vini og ættingja Kristínar, Hekla flottur veislustjóri, fyrrum samkennarar með eftirminnilegt atriði en ég held að Brynja og Iðunn hafi toppað skemmtiatriðin með aðlöguðum „hvar er húfan mín?“ vísum – jú, og Guðjón var flottur sem rappari, stendur frábær einn og þarf ekkert meira. Ef eitthvað var þá var skelfileg tónlistin þegar leið á kvöldið svona punkturinn undir „i-ið“.. ég var farinn að hanga „úti-að-reykja“ einn og án þess að reykja, bara til að fá smá frið 🙂

En alvöru veisla.. svo gaman að Iðunn var mjög ósátt við að ég pantaði leigubíl til að ferja okkur heim, þó búið væri að kveikja ljós og benda fólki á að þetta væri löngu búið!

Breiðablik – Akranes

Við Guðjón kíktum á Kópavogsvöll að horfa á Blika – í annað sinn sem við förum saman á Kópavogsvöll í sumar og báðir leikirnir tapast 0-1.

Þetta var svona ýkt útgáfa af gömlu sögunni þegar annað liðið fær eitt færi, skorar mark eftir slakan varnarleik og hangir á markinu út leikinn.

Ýkt útgáfa, vegna þess að vörn Skagamanna var frekar mikið ekkert-sérstök og í rauninni ótrúlegt að horfa á vandræðagang Blika [] of margar langar og ónákvæmar sendingar [] endalausir háir boltar sem skiluðu engu þá sjaldan að þeir voru ekki allt of háir og yfir á hinn vænginn [] þegar þeir spiluðu sig í gegn sköpuðu þeir fullt af færum en það virtist enginn vera að velta fyrir sér að mæta til að renna boltanum í markið [] misskilningur á hlaupum og sendingum í eyður [] hægt á sóknum þegar lag var á að sækja hratt…

Gott og vel, ég er pirraður.. og ég vona að leikmenn og þjálfarar séu það líka. Það er nefnilegt fullt af góðum leikmönnum og á köflum spiluðu þeir mjög fínan fótbolta. Hef svona á tilfinningunni að það vanti ekkert mikið upp á að geta verið yfirburðalið, svona undarlegt sem það hljómar..

Matur hjá Helga & Þóru

Helgi & Þóra áttu brúðkaupsafmæli um daginn og fengu þá hugmynd að bjóða systkinunum í mat, Anna & Palli komust ekki og Friðjón var í París – en við Iðunn og Sæunn mættum og svo Atli & Ægir Máni.

Skemmtilegur fordrykkur, frábær kalkúnn og alls kyns bjórar.. en entumst ekkert rosalega lengi (minnir mig).

En alltaf gaman að kíkja til þeirra í mat – bæði matur og félagsskapurinn fyrsta flokks.Helgi - Iðunn - Sæunn - 1

Ísland – Frakkland

Ákváðum að kíkja á Ísland-Frakkland á Arnarhóli.. reyna að mögulega ná einhverri stemmingu í líkingu við það sem við upplifðum yfir fyrri leikjum liðsins.

Við tókum strætó með Jonna niður í bæ, kíktum á íslenska barinn og keyptum eitthvað af bjór og fórum svo á Arnarhól. Svo sem gaman að vera þar, en augljóslega aldrei sama upplifun og á sjálfum leikjunum.

Leikurinn augjóslega vonbrigði, en tökum ekkert af liðinu sem búið er að standa sig frábærlega. Og ég geri svo sem ekki ráð fyrir öðru en að þetta sé upphafið að enn fleiri stórmótum.

Ísland - Frakkland