Fótbolti, fótbolti og matur

Lét Óskar plata mig í fótbolta, enda er hann oft búinn að mæta í bolta hjá okkur.. stóð ekki lengi, fékk boltann í augað í eftir fáránlegar tilviljanir..

En svo bjór á barnum „okkar“, Classic, sem er líka barinn „þeirra“… þá heim að horfa á úrslitaleik meistaradeildarinnar, með Brynju & Óskari – sushi, kótilettur og afgangar í matinn.. entumst svo sem ekki lengi.

Kanadamatur og útskrift

Kíktum í stutta heimsókn í útskriftarveislu Tomma, hennar Brynju, og Sverris, heima hjá þeim Liv… Sverrir hefur engu gleymt þegar að eldamennsku kemur, en gátum stoppað stutt, vorum að fá Öggu & Magga og Josh & Liv og Sylvíu í mat.

Agga & Maggi komu með saltfiskrétt og við grilluðum lambalæri, kannski aðeins of mikið eldað, en engu að síður nánast fullkomið!

Alltaf jafn gaman að hitta Josh, og Melissa ekki síður skemmtileg.. að ógleymdu „heimafólkinu“ (í stóru samhengi).

En við sátum að sumbli til fjögur og vöktum aðeins lengur, stórskemmtilegt kvöld og meðal annars gáfum heimafólk við hvort öðru loforð að fara til Kanada næsta vor.

Josh - Melissa - 1

Einifellshelgi

Fyrsta Einifellshelgi ársins – og í leiðinni matarklúbbur hjá Goutons Voir..

Þessar helgar hafa verið einhverjar bestu helgar ársins og sveik ekki í þetta skipti.

Við Iðunn mættum til þess að gera snemma á föstudeginum, um hálf sex og Krissi & Rúna mættu fljótlega.

Við elduðum skemmtilega blöndu af „stout“-soðnum kjúklingu og súkkulaði-kjúklinga-mole. Gin og tónik fyrir matinn og einhvers konar ávaxtakaka í eftirrétt í boði Krissa & Rúnu. En eitthvað var endingin lítil og flestir farnir að sofa upp úr miðnætti, við Iðunn entumst eitthvað lengur en ekki mikið.

Laugardagurinn var svo tekinn tiltölulega snemma og Assi & Stína mættu um hádegi með hádegismat.. sjávarréttapasta með eplaköku, frábær hádegismatur, Steini rauk til og reif heita pottinn, sem var greinilega alveg búinn..

Þá Petanque hjónakeppni sem húsbændur unnu en við Iðunn sýndum þá sjálfsögðu kurteisi að tapa öllum okkar leikjum.

Þá gufa í tunnunni í góða stund áður en eldamennska fyrir kvöldið hófst… Auður & Steini buðu upp á grillað lamb og naut.. topp hráefni og fullkomin eldamennska að hætti Einifells. Krissi & Rúna mættu aftur með eftirrétt, einhvers konar berja, súkkulaði blöndu ef ég man rétt.

Aftur var endingin frekar léleg, en við Iðunn streittumst eitthvað á móti.

Sunnudagurinn var aftur frekar snemma, nema hvað ég svaf ágætlega út.. Aftur buðu Assi & Stína upp á fyrsta flokks hádegismat, heitan túnfiskrétt á brauði..

Einifell - maí - 5

Spilakvöld í Kaldaseli

Enn eitt spilakvöldið í pókermótaröðinni okkar í Kaldaseli, byrjuðum í þetta sinn á að grilla lambalæri fyrir spil.

Gekk svo sem þokkalega hjá mér og er kominn í nokkuð góða stöðu í mótaröðinni. Náðum bara tveimur mótum í þetta sinn.. en brutum glös eins og enginn væri morgundagurinn.

Póker - maí - 4

Valdi vallarstjóri

Mætti á Kópavogsvöll þar sem afhjúpuð var lágmynd af Valda vallarstjóra fyrir leik Breiðabliks og KR í efstu deild kvenna. Náði ekki að bíða eftir leiknum en við fengum leiðsögn í aðstöðu leikmanna.. nokkuð sem mér skilst að Pétur Ómari eigi svona eitthvað meiri heiður að en aðrir, þykist vita að Andrés Pétursson hafi lagt eitthvað að mörkum.

En.. Valda verða seint þökkuð störf hans fyrir fótboltann í Kópavogi.. Eldri kynslóðin talaði reyndar um Valda fisksala, en fyrir minni kynslóð var hann Valdi vallarstjóri – hann var, held ég, í sólarhrings starfi við að hlúa að og styðja uppeldi knattspyrnumanna í bænum. Mér skilst að hann hafi átt ómetanlegan þátt í uppbyggingu kvennaliðs Breiðabliks, sem vann ófáa titlana fyrstu áratugina.. og eru enn að. Þá var hann líka stuðningsmaður þess að stofnað yrði annað félag í bænum á sínum tíma, ÍK.

En aðallega var hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða, hvort sem það var að mæta og opna búningsklefana fyrir hin ómerkilegustu tilefni, gera við bolta, keyra strákana út um allar trissur í leiki eða bjarga því sem vantaði. Einhvern tímann vantaði mig fótboltaskó og auðvitað fann Valdi ekki bara einhverja skó, heldur Hummel (sem ég vildi endilega spila í) og seldi mér á góðum kjörum.

Það er ekki hægt að minnast Valda án þess að nefna ástríðuna fyrir fótboltanum og sérstaklega gengi Breiðabliks. Brandarinn um áhorfandann sem þurfti bara að borga hálfan aðgangseyri, vegna þess að hann sá bara annað liðið, var stundum sagður um Valda – en passaði auðvitað engan veginn.. það hefði enginn farið að rukka Valda um aðgangseyri.

Valdi - lágmynd

Brúðkaupsafmæli, Falkfest og meiri tónlist

Við Iðunn eigum 33 ára brúðkaupsafmæli.. ég fann ekkert nafn á þessu og ákvað að þetta héti í framtíðinni „vinyl“ brúðkaup – og treysti því að þetta festist í sessi.

Tengdaforeldrarnir, Magnús & Sylvía, áttu sama brúðkaupsafmælisdag og við.. og það var föst regla að fara saman út að borða ef við vorum öll á landinu. Magnús lést fljótlega eftir afmælið í fyrra og þetta var því í fyrsta skipti sem við héldum upp á þetta þrjú.

Við ákváðum að fara á Nauthól og fengum ágætis máltíð og góða og vingjarnlega þjónustu.. og voru snögg að leiðrétta minni háttar mistök ..

Þaðan fórum við með Sylvíu í Mánatún og fengum okkur eitt rauðvínsglas „fyrir svefninn“. Ég var búinn að kaupa miða á styrktarhljómleikana fyrir Gulla Falk og við ákváðum að kíkja við á heimleiðinni. Ótrúlega góð mæting, flottir hljómleikar og mikið af vinum, kunningjum og fólk sem við höfum ekki hitt áratugum saman. En bæði var nú að við höfðum tekið daginn snemma og þetta en nú kannski ekki alveg okkar tónlist – þó stemmingin hafi verið frábær og spilamennskan fyrsta flokks – þannig að við létum einn bjór nægja og fórum heim.

Duttum svo í að sötra Whisky og hlusta á undarlega blöndu af tónlist, Ramones, Stiff Little Fingers, Elvis Costello, Vaccines, Steve Earle, Wreckless Eric, Feargal Sharky…

Agga afmælisgjöf

Við Kiddi kíktum í kaffi til Öggu (og Magga) til að afhenda hluta af síðbúinni afmælisgjöf og afsaka hvers vegna hinn hlutinn var ekki kominn.

En aðal gjöfin var uppseld og stóð ekki til að panta meira að sögn, vegna þess að þetta seldist ekki!?

Vel heppnaðar kótilettur smell pössuðu svo með Lehmann rauðvíni í kvöldmatinn…

Postular, uppskera, góðhelgi

Þá var komið að uppskeruhátíð okkar Postula.. Tommi vann mótið í þetta sinn og fékk 72 bjóra.. eitthvað var samt gengið rösklega í birgðirnar á hátíðinni.

En… Arnar, og auðvitað Unnur, buðu heim á Reykjavelli, nokkurn veginn við Reykholt á suðurlandi. Og ekki að spyrja að atburðaskipulagningu Arnars..

Við Maggi fengum far með Lalla.. og eftir smá stopp vegna umferðarslyss áður en við komum að Selfossi vorum við mættir á Reykjavelli um hálf átta. Föstudagskvöldið var rólegt, hamborgarar og bjór og póker fram eftir kvöldi / nóttu.

Við gistum í Húsinu, gistiheimili, sem hentaði okkur mjög vel, þó það væri nokkra metra frá heimili Arnars.

Morgunmatur á laugardeginum hjá Arnari, svo í heitan pott og sund í íþróttahúsinu. Þaðan með rútu í Slakka þar sem við reyndum að halda tveggja liða mót í mini-golfi, pútti, dart og einhverju fleiru, við Venni vorum saman og ég er nokkuð viss um að við unnum keppnina… hinir voru það reyndar flestir líka.

Þaðan aftur til Arnars, með viðkomu í gróðurhúsinu sem fjölskyldan, sem selur okkur gjarnan bjór eftir boltann, rekur.

Hjá Arnari mætti sagnfræðingurinn Skúli og fræddi okkur aðeins um söguna.. og síðan tók við þessi svakalega máltíð í stíl höfðingja á miðöldum. Ingó mætti og sá um svona frábæran mat, fullt af brauði, bleikju, krydduðu rauðvíni, lambalærum og rjúpu.. já Lalli mætti með rjúpu sem var alveg frábær, hjörtun mjög sérstök. Ekki spilltu skemmtilegar lýsingar Ingó á matnum.. við tókum hefðbundinn postulahring undir stjórn Jóa, skáluðum fyrir unnum afrekum og til að kóróna kvöldið þá söng Unnur fyrir okkur.

Eitthvað var hluti hópsins framlágur og fór snemma að sofa, en við vorum nokkrir sem entumst eitthvað fram eftir nóttu.

Sunnudagurinn var frekar rólegur, kíktum örstutt í Friðheima, svo í frábrærar pizzur á Mika í Reykholti og stoppuðumPostulahelgi - Hvítá - 1 í Hveragerði að horfa á Manchester United – Leicester á Hoflandsetrinu.