Kanadamatur og útskrift

Kíktum í stutta heimsókn í útskriftarveislu Tomma, hennar Brynju, og Sverris, heima hjá þeim Liv… Sverrir hefur engu gleymt þegar að eldamennsku kemur, en gátum stoppað stutt, vorum að fá Öggu & Magga og Josh & Liv og Sylvíu í mat.

Agga & Maggi komu með saltfiskrétt og við grilluðum lambalæri, kannski aðeins of mikið eldað, en engu að síður nánast fullkomið!

Alltaf jafn gaman að hitta Josh, og Melissa ekki síður skemmtileg.. að ógleymdu „heimafólkinu“ (í stóru samhengi).

En við sátum að sumbli til fjögur og vöktum aðeins lengur, stórskemmtilegt kvöld og meðal annars gáfum heimafólk við hvort öðru loforð að fara til Kanada næsta vor.

Josh - Melissa - 1