Greinasafn fyrir merki: Falkfest

Brúðkaupsafmæli, Falkfest og meiri tónlist

Við Iðunn eigum 33 ára brúðkaupsafmæli.. ég fann ekkert nafn á þessu og ákvað að þetta héti í framtíðinni „vinyl“ brúðkaup – og treysti því að þetta festist í sessi.

Tengdaforeldrarnir, Magnús & Sylvía, áttu sama brúðkaupsafmælisdag og við.. og það var föst regla að fara saman út að borða ef við vorum öll á landinu. Magnús lést fljótlega eftir afmælið í fyrra og þetta var því í fyrsta skipti sem við héldum upp á þetta þrjú.

Við ákváðum að fara á Nauthól og fengum ágætis máltíð og góða og vingjarnlega þjónustu.. og voru snögg að leiðrétta minni háttar mistök ..

Þaðan fórum við með Sylvíu í Mánatún og fengum okkur eitt rauðvínsglas „fyrir svefninn“. Ég var búinn að kaupa miða á styrktarhljómleikana fyrir Gulla Falk og við ákváðum að kíkja við á heimleiðinni. Ótrúlega góð mæting, flottir hljómleikar og mikið af vinum, kunningjum og fólk sem við höfum ekki hitt áratugum saman. En bæði var nú að við höfðum tekið daginn snemma og þetta en nú kannski ekki alveg okkar tónlist – þó stemmingin hafi verið frábær og spilamennskan fyrsta flokks – þannig að við létum einn bjór nægja og fórum heim.

Duttum svo í að sötra Whisky og hlusta á undarlega blöndu af tónlist, Ramones, Stiff Little Fingers, Elvis Costello, Vaccines, Steve Earle, Wreckless Eric, Feargal Sharky…