Kaupmannahafnarferð

Við fórum til Kaupmannahafnar fyrstu helgina í mars… föstudagurinn byrjaði reyndar hér heima, sækja Bjór! og detta í viðtal á Harmageddon.

Föstudagurinn

Flugið var á þægilegum tíma, upp úr hádegi og við fengum fínan mat í Saga Lounge fyrir flug.

Bryndís og Michael tóku á móti okkur á flugvellinum og fóru með okkur heim í bjór (Grimbergen og Bjór! sem við höfðum dröslað með okkur) og þrjár Whisky tegundir. Þau gáfu mér þessar fínu gjafir, danskt gin og meðfylgjandi tónik og bókina Homo Deus eftir Yuval Noah Harari (A Brief History of Tomorrow).

Hlaðin gjöfum og farangri tókum við leigubíl upp á hótel, CitizenM, sem við ætluðum aldrei að finna… fórum tvisvar fram hjá anddyrinu, Iðunn myndaði meira að segja, „Dagmar house“ fyrir Dagmar, en það var ekkert augljóst að þetta væri inngangur á hótel, enda þurfti að fara upp á sjöunda hæð til að finna móttöku.

Við fórum svo tvö á ítalska veitingastaðinn Trattoria SUD. Létum forrétt og pasta / gnocchi nægja, Iðunn fékk þennan frábæra krækling, hefur ekki fengið svona góðan krækling síðan hún smakkði fyrst fyrir ansi mörgum árum. Pastað fínt en gnocchi svona og svona. Eitthvað klæjaði okkur (amk. mig) í að spila póker þannig að við fórum á Radisson Casino, gekk alveg þokkalega, keyptum okkur inn fyrir 1.500 danskar krónur og fórum út með ríflega 4.100.

Hótel barinn er opinn alla nóttina, og býður upp á nokkuð skemmtilegan Mikkeller bjór.. spjölluðum nokkuð lengi við unga pólska stúlku og fórum frekar seint að sofa.

Laugardagurinn

Morgunmaturinn var tekinn á kaffistað á móti hótelinu, croissant með skink og osti var svo sem allt í lagi en kaffið nánast ódrekkandi. Þannig að það var bara að fara á næsta kaffihús, fengum mun betra kaffi á Espresso House.

Svo var komið að Tottenham-Arsenal, fórum á Old Irish Pub og Bryndís & Michael komu fljótlega. Óneitanlega smá dramatík í leiknum og við hefðum verið sáttari með Arsenal sigur, nokkur mistök dómara, sem hölluðu nú í lykilatriðum á Arsenal… en jafntefli kannski ekki ósanngjarnt.

Kaupmannahöfn - 1-1

Svo var eitthvert Micro Brewery við hliðina, Vestebro Bryghus (held ég), amk. fengum við fínasta bjór.

Þaðan fórum við upp á hótel á barinn, gin og tónik og kannski bjór.

Við áttum svo borð á indverska Guru í næstu hliðargötu við hótelið.

Frábær matur og alltaf gaman að fara með þeim út að borða, Iðunni fannst svo gaman að hún hellti helling af rauðvíni yfir mig og Michael!

Þetta nægði auðvitað ekki þannig að við fórum á Taphouse að hitta Mörtu. Þar hittum við líka Ingimar (sem ég hafði kynnst við Fáfnisvinnu í gamla daga) og Maríu, vinkonu Mörtu. Og svo kom Sóley Mist þegar leið á kvöldið (ja, kannski frekar nóttina). Og jú, það var eitthvað af fólki þar fyrir utan, en ég er búinn að gleyma hverjir þar voru á ferð.

Kaupmannahöfn - 20-1

Það nægði svo sem ekki, þannig að við fengum okkur einn bjór í viðbót á hótelbarnum. Kannski ekkert rosalega góð hugmynd. Ja, jú, okkur langaði.

Sunnudagur

Vöknuðum seint og vorum eiginlega frekar lúinn.. svona svolítið aum og þreytt án þess að vera beinlínis í þynnku.

Kaffi og Croissant á Espresso House. Smá barnafataverslunarferð. Kaffi á Café Norden. Svo hringdi Barði og var mættur upp á hótel.

Hann hafði hjólað, hlaðinn gjöfum, kort og með málverk-plús handa mér og einhvers konar blóm fyrir Iðunni, kann ekki almennilega að lýsa.

Við fikruðum okkur á bar í miðbænum, Palæ bar, og byrjuðum á Carlsberg 1883 – og svo prófuðum við auðvitað nokkra til viðbótar. Tina hitti á okkur þarna en svo fórum við yfir á Almanak veitingastaðinn, reyndar með viðkomu á nýrri brú í bænum.

Við buðum Barða og Tinu í matinn tilefni af tilvonandi sextugsafmæli Barða, ostrur og freyðivín í forrétt, þau fengu sér þorsk í aðalrétt, við Iðunn pasta og aðalrétt.

En… við vorum sem sagt frekar lúin og skröltum heim á hótel um tíu leytið og steinsofnuðum.

Og ómetanlegt að hitta Barða og Tinu.

Mánudagur

Við vorum sem sagt lúin og sváfum í 12 tíma, tékkuðum út, morgunmatur á Espresso House, settum verkið hans Barða í póst og yfir á Hvids Vinstue að hitta Disu og Ivan.

Skemmtilegt að ná loksins að hitta á þau og sérstaklega gaman hvað Iðunni og Ivan kom vel saman, ég átti aftur nokkuð erfitt með að skilja hann. Við fórum reyndar líka á Skindbuksen, sem er eiginlega í sama húsi.

Við höfðum hugsað okkur að kíkja aðeins í búðirn en vorum allt í einu svöng og gripum pasta á Mama Rosa á Strikinu, allt í lagi, en ekki meira en það.

Það var farið að styttast í flug, þannig að við fórum upp á hótel, meira kaffi á Espresso House, svo út á flugvöll. Lítill bjór og svo út á flugvöll. Við höfðum átt von á ná að hitta á Unnstein, sem var á leiðinni út, en fundum hvergi og það kom seinna í ljós að hann hafði frestað ferðinni um viku. En, þetta gekk vel, og ekki verra að sjá Bjór! í fríhöfninni á 0 krónur kippuna (reyndar 1.900 þegar á reyndi). En við vorum komin heim fyrir miðnætti og náðum einum bjór með Alexöndru.Kaupmannahöfn - 25-1