Greinasafn fyrir merki: 2019

Jólakort / Seasons greetings 2020

Jóla- og áramótakveðjur úr Kaldaseli 13

Seasons greetings from Kaldasel

 

Eitthvað voru ferðalög ársins undir meðaltali en gaman að heimsækja Einifell, Halakot, Laugarvatn, Dalvík, Húsafell og Hótel Örk með stórfjölskyldu Iðunnar.

Alexandra kláraði sitt ferli í mars og hefur haft meira en nóg að gera í sinni vinnu í borgarstjórn.

Elina, Guðjón og Jónatan Edvard fluttu í sumar og Jónatan hélt upp á eins árs afmælið í maí hér í Kaldaseli þar sem flestir gestanna voru bangsar sem fundust uppi á háalofti.

Viktor flutti heim frá Durham í mars og kláraði kennsluna héðan úr Kaldaseli. Hann byrjaði svo að vinna hér heima fyrir Háskólann í Southampton í haust.

Travelling this year was below par, but we did manage to visit a few places in Iceland – Einifell, Halakot, Dalvík, Húsafell and Hótel Örk, with Iðunn’s family.

Alexandra completed her process in March and has been busy in the Reykjavík City Council all year.

Elina, Guðjón and Jónatan Edvard moved in the summer and Jónatan celebrated his first birthday in May, the guests mostly stuffed animals from the attic.

Viktor moved back home from Durham in March, completing his teaching from our home. He started working for the University in Southampton in September, working mostly from home.

Til Riga - 1-2

Takk fyrir liðin ár, hafið það sem best yfir hátíðirnar og á komandi árum!

Thank you all for lovely meories and all the best in coming years.

Iðunn & Valli

Jólakort / Seasons greetings 2019

Jóla- og áramótakveðjur úr Kaldaseli 13

Seasons greetings from Kaldasel

Árið var nokkuð viðburðaríkt, bæði góðar og miður góðar minningar tengjast 2019.

Jónatan Edvard, fyrsta barnabarnið, fæddist í vor. Foreldrarnir, Elina og Guðjón Heiðar fóru með hann til Riga í sumar, þar sem fjölskylda Elinu býr. Skírnin var svo í byrjun ágúst og við fórum öll til að vera viðstödd og hitta fjölskyldu Jónatans Edvards þar, ógleymanleg ferð og veislan sérstaklega eftirminnileg.

Viktor Orri varði doktorsritgerðina sína í haust og við fórum með honum til Southampton þegar vörnin fór fram og notuðum tækifærið, tókum á okkur smá krók og heimsóttum ættingja Iðunnar í Wivenhoe á Englandi.

Alexandra blómstrar í borgarstarfinu, fleiri verkefni og meiri ábyrgð bættist á árinu.

Iðunn ákvað að hætta sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur í lok ársins og færir sig yfir til Þjónustumiðstöðvar Breiðholts á nýju ári.

Valli hélt upp á sextugsafmælið í byrjun ársins.

Eitthvað af ferðalögum settu svip á árið, fyrir utan ógleymanleg ferð til Riga, Tallinn og Stokkhólms, þá brá okkur fyrir í Kaupmannahöfn, Manchester, Durham, Southampton, Wivenhoe, Munchen, Marbella, Edinborg, London og Amsterdam.

Í desember lést Sylvía, mamma Iðunnar, eftir erfiðan heilahrörnunarsjúkdóm. Þá kvöddu nokkrir góðir vinir og ættingjar á árinu.

2019 was an eventful year, both good and sad memories.

Jónatan Edvard, our first grand child, was born in May, The parents, Elina & Guðjón Heiðar took him to Riga for the summer. He got his name in early August and the whole family went to Riga for christening and celebration. A great trip and so nice to meet Jóntan’s Edvard’s family in Riga.

Viktor Orri got his PhD. in Political Science at the University of Southampton this autumn. We went with him to Southampton, taking a detour to visit some of Iðunn’s English relatives in Wivenhoe.

Iðunn will start at at new job in our local support service in the new year.

Valli celebrated his sixtieth birthday in February.

Of course some travelling marked the year, Copenhagen, Manchester, London, Marbella, Riga, Tallinn, Stockholm, Amsterdam, Munich, Wivenhoe, Southampton, Durham and Edinburg all „benefitted“ from our presence.

Alexandra is taking on more responsibility each year for the Reykjavík city council.

In December, Sylvía, Iðunn’s mother died as a result of an unknown brain disease. The year was also marked by far too many deaths of good friends and family members.

Riga - 360-1.jpg

Takk fyrir liðin ár, hafið það sem best yfir hátíðirnar og á komandi árum!

Thank you all for lovely meories and all the best in coming years.

Iðunn & Valli

Amsterdam, IBC+ 2019

Ég bókaði flug og tók frá hótel með góðum fyrirvara þegar ég átti von á að eiga eitthvert erindi á IBC. Það fór reyndar þannig að ég átti lítið erindi, en við ákváðum að Iðunn kæmi líka og að við myndum kíkja til Amsterdam

Föstudagur

Við flugum í sitt hvoru lagi til Amsterdam, Iðunn klukkutíma á eftir mér, þannig að hún drakk aukabjór í Keflavík og ég drakk aukabjór í Amterdam.

Amsterdam - 103-1

Það tók smá stund að finna leigubílinn sem fylgdi hótelinu, fínasta hótel..
Svo yfir á Brouwerij ‘t IJ bjórgjarðinn í smakk og meiri bjór.

Svo niður í bæ, smá stopp á Dam, svo á De Wildeman og þá matur á Il Vecchio Pacioccone. fengum okkur fína forrétti, svo eina nautasteik saman sem við náðum ekki að klára.
En Iðunn var orðin lúin og ég þurfti að skipta um skyrtu eftir rauðvíns yfirhellingu.

Iðunn fór að sofa um tíu, ég fór á smá flakk, De Bekeerde Suster, „skrifstofuna“ þar sem ég hitti slatta af liði… svo í smá póker á Holland Casino þar sem ég tapaði 50 evrum í restina, frekar ósanngjarnt að mér fannst.

Laugardagur

Við byrjuðum daginn með morgunmat á hótelinu, reyndar smá rugl á pöntuninni, en svo yfir á IBC, svo sem ekki mikið spennandi, en BBC var með áhugaverða tilraunastarfsemi, flottir risa 8K skjáir, hitti RtSoftware.. en annars ekkert sérstaklega spennandi.

Þannig að ég dreif mig niður í bæ, fann Iðunni í bjór á Dam horninu, svo yfir í bjór á einni brúnni og annar á Proeflokaal Arendsnest.

Amsterdam - 201-1.jpg

Kíktum upp á hótel áður en við fórum á Mr Porter, með smá viðkomu á Kiterion, en maturinn frábær á Mr Porter, ma. nautasteik með Foie Gras, þjónustan til fyrirmyndar og umhverfið flott, en óþolandi hávær „teknó“ tónlist. Voum kannski aðeins of dugleg í kokteilum og Whisky drykkju.

En yfir á „skrifstofuna“ (Eruopub) þar sem við hittum aftur eitthvað af fólki, svo á barinn sem Rt Software sátu á, og sátum að sumbli fram eftir.

Sunnudagur

Ég var aðeins lúinn, en Iðunn fór snemma af stað, rétt náði flugi eftir að hafa verið í vandræðum með að borga leigubílinn.

Ég tók smá rölt um bæinn, fann nýtt brugghús, Prael, á besta stað, finn bjór og ótrúlegt að hafa ekki fundið áður. Tók reyndar einn Heineken við síkið áður.

Amsterdam - 301-1

Einn Kwak Cafe Belgique áður en ég fór upp á flugvöll, frekar tæpur á tíma en þetta hafðist.

Þurfti svo að bíða talsvert í Keflavík eftir Iðunni, vissi það reyndar fyrir, en fluginu hennar seinkaði þannig að biðin varð eitthvað lengri. Horfði á restina á Breiðablik-Valur í kvennaboltanum, í símanum, þar sem Blikar jöfnuðu á síðustu sekúndu.