Greinasafn fyrir merki: Breiðablik

Breiðablik – Fylkir

Við Guðjón kíktum á Blika spila við Fylki í úrvalsdeild karla í fótbolta.

Eins og áður er Blikaliðið vel spilandi, sérstaklega úti á vellinum en eitthvað vantar upp á bitið í sókninni, amk. á heimavelli – ótal hornspyrnur sem verða að engu og ég held að þeir hafi ekki átt eitt skot á rammann í fyrri hálfleik – ég tel skot í stöng ekki sem skot á ramnnann. Þá fengum við nokkur hjartastopp undir lokin þegar Fylkismenn fengu dauðafæri eftir sofandahátt í vörninni. Annars létu Fylkismenn sér nægja að pakka í vörn og vona það besta, eru svo sem með öfluga markaskorara. En, mér er ekkert illa við Fylki, en ég held nú að ég myndi ekki sakna svona fótbolta úr deildinni…

En við erum ekki hjátrúarfullir og mætum á næsta leik þrátt fyrir að liðinu gangi miklu betur þegar við erum heima.

Breiðablik – Akranes

Við Guðjón kíktum á Kópavogsvöll að horfa á Blika – í annað sinn sem við förum saman á Kópavogsvöll í sumar og báðir leikirnir tapast 0-1.

Þetta var svona ýkt útgáfa af gömlu sögunni þegar annað liðið fær eitt færi, skorar mark eftir slakan varnarleik og hangir á markinu út leikinn.

Ýkt útgáfa, vegna þess að vörn Skagamanna var frekar mikið ekkert-sérstök og í rauninni ótrúlegt að horfa á vandræðagang Blika [] of margar langar og ónákvæmar sendingar [] endalausir háir boltar sem skiluðu engu þá sjaldan að þeir voru ekki allt of háir og yfir á hinn vænginn [] þegar þeir spiluðu sig í gegn sköpuðu þeir fullt af færum en það virtist enginn vera að velta fyrir sér að mæta til að renna boltanum í markið [] misskilningur á hlaupum og sendingum í eyður [] hægt á sóknum þegar lag var á að sækja hratt…

Gott og vel, ég er pirraður.. og ég vona að leikmenn og þjálfarar séu það líka. Það er nefnilegt fullt af góðum leikmönnum og á köflum spiluðu þeir mjög fínan fótbolta. Hef svona á tilfinningunni að það vanti ekkert mikið upp á að geta verið yfirburðalið, svona undarlegt sem það hljómar..

Breiðablik – ÍA

Kíkti með Jonna á Breiðablik – ÍA, og reyndar með hálfu Sambindinu, Hákoni, Orra & Tomma. Hittum svo Krissa & Rúnu.. En skemmtilegur leikur, ótrúlegt að Blikar væru ekki nokkrum mörkum yfir í hálfleik, og eins að þeir skyldu ekki ná að tryggja sigurinn.. Leist ekki á þegar Skagamenn jöfnuðu, en sem betur fer kláraði Blikaliðið leikinn, Jonathan Glenn virðist vera leikmaðurinn sem vantaði í „púslið“. Óliver flottur og reyndar flestir leikmenn, kannski óþarfi að opna vörnina í stöðunni 1-0..

Fórum á Dirty Burger eftir leik.. var ánægður í fyrra skipti, en mikið af „rusli“ í hamborganum í þetta skipti., þeas. þriðja flokks kjöti (eða réttara sagt einhverjir afgangar sem kallast varla kjöt).

Blikatap

Kíkti á Kópavogsvöll og sá Blikana tapa fyrir Fylki.. 0-1, ósanngjarnt, fúlt og ekki fótboltanum til framdráttar.

Jú, Fylkisliðið barðist vel, varnarleikurinn var vel skipulagður og þeir eru með mann sem getur skorað. En leikurinn gekk eiginlega þannig að Blikar spiluðu megnið af tímanum milli miðju og vítateigs Fylkis, en ekkert gekk þegar þangað var komið.. einhvers konar ráðleysi, of flókið og of margir háir boltar á sterka skallamenn í vörn Fylkis. Þess á milli lúðruðu Fylkismenn boltanum eitthvað, stundum í áttina að marki Blika, en alveg eins eitthvað annað, bara eitthvað. Ótrúlegt að horfa á fullorðna karlmenn spila eins og börn að mæta á sína fyrstu æfingu. Þeir fengu auðvitað nokkur dauðafæri úr spark-og-spretta tilburðunum.

En Fylkismenn komust líka upp með grófan leik, dómarinn missti þetta úr höndunum með því að grípa ekki strax í taumana og spjalda fyrstu hugsunarlausu árásina í upphafi leiks.

Blikasigur

Sáum öruggan sigur Blika á Fjölni í efstu deild karla í fótbolta..

Reyndar spilaði Fjölnisliðið ágætlega eftir að þeir lentu undir og hefðu svo sem nokkrum sinnum getað skorað. En Blikaliðið virðist nokkuð þétt, menn vita hvað þeir eiga að gera, leggja sig fram og ekki vantar hæfileikana. Ef ekki væri fyrir tvö rán þá væri liði á toppnum.. Og, kannski ekki svo fráleitt að liðið nái góðum árangri í sumar.. engir Evrópuleikir, ekki fleiri bikarleikir.

Breiðablik – Víkingur

Ég hef ekki náð neinum Blikaleik í sumar, þannig að það var kominn tími til að nýta ársmiðann.

Bauð Gavin með og við sáum Blikana vinna Víkinga 4-1, Kristinn skoraði tvö fín mörk í fyrri hálfleik. En um tíma, þegar staðan var 2-1, leist mér ekkert á. En fráært mark hjá Höskuldi gerði eiginlega út um leikinn.

Fullt af færum á báða bóga, fín markvarsla og leikurinn hefði getað endað 7-3.

Samt átti ég von á betri spilamennsku frá Blikum, það sem ég hef þó séð, í sjónvarpi, hefur verið talsvert betra. En kannski er ákveðinn gæðastimipill að vinna slöku leikina af öryggi.

Karate gráðun

Mætti í gráðun í karate hjá Breiðablik.. var alveg á báðum áttum að mæta – Iðunn slösuð og ekki til – hef mætt þokkalega upp á síðkastið, en missti mikið úr fyrri hluta vetrar.

En í öllu falli þá hafðist bláa beltið í þetta sinn. En mig grunar að næstu skref gætu orðið erfiðari, enda kannski ekki aðalatriðið, þetta er bæði skemmtilegasta leið sem ég hef fundið til að hreyfa mig, fínn félagsskapur og eitthvað við umhverfið sem heillar mig.