Pool mót Staka

Árlegt Pool mót Staka í kvöld, smáréttir og bjór og freyðivín og rauðvín og hvítín heima hjá Jóni (og Jóhönnu) fyrir mót.

Ég átti titil að verja í mótinu, gerði mér ekki miklar vonir, hef verið aumur í öxl og nánast ekkert spilað þetta ár. En þetta gekk vel og mér tókst að hanga á titlinum, Guðjón Hrafn í öðru sæti og Hákon í því þriðja.

Fórum á Skúla Craft Bar eftir mót í eðalbjór og þaðan á Húrra í dúndrandi forritaðan hávaða.. þar sem okkur tókst að týna hvert öðru. Ég endaði reyndar í smá póker þegar leið á og gekk nokkuð vel.

Staki - Pool - Verðlaun - 2