Greinasafn fyrir merki: bjór

Bjórgarðurinn

Tróð mér með Iðunni og vinnufélögum í heimsókn í Bjórgarðinn, ekki langt frá Fosshóteli..

Mjög skemmtilegur staður og frábær viðbót við bjórstaði bæjarins. Eiginlega alveg frábært að sjá hvern alvöru bjórbarinn af öðrum spretta upp út um allan bæ, Micro, Skúli, Mikkeler..

Þeir mættu reyndar (allir) stilla álagningunni örlítið í hóf, sérstaklega á litlu glösunum. Og það er eiginlega hálf fáránlegt að „happy hour“ virki þannig að stór drykkur sé orðinn ódýrari en lítill af sömu tegund, það væri örlítið rökréttara að hafa afslátt (hlutfallslegan eða krónutölu) á öllum bjórum.

En eins og ég segi, mjög skemmtilegur bar, 22 bjórar af krana og mjög skemmtileg samsetning. Við höfum smakkað flesta áður, en nokkrir voru nýir og komu skemmtilega á óvart.

Maturinn fær hins vegar fall einkunn.. ég pantaði eitthvað sem var kallað pylsa og hélt að ég væri að fá disk með pylsum að spænskum hætti. Ok, minn misskilingur og tók við réttinum með jákvæðu hugarfari. En þetta var bragðlaus íslensk pylsu með bragðlausu meðlæti (átti að vera döðlur, beikon og anda eitthvað muni ég rétt) og í þykku og þurru bragðlausu brauði. Tveir í hópnum pöntuðu ostasamloku og áttu ekki til orð yfir að hægt væri að klúðra ostasamloku. „Fish and chips“ fékk reyndar ágæt meðmæli hjá þeim sem pöntuðu.

Bjórgarðurinn - 3