Akureyri – Reykjavík

Við Fræbbblar vöknuðum á Akureyri eftir stórskemmtilega hljómleika á eðal hljómleikastað, Græna hattinum.

Við gistum á Hrafninum, sem er fyrsta flokks gististaður í miðbænum.

Assi & Stína fóru í bakaríi og mættu með morgunmat, Helgi var farinn að æfa og Gummi á eitthvert rölt þegar við Iðunn risum á fætur.

En upphaflega hugmynd um að taka laugardaginn með „trompi“ var ekki að ganga upp. Gummi sárlasinn (þó hann liti mun betur út en í gær), Helgi orðinn veikur í staðinn, hvorki Sigga né Þóra höfðu komið með – og Assi og Stína að fara í veiði á morgun.

Við ákváðum að drífa okkur í bæinn, enda Helgi boðinn í útskriftarveislu.. og vorum komin heim rétt um átta.

Götubarinn - 3